Hugleiðing um ástina og þörfina að vera elskaður eða elskuð

Allir hafa þá þörf fyrir að vera elskaðir. Sumir finna ástina snemma og aðrir seint. Sumir leita og leita en ekkert gengur. Sumir finna hamingjuna en líða svo skipbrot því að makinn hefur haldið framhjá eða yfirgefið aðilan. Upp kemur sárindi, reiði og sorg. Sumir takast á við missinn og sigrast á aðstæðum. Sumir eiga erfitt með að sætta sig við aðstæður en aðrir ekki.

Sumir sætta sig ekki við að ástin í lífi þeirra sé farin, eða hafi yfirgefið þá, og læra ekki að lifa í sátt með sjálfum sér og öðrum. Sumir upplifa höfnun og missa jafnvel sjálfsvirðinguna og missa sig í hugsanir eins og er ég ekki nógu góð(ur)? Sumir byrja leit að annari ást til að fylla í sárin og upplifa hamingjuna aftur. Sumir leita og leita en upplifa ekkert nema skipbrot eftir skipbrot, höfnun eftir höfnun og margar neikvæðar tilfinningar. Sumir setja á sig grímur og fara stunda þann leik að ná byrjunarstigi á sambandi eða byggja upp spennu og slíta því svo til þess að hinn aðilinn særi þau örugglega ekki.

Margar eru grímurnar þeirra sem brotnir eru. Hvað er ást okkar mannana hún er alltaf að bregðast, hún er svo ófullkomin og breysk. En samt þráum við það að vera elskuð og leitum oft á röngum stöðum af ástinni. Til er ein ást sem alldrei bregst og það er ást Guðs til þín. Það skiptir engu máli hversu góður eða slæmur aðili þú ert að annara mati eða þínu áliti. Guð elskar þig samt, alltaf jafn mikið. Hann heldur ekki framhjá þér, hafnar þér ekki, þú þarft ekki að vinna þér neitt inn hjá honum til þess að hann elski. Hann elskar þig án skilyrða.

Ég var fastur sjálfur í þessu, upplifði ástina, gifti mig en leið skipbrot, sorgin og ósættið náði tökum á mér. Ég fór að leita sjálfur að annari ást því ég vildi ekki vera einn. Ég leytaði og leytaði en ekkert fann. Ég hætti að hafa áhuga á konum sem voru trúaðar því mér fannst ég of skítugur eða ekki nógu góður. Þannig að ég fór á datelínur og alls konar vitleysur. Alldrei fann ég hamingjuna í þeim pakkanum og leið skipbrot eftir skipbrot, gerði mistök eftir mistök. Eina sem ég uppskar var að ég týndi sjálfum mér, hætti að vita hvað það var sem ég vildi og vissi ekkert í minn haus í kvennamálum.

Ég áttaði mig á því að öll sú ást og umhyggja sem ég þarf kemur frá Guði. Ég áttaði mig á því að lækning við höfnun er að þakka Guði fyrir að hann elskar mig. Ég áttaði mig á því að lækning á sjálfsvirðingunni var að þakka Guði fyrir að ég er undursamleg sköpun hans, þakka honum fyrir að ég væri fallegur og skapaður í hans mynd, þakka honum fyrir að ég væri meðtekin, þakka honum fyrir að hann hefur gefið mér nýtt líf. Þegar óttinn kemur þá þakka ég honum fyrir að ég er hugrakkur, því að ótti er ekki í elskunni, fullkomin elska rekur burt óttan. Allar neikvæðar tilfinngar hafa horfið, ég hef öðlast sátt og meðtekið það að ég er elskaður og til er sá sem gefur mér allt sem ég þarf.

Ég átti erftitt með að meðtaka það að ég væri elskaður eða trúa því, og gat þess vegna ekki meðtekið það. En þegar ég fór að þakka Guði fyrir það sem ég taldi fyrir ofan þá fór það að breytast. Ég fór að meðtaka það að ég er elskaður, ég fór að breytast sjálfur, mig langaði að breytast. Ég fór að biðja Guð um að hjálpa mér að elska alla jafnt óháð því hvernig útlit þeirra og annað væri.

Guð fór að sýna mér hluti sem ég var að gera rangt, hvernig ég horfði oft á konur, núna segi ég ekki lengur þessi er ljót eða feit, heldur þegar óvinurinn skítur þessari hugsun í kollinn á mér þá segi ég nei þetta er falleg sköpun Guðs.

Guð sýndi mér líka að ég var alltaf að dæma allt og alla og sjálfan mig í leiðinni. Hann benti mér á að mér hefði alldrei verið boðið sæti í hásæti hans til að dæma aðra. Hann benti mér líka á að mitt hlutverk væri ekki að benda á syndir annara. Hann benti mér á, að benda fólki á krossinn, benda þeim á Jesú, benda þeim á hvað hann hefði gert fyrir það á krossinum og hvernig hann réttlætti okkur, hvað Guð elskar okkur mikið án skilyrða. Ég er breyttur því ég fór að þakka Guði fyrir kærleika hans til mín. Viltu losna við höfnun, neikvæða sjálfsmynd og að dæma aðra og þig? Byrjaðu þá að þakka Guði fyrir það sem ég taldi upp að ofan og allt það sem þér dettur í hug. Ekki gera það bara einu sinni, heldur oft og oft á dag. Þú þarft á því að halda að vera elskuð eða elskaður.

Guð er kærleikurinn, hann elskar þig sama hvað...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Frábær lesning as usual Þetta er svo rétt, allir þrá að vera elskaðir og einmitt verið í þeim pakkanum að leita á röngum stöðum og því uppsker fólk eins og það sáir.  En um leið og maður meðtekur elsku Guðs þá breytist allt, tómarúmið fyllist og maður verður sáttari við lífið og tilveruna.  Síðan er auðvitað það eina rétta að setja það í hendur Guðs að velja réttan maka því hann mun leiða saman rétta aðila. Guð elskar okkur og það er það besta

Takk fyrir síðast annars í gær, þetta var magnaður dagur, gangan og tónleikarnir

Sædís Ósk Harðardóttir, 11.11.2007 kl. 09:26

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Takk fyrir það:) varðandi makan þá trúi ég því að þessi eini rétti eða eina rétta sé bara kjaftæði.. Ég trúi því að fólk þurfi bara að vera tilbúið að vinna saman og að það geti orðið góðir vinir. Því að það sem manni hefur verið kennt innan kirkjunar að þá á grunnurinn alltaf að vera traust, vinátta og virðing:) En að sjálfssögðu á maður að leggja þetta í hendurnar á Guði:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 12.11.2007 kl. 18:00

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já það er það mikilvægasta í sambandi þ.e virðing, traust og vinátta, þá verður allt hitt líklega miklu betra. Góður grunnur er mjög mikilvægur.  Að byggja á bjargi en ekki sandi 

Sædís Ósk Harðardóttir, 12.11.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Amen

Sigvarður Hans Ísleifsson, 13.11.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband