Hugleiðing út frá 15 kafla Lúkasarguðspjalls

Lúk 15:1-32

-1- Allir tollheimtumenn og bersyndugir komu til Jesú að hlýða á hann, -2- en farísear og fræðimenn ömuðust við því og sögðu: Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim. -3- En hann sagði þeim þessa dæmisögu: -4- Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann? -5- Og glaður leggur hann sauðinn á herðar sér, er hann finnur hann. -6- Þegar hann kemur heim, kallar hann saman vini sína og nágranna og segir við þá: Samgleðjist mér, því að ég hef fundið sauðinn minn, sem týndur var. -7- Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu réttlátum, sem ekki hafa iðrunar þörf. -8- Eða kona, sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega, uns hún finnur hana? -9- Og er hún hefur fundið hana, kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér, því að ég hef fundið drökmuna, sem ég týndi. -10- Ég segi yður: Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrun. -11- Enn sagði hann: Maður nokkur átti tvo sonu. -12- Sá yngri þeirra sagði við föður sinn: Faðir, lát mig fá þann hluta eignanna, sem mér ber. Og hann skipti með þeim eigum sínum. -13- Fáum dögum síðar tók yngri sonurinn allt fé sitt og fór burt í fjarlægt land. Þar sóaði hann eigum sínum í óhófsömum lifnaði. -14- En er hann hafði öllu eytt, varð mikið hungur í því landi, og hann tók að líða skort. -15- Fór hann þá og settist upp hjá manni einum í því landi. Sá sendi hann út á lendur sínar að gæta svína. -16- Þá langaði hann að seðja sig á drafinu, er svínin átu, en enginn gaf honum. -17- En nú kom hann til sjálfs sín og sagði: Hve margir eru daglaunamenn föður míns og hafa gnægð matar, en ég ferst hér úr hungri! -18- Nú tek ég mig upp, fer til föður míns og segi við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. -19- Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. Lát mig vera sem einn af daglaunamönnum þínum. -20- Og hann tók sig upp og fór til föður síns. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann. -21- En sonurinn sagði við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. -22- Þá sagði faðir hans við þjóna sína: Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum. -23- Sækið og alikálfinn og slátrið, vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag. -24- Því að þessi sonur minn var dauður og er lifnaður aftur. Hann var týndur og er fundinn. Tóku menn nú að gjöra sér glaðan dag. -25- En eldri sonur hans var á akri. Þegar hann kom og nálgaðist húsið, heyrði hann hljóðfæraslátt og dans. -26- Hann kallaði á einn piltanna og spurði, hvað um væri að vera. -27- Hann svaraði: Bróðir þinn er kominn, og faðir þinn hefur slátrað alikálfinum, af því að hann heimti hann heilan heim. -28- Þá reiddist hann og vildi ekki fara inn. En faðir hans fór út og bað hann koma. -29- En hann svaraði föður sínum: Nú er ég búinn að þjóna þér öll þessi ár og hef aldrei breytt út af boðum þínum, og mér hefur þú aldrei gefið kiðling, að ég gæti glatt mig með vinum mínum. -30- En þegar hann kemur, þessi sonur þinn, sem hefur sóað eigum þínum með skækjum, þá slátrar þú alikálfinum fyrir hann. -31- Hann sagði þá við hann: Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt. -32- En nú varð að halda hátíð og fagna, því hann bróðir þinn, sem var dauður, er lifnaður aftur, hann var týndur og er fundinn.

 

Áheyrnarhópur Jesú skiptist í tvennt fyrst ber að nefna tollheimtumenn og bersyndugir og seinni hópurinn farisear og fræðimenn. Hann beinir öllum þremur dæmisögunum að þeim.

Allar dæmisögurnar gefa skýrt til greina að Guð fagnar yfir hverjum þeim sem kemur til hans. Líklega er sagan um synina tvo hvað þekktust.

Synirnir tveir voru báðir týndir. Það hefur alldrei verið siður að greiða út arf fyrr en eftir andlát þess sem gefur arfinn. En yngri sonurinn heimtar að fá arfinn sinn strax. Og er í rauninni að vanvirða föður sinn, og óska þess að hann væri dauður. Enskar þýðingar tala um að hann hafi eytt arfi sínum í vændiskonur. Íslenska þýðingin talar um óhófsaman lifnað. Sem er í samhengi við þá ensku.

Eldri sonurinn táknaði fræðimennina og fariseana. Og táknar kristna líka sem hafa lengi verið í Guðsríkinu og þjónað. Sonurinn taldi sig eiga inni hjá Guði og leit á sig sem þræl. Margir kristnir sem telja sig vera góða kristna. Geta verið á þeim stað að þau haldi að þau eigi einni verðlaun hjá Guði fyrir að vera góð. Enn biblían er mjög skýr og segir frá því að allir menn hafa syndgað og skortir Guðsdýrð.

Yngri sonurinn valdi að sóa eigum sínum í rugl. Það getur verið samhengi þar til dæmist við fólk sem lendir undir í lífinu og festist í syndlegu líferni. Hvort sem það er að syndga á kynferðislegan hátt, eða vera fast í drykkju eða efnum. Þau sem hafa verið föst í heiminum og í fjötrum fíknar, í sama hvaða formi hún byrtist, Eiga oft það sameigilegt að hafa sóað fjármunum sínum og eigum í þessar fíknir. Og leiðst út í að gera slæma hluti til að fjármagna neyslu sína.

Yngri sonurinn hafnar elsku Föðurinn í byrjun. Hann hefur líklega verið með það í huga að hann vildi upplifa lífið og skemmta sér en kom með skottið á milli lappana eftir að hafa farið sínar eigin leiðir. Ég persónulega tengi við þetta. Því sem barn og unglingur fékk ég að kynnast Jesú, En miðað við framkomu sumra í kringum mig, að þá fannst mér þetta ekki spennandi. Og hafnaði allri leiðsögn og vildi fara mínar eigin leiðir og lifa lífinu. En það endaði í meðferð í Hlaðgerðarkoti, og að vera á þeim stað að vilja ekki lifa lengur.

Yngri sonurinn kemst á þann stað að hann fer í sjálfsskoðun og neyðin hefur leitt hann á þann stað að hann er farin að borða svínafóður, því engin vildi gefa honum að borða. Hann kemst á þann stað að muna eftir föður sínum og að vinnumenn hans, höfðu nóg að borða og liðu engan skort.

Iðrunin hjá honum var ekki falsiðrun eða tilfinningarugl eins og gerist stundum hjá sumum. Hann snéri sér frá lifnaði sínum og fór til föður síns. En það er auðsjáanlegt að hann þekkti ekki elsku föður sins, þar sem hann hafði hafnað honum. Og vanvirt föður sinn með því að sóa arfinum í rugl,

Við sjáum það að honum fannst hann ekki vera verðugur lengur að kallast sonur. Og það sýnir að á þessum tímapunkti. Sá hann hvað hann hafði verið rangur í gjörðum sínum.

En þegar hann var enn álengdar eða í fjarlægð að þá sá faðir hans hann, og hljóp til hans. Biblían talar um að kærleikurin hylur fjölda synda. Ást Föðurins til okkar er meiri heldur en misgjörðir okkar. Syninum var fagnað. Það veitti föðurnum gleði að endurheimta son sinn til baka.

VIð sjáum líka samhenmgið í öllum þremur sögunum að þegar það sem týndist fannst, var haldið veislu og fagnað. Föðurhjarta Guðs er opinberað í þessum frásögum og staðfestir það sem Biblían segir: Guð bíður þess að geta miskunað okkur.

Sagan um sauðina getur líka verið áskorun til okkar í dag. Því að fjárhirðirinn skildi hin 99 eftir og leitaði þar til hann fann týnda sauðinn. Og gladdist yfir því. Þetta getur talað til okkar í dag varðandi þau sem hafa villst af veginum. Og ganga ekki lengur með Guði. Við gætum verið að fá þá áskorun að ná í þau til baka. Ef eitthver hættir til dæmist að mæta á samkomur. Að þá er alltaf hægt að hafa samband við viðkomandi, Því við vitum alldrei hvað gæti hafa gerst. Það gæti verið ófyrirgefning eða eitthvað sem einstaklingurinn er að glíma við. Þetta gæti líka verið áskorun að biðja fyrir þeim sem hafa vilst frá að þau komi til baka. Við getum beðið Drottinn um að sýna okkur einstaklinga sem hann vill kalla til baka. Því orð Guðs er skýrt, þegar það segir, ég mun hvorki sleppa af þér höndinni né yfirgefa þig. Fólk getur oft vilst frá vegna einhvers sem við höfum sagt eða gert. Og því mikilvægt að vera vakandi fyrir systkunum okkar.

Faðirnn hélt veislu og fagnaði því að hafa endurheimt son sinn, allveg eins og konan fagnaði því að hafa endurheimt drökmuna og fjárhirðinn að hafa endurheimt sauðinn aftur.

Það sem við sjáum hins vegar með eldri soninn að hann neitar að samgleðjast föður sínum, og gleðjast yfir því að vera búin að endurheimta bróðir sinn. Hann valdi að vera dómharður og bæði hafnaði föður sínum og bróðir. Hann sá sig ekki sem son, heldur þræl. Hann vissi ekki hvað það var sem tilheyrði sér, og þekkti greinilega ekki föður sinn. Við sjáum að hann var dómharður, átti enga gleði og gat ekki samglaðst öðrum. Og var því sjálfur týndur.

Það er hægt að sjá svo mikið út úr þessum dæmisögum og þær tala til okkar á svo margvíslegan hátt.

Tildæmis er ein nálgunin endureysn samfélags Guðs við manninn. Og hægt að fara út í mörg atriði. En aðal atriðið er að leyfa orðinu að tala til sín og spegla sig í því ... Við höfum öll verið týnd á eitthvern hátt. Hvort sem það er tenging við yngri eða eldri soninn. 

Og að lokum. Kaflinn fjallar um 2 týnda hluti og 2 týnda menn. En vandamálið með einn er að hann veit ekki að hann er týndur ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband