Föðuràst

Sigvarður Hans Ísleifsson 4 des 2022. Tileinkað Elínu Svövu minni elskuðu dóttir. 

Àst mín til þín, er sönn og sterk.

Ég get ei tekið augun af þér.

Hugfangið hjarta mitt brennur af ást til þín.

þú ert stolt mitt og prýði.

Framtíð þín er björt.

Sérshvert skref sem þú tekur, mun gleðja hjarta mitt.

Þú ert dýrmæta barnið mitt.

Ég elska þig meira en orð geta lýst.

þú ert stöðugt í huga mínum og hjarta.

Með komu þinni , hefur líf mitt breyst.

Nú hef ég fengið nýjan tilgang með þér.

Lífið með þér og það sem framundan er, gleður hjarta mitt.

Ég mun ganga við hlið þèr og reysa þig við þegar þú dettur.

Ég mun halda í hönd þína alla ævi.

Ég elska þig kv. Pabbi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartans hamingjuóskir með fæðingu dóttur þinnar og nafnið hennar fallega. Mikið hvað ég samgleðst þér og fjölskyldu þinni! Í mínum huga ert þú það mesta eðal eintak af kristinni manneskju. Laus við hroka, tilbúinn að fyrirgefa fólki. Bið Guð að gefa þér og fjölskyldu þinni yndisleg jól. 

Anna (IP-tala skráð) 5.12.2022 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband