Smá pæling um nokkur atriði ú Rómverjabréfinu
6.11.2007 | 17:06
Það sem ég hef verið að hugleiða undanfarið er fyrst syndin er afgreidd og hefur ekki lengur vald yfir þeim sem hafa meðtekið Jesú Krist sem Drottinn sinn og frelsara. Afhverju hrasa þá þessir einstaklingar enþáog misjafnlega oft í það að gera ranga hluti? Þá meina ég hluti sem eru ekki réttir frammi fyrir Guði.
Er maður eitthvað minna kristinn ef maður klikkar á hlutunum? Nei það held ég ekki. Páll útskýrir þetta reyndar mjög vel. Hann talar um það að það séum ekki við lengur sem syndgum heldur sem syndin sem í okkur býr. Það er að segja að hold okkar er selt undir vald syndarinnar. Þegar við vorum án Guðs að þá hugsuðum við á holdlegan hátt og vorum andlega dauð. En það sem gerist þegar við tökum við Kristi að okkar andlegi maður lifnar við. Við erum Andi með sál og búum í líkama. Andinn er sofandi eða myrkraður þegar við erum ekki tengd við Guð . Þess vegna kemur þetta tómarúm þegar maður er án Guðs. Það vantar eitthvað innra með okkur. Eða ekki eitthvað heldur vantar lífið og við náum alldrei að fylla þetta tómarúm með neinum hlutum. Sá eini sem getur það er Jesús Kristur. Þess vegna þegar við höfum tekið við Jesú inn í líf okkar, þá lifnar okkar andlegi maður við. Hugsanir okkar fara að breytast. Þá er eins og við séu, komin með tvískipt eðli sem er í stríði við hvort annað. Páll bendir okkur á í 8 kaflanum að við eigum að lifa í andanum svo við fuullnægjum alls ekki girndum holdsins. Þá á hann við, deyðið gamla manninn með því að vera í samfélaginu við Guð, því að það er eina leiðin til að halda girndinni niðri.
Þannig að það er ekki stríð við syndina sem við erum í, heldur við girndina sem er í holdi okkar. Girndin reynir að tæla okkur til rangra hluta, og gerir allt í andstöðu við kærleikan. Kærleikurinn gefur en girndin tekur. Losti er hluti af girndinni og er ekki hluti af ást þótt sumir haldi það, eða hafi ekki getu í að greyna á milli. Losti flokkast undir holdsins girnd og vekur upp kynferðislegar hugsanir og girndir, lostinn hefur tælt fólk til að framhjáhalds og margra rangra hluta á kynferðissviðinu því hann fær alldrei nóg. lostinn segir gefðu mér mér en gefur ekkert til baka og skilur okkur eftir álíka tóm og autt vatnsglas.
Losti hefur ekkert með raunverulega ást að gera. Þess vegna þurfa þeir sem veikir eru á þessu sviði að deyða lostann með því að , lesa í Biblíunni, tala tungum, hlusta á kristilega tónlist eða gera það sem er uppbyggilegt. Þá á ég við að það á ekki að fóðra girndina , heldur svelta hana og fylla sig af orði Guðs til þess að maður geti staðið stöðugur.
Girndin er ekki bara losti, heldur líka girndin í að eignast meira eða fá meiri völd. Það virðist vera í holdlega eðli okkar að vilja Drottna enda vorum við sköpuð til þess að drottna yfir dýrum jarðar og fiskum sjávar. Þessi girnd í að eignast meira og meira færir mönnum enga hamingju. Ég hef ekki séð að sáttasta fólkið sé það sem á mest. Það er í rauninni á heildina séð nískara en þeir sem eiga minna á milli handana.
Hamingjan er fólgin í að lifa í sátt og samlyndi við Guð og aðra menn í kringum okkur, og lifa í þeim tilgangi sem við vorum sköpuð til, og sá tilgangur er að lifa með Guði.
Athugasemdir
ég er að verða fastagestur hér hjá þér, enda vænti ég alltaf mikils þegar ég kíki hér inn, þ.e gott að lesa sem þú skrifar
Þú skrifa núna um losta og holdsins girnd sem er synd skv. Biblíunni. Hvað með þegar fólk laðast að hvort öðru og hefur þrá hvort til annars? Telst það sem þrá eða losti? Þegar einhleypir einstaklingar fella hugi saman og þrá hvort annað?
Smá hugleiðingar í sambandi við þennan lestur
Sædís Ósk Harðardóttir, 6.11.2007 kl. 19:23
Gaman að heyra að fólk vilji lesa það sem maður skrifar:) Það að laðast að hvort öðru kallast víst hrifing sem þróast eða þroskast svo yfir í ást, geri þessi einstaklingar eitthvað við þessar tilfinningar og spennu sem myndast á milli þeirra:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 6.11.2007 kl. 20:05
já hélt það:) og þá flokkast það víst yfir í kærleik og ást en ekki synd og losta. skemmtilegar hugrenningar.
Sædís Ósk Harðardóttir, 6.11.2007 kl. 20:15
Já:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 6.11.2007 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.