Hugleiðing

Við tökum eflaust eftir því að flest sem við sjáum í fréttum er neikvætt. Nema það sem Magnús Hlynur kemur með í fréttatímanum. En ég ætla samt ekki að allhæfa neitt.

Eitthver minntist á það við mig. Að ástæða þess er til að fá viðbrögð og til að vekja áhuga fólks á fréttinni sjálfri. Við sjáum tildæmis mest allt sem miður fer hjá ríkisstjórninni. En sjáum voða lítið um það sem hefur farið vel. Og það kannski sem gerir það ekki eftirsóknarvert að vera alþingismaður eða kona. Maður virðist þurfa breitt bakk til að standa í því. Í dag geturðu verið elskaður/Elskuð og morgun getur það verið andstaðan.

En hvað ef fréttastofur myndu hafa einn fréttatíma á dag sem heitir jákvæðar fréttir ? Myndi það vekja áhuga fólks ?

Við lifum samt á tímum þar sem fréttir eru aðgengilegar á netinu allan sólarhringinn. Ég man vel eftir því sem barn, að þegar fréttir voru settar á. Að þá var það næstum því heilög stund hjá þeim sem á hana horfðu. Maður átti að vera stilltur á meðan og ekki trufla.

Ég hef samt ekki vanið mig á það, að verða horfa á fréttir. Það er frekar að ég fari á netið og lesi það sem vekur áhuga minn.

Við höfum öll okkar skoðanir og áhugamál. Sumt vekur áhuga minn, sem þú kannski hefur engan áhuga á. Mér finnst tildæmis gaman að lesa íþróttafréttir, sjá viðtöl við einstaklinga sem hafa náð að sigrast á eitthverju, eða hafa verið að ganga í gegnum ákveðna hluti.

Nýlega las ég viðtal við konu sem hafði farið til Indlands til að hitta ættingja sína. Þó svo að óvæntir hlutir hafi gerst hjá henni. Að þá samgleðst ég henni fyrir að hafa stigið þetta skref og fengið svör við mörgum spurningum sem voru ósvaraðar. Ég held að það sé inbyggt í okkur að vilja vita uppruna okkar. Svona fréttir hreyfa við manni. 

Þegar það kemur að jákvæðum fréttum, að þá kemur nafnið Magnús Hlynur yfirleitt fyrst upp. Hann kemur með öðruvísi fréttir. Og það finnst mér gaman að sjá.

En þegar það kemur að stríðum og hörmungum í heiminum. Að þá held ég allavega að við sem höfum ekki upplifað það að vera í slíkum aðstæðum, áttum okkur ekki á hvað við erum heppin, eða hvað við höfum það gott.

Það er svo auðvelt að finna að öðrum eða öðru. En tekur kannski pínu meira á að horfa innávið.

Fólk fylkist í hópa til að styðja ákveðin málefni. Og oft tekst fólk á.

Að lokum að þá er það mín persónulega skoðun. Að við megum vera ósammála um fólk og málefni. Lífið væri leiðinlegt ef öllum fyndist það sama. Og það væri lítið að læra af öðrum ef þau hefðu ekki ólík sjónarmið.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband