Jóhannesarguðspjall Inngangur/formáli

Jóh 1:1-18
-1- Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.
-2- Hann var í upphafi hjá Guði.
-3- Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.
-4- Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna.
-5- Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.
-6- Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes.
-7- Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann.
-8- Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið.
-9- Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn.
-10- Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki.
-11- Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum.
-12- En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.
-13- Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.
-14- Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.
-15- Jóhannes vitnar um hann og hrópar: Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég.
-16- Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan.
-17- Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.
-18- Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.

 

# Fyrstu 18 versin eru kölluð inngangur eða formáli að JóhannesarGuðspjallinu sjálfu. Ef við sjáum það og skiljum hvernig Jóhannes útskýrir hver Jesús er í þessum versum. Að þá verður einfaldrara að skilja restina af því.

# ljós og myrkur = Hefur með samfélagið við Guð að gera. Þegar við erum í samfélagi við Guð, að þá lifum við í ljósinu. Myrkrið getur táknað þau sem trúa ekki, og þau sem segjast trúa en eiga ekki samfélag við Guð. Við vitum líka að því meiri tíma sem við eyðum í Nærveru Guðs, að þá koma hlutir innra með okkur upp á yfirborðið, sem hafa verið huldir í myrkri. Svo Guð geti fjarlægt þá.

# vitni (johannes) = Jóhannesar Guðspjall er eina Guðspjallið sem talar ekki um Jóhannes sem skírara, heldur sem vitni, sem kom til að undirbúa komu Jesú í heiminn. Rödd hrópanda í eyðimörk sem ber vitni um komu skaparans í heiminn og undirbýr farvegin fyrir hann.

# Segir skýrt frá því hver Jesús er, hvaðan hann kom og hvert auðkenni hans er. Það er gott að tengja sköpunarsöguna við þessi vers. Því að það er mjög skýrt í þessum orðum að Jesús var í upphafi og með í því að skapa manninn og verlöldina sem við búum í, því allt var skapað fyrir hann og í honum. Hann er ennþá að skapa og við sem erum kristin erum ný sköpun í Kristi . 2.Kor.5:17.

#Náð 4× = Orðið Náð kemur eingöngu fyrir 4 sinnum í Jóhannesarguðspjalli og ekkert eftir 17 versið í fyrsta kafla. Þar sem Orðið, náðin og sannleikurinn var orðið hold. Persónan Jesús Kristur. Þannig að það sem við lesum eftir þessi vers. Sjáum við náðina í verki.

# náð og sannleikur 2 sinnum = Orðin Náð og sannleikur koma 2 sinnum saman. En samtals kemur orðið sannleikur fyrir 25 sinnum í Guðspjallinu.

# Engin hafði séð Guð, nema Móses fékk að sjá bakhlið hans. Guð hafði verið með lýð sínum í eyðimörkinni og birtist sem ský á daginn og eldstólpi á kvöldin. Fólk hafði fengið að finna fyrir nærveru hans og upplifa hann. En alldrei séð Guð í eigin persónu. En það gerðist í persónunni Jesú. Páll talar um í Filippíbréfinu að Jesús svifti sig allri Guðlegri tign og gerðist þjónn eða maður. Þegar Jesús kom fékk folk að sjá Guð , finna fyrir honum, upplifa hann og sjá hann að verki og kynnast persónuleika hans.

# Þvi svo elskaði Guð heiminn, er ekki frasi. Jesús sýndi hvað kærleikur er í raun og veru, með líferni sínu og með því að gefa líf sitt til  lausnargjalds fyrir alla menn og konur.

# Margir fræðimenn  segja að JóhannesarGuðspjall geti verið svo einfalt að skilja, að börn skilji það. Og það geti verið svo djúpt að dræðimenn ná ekki utan um það. Og vilja meina að opinberunin sem Jóhannes kemur með fram sé himnesk.

# Dýrð , þarf að vera í stærra samhengi. Jesús varð hold, krossfestur, reis upp frá dauðum og steig upp til himins. Þegar Jóhannes talar um dýrð Jesú, að þá á hann við þessi 4 atriði sem haldast í hendur. Því dýrðin er sú að Guð takmarkaði sig í mannlíkama , var krossfestur, reis upp frá dauðum og var hrifin upp til himna. Jesús er dýrðlegur.

# Guð er skapari , hann skapaði manninn í sinni mynd, og blés lífsanda í hann. Sama gerðist þegar Jesús blés Heilögum Anda yfir lærisveina sína á veginum til samaríu. Og sama er i dag að við verðum nýsköpun í Kristi. Ef við hoppum aðeins til baka í sköpunina. Að þá er Guð alltaf að skapa. Hann er enn að skapa í dag. Og í dag erum það við sem trúum, sem fáum þau forréttindi að breytast frá dýrð til dýrðar. Andinn í okkur er fullkomlega reystur upp og lifandi í Kristi Jesú og það er hann sem Guð gerir að nýrri sköpun. Við erum því komin í stríð við holdið í okkur. Við vitum það að Páll Postulli gat ekki beðið eftir því að losna við þennan veslings líkama sem er með syndlegt eðli. Þannig að hann bendir okkur á að lifa í andanum. Besta leiðin til þess að er að biðja mikið í tungum og lesa í orðinu og að sjálfssögðu lofa Guð.

# Orðið varð persónan Jesús Kristur, orðið, náðin og sannleikurinn varð holdi klætt i persónunni Jesús.

# Jesús fær orðið meira í Jóhannesar Guðspjalli en hinum þremur. Það sem aðgreinir Jóhannes frá hinum þremur Guðspjöllunum er að. Hin 3 leggja áherslu á að segja frá hvað Jesús gerði og hvað hann sagði. Jóhannes leggur áherslu á það hver Jesús er. Hann fær orðið meira í þessu Guðspjalli en hinum. Þannig að , ef við viljum kynnast því hvernig Jesús var sem maður, hvernig persónuleiki hans var, og hvernig hann talaði. Að þá er gott að lesa Jóhannes. Sumar enskar þýðingar hafa stundum haft stafina rauða þar sem Jesús er að tala sjálfur. Og ef við skoðun slíka Biblíu að þá sjáum við mest af rauðum stöfum í Jóhannesi. Einnig má geta til gamans. Að hljómsveitin DC Talk senti frá sér lag sem heitir red letters. Og þar kemur fyrir lína í laginu. There is love in the red letters. Eða það er ást/kærleikur í rauðu stöfunum/orðunum. (Orðum Jesú)

# þessi vers hafa líka með samfélag að gera. Jesús/ Föðurinn og svo við. Við sem foreldrar gerum allt fyrir bornin okkar og sjáum til þess að mæta þörfum þeirra og gefa þeim allt það sem þau þarfnast. Sama á við um Föðurinn. Við sem erum kristin. Að þá lifur Kristur í okkur. Og við erum synir/dætur Guðs sem lifum í samfélagi við Föðurinn á sama hátt og Jesús sýndi okkur. Guð mætir þörfum okkar og gefur okkur allt það sem við þörfnumst. Eins og foreldrar gera við börn sín. Jesús talar um að við eigum að líta til fugla himins. Hvorki sá þeir né uppskera í hlöður. En samt sér okkar himneski Faðir fyrir þeim. Hversu miklu erum við þeim fremri. Þetta er loforð. Ef þú ert barn Guðs. Að þá mun Faðirinn sjá til þess að þú fáir allt sem þú þarfnast.

#Jesús hefur gefið okkur rétt til að kallast Guðsbörn. Það hefur gengið um sú lýgi að allir séu börn Guðs. En það er ekki rétt. Vissulega erum við öll sköpun Guðs. En höfum engan rétt eða réttindi til að kalla okkur Guðsbörn nema við höfum tekið á móti Jesú Kristi sem Drottni okkar og frelsara. Páll staðfestir þetta og talar um að við öðlumst barnaréttinnog getum sagt abba faðir. Abba þýðir pabbi. Það er meiri nánd í orðinu pabbi en faðir. Og því er það skýrt að okkar himneski Pabbi vill eiga náið samfélag við okkur sem börnin sín. Hann nýtur návistar okkar, og elskar að hafa okkur í nærveru sinni. Heyra frá okkur og tala til okkar. #Tengingin við sköpunina í 1 Mós, gefur til kynna að Orð Guðs sem er skapandi, leysandi, lifandi, hreinsandi og frelsandi er nú orðið hold, sem er persónan Jesús Kristur.

# Jóhannesar guðspjall segir frá 6 kraftaverkum sem hin segja ekki frá. Og sleppir líka sumu af því sem hin segja frá. # Jesús opinberar sig 7 sinnum í Jóhannesarguðspjalli sem Ég Er. Og það segir okkur eitt. Að það var Jesús sem talaði við Móses í þyrnirunnanum þegar hann opinberaði sig sem Ég Er …

# Jóhannes skrifaði guðspjallið til gyðinga og grikkja. Og það hefði alldrei virkað fyrir hann að skrifa í upphafi var Messías og Messías var hjá Guði. Hann útskýrði Jesús sem Logos eða orðið sjálft. Þó svo að Jesús sé ekki lengur á jörðinni og Biblían orðin mjög gamalt rit. Að þá er orðið lifandi og talar enn til okkar í dag. Og gefur okkur svör við öllum lífsins spurningum. Í upphafi var Jesús, Jesús var hjá Guði og Jesús var Guð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband