Fann gamla predikun frá árinu 2003
12.11.2007 | 08:50
Á hvaða grundvelli erum við að byggja líf okkar?
Höfundur: Sigvarður Halldóruson undir leiðsögn Heilags Anda
(1.Kor.3:10-15. 10. Eftir þeirri náð, sem Guð hefur veitt mér, hef ég eins og vitur húsameistari lagt grundvöll en annar byggir ofan á. En sérhver athugi hvernig hann byggir. 11. Annan grundvöll getur enginn lagt en hann en þann, sem lagður er sem er Jesús Kristur. 12. En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey eða hálm, 13. þá mun verk hvers um sig verða augljóst. Dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast með eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers og eins er. 14. Ef nú verk einhvers fær staðist,það er hann byggði ofan á , mun hann taka laun. 15. Ef verk einhvers brennur upp, mun hann bíða tjón. Sjálfur mun hann frelsaður verða, en þó eins og úr eldi.) (Lúk.6:46-49. 46. En hví kallið þér mig herra, herra og gjörið ekki það sem ég segi? 47. Ég skal sýna yður hverjum sá er líkur,sem kemur til mín, heyrir orð mín og breytir eftir þeim. 48. Hann er líkur manni, er byggði hús, gróf djúpt fyrir og grundvallaði það á bjargi. Nú kom flóð og flaumurinn skall á því húsi, en fékk hvergi hrært það vegna þess að það var vel byggt. 49. Hinn er heyrir og gjörir ekki er líkur manni, sem byggði hús á jörðinni án undirstöðu. Flaumurinn skall á því, og það hús féll þegar og fall þess varð mikið.")
Á hvaða grundvelli erum við að byggja líf okkar? Erum við að byggja líf okkar á orði Guðs eða erum við að byggja upp líf okkar á tilfinningum? Hvað er að byggja trú sína upp á tilfinningum? Jú þannig er það ef ég læt stjórnast af því hvernig mér líður hvort ég komi á samkomur eða leita Guðs að þá er ég að byggja upp trú mína á tilfinningum. Ef við erum í fýlu út í einhvern og neytum að koma í kirkjuna að þá er trú okkar byggð á tilfinningum. Ef við erum löt og nennum ekki að koma á samkomur að þá er trú okkar byggð upp á tilfinningum því við látum letina stjórna okkur og leti er synd. Ef ekkert gengur upp hjá okkur og okkur finnst allt vera í klessu. Hvað gerum við þá ? Færum við okkur nær Guði og leitum hans?
(Matt.6:33. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.)
Eða gerum við ekki neitt ? Mér dettur eitt sniðugt í hug lífið er eins og sigling sá sem á ekki samfélag við Guð stefnir bara í einhverja átt eins og bátur sem hefur engan áttavita og veit ekki hvert líf hans stefnir. En sá sem á samfélag við Guð og breytir eftir orðum hans hann veit hvert líf hans stefnir og hefur Jesú sem leiðsögumann. Það sem maður á að gera þegar erfiðleikar koma að þá á maður að halda áfram í göngu sinni með Guði vitandi að maður sé ekki einn heldur er Guð með okkur.Ef vandamál koma upp að þá er engin lausn í því að hlaupa í burtu. Því er gott að temja sér það ráð að hlaupa alldrei í burtu frá vandamálunum hversu stór sem þau kunna að vera. Hvaðan fáum við þá andlegu næringu sem við höfum? Fáum við hana úr tónlistinni sem við heyrum í útvarpinu? Fáum við hana úr sjónvarpinu? Eða erum við að fylla okkur upp af orði Guðs?
Jesús sagði að við gætum ekki drukkið ferskt vatn úr beiskum brunni. Ef brunnurinn er við það er okkar andlega fæða að hvernig getum við þá ætlast til þess að undur og tákn muni gerast fyrir okkar hendur þegar við erum sjálf menguð af heiminum. Jesús sagði að við irðum eins og lækir lifandi vatns og ekki myndi ég vilja smakka á menguðu vatni ég vil hafa það hreint. Við erum musteri Heilags Anda og við getum ekki fyllt musterið að drullu því það á að vera hreint. Þess vegna á vatnið sem út frá okkur kemur að vera tandurhreint. Og hvernig getum við haft musterið hreint?
Jú við lesum orð Guðs í Biblíunni því orðið er eins og vatnið. Orðið það heinsar okkur að innan og gerir okkur hrein á sama hátt og vatnið þrífur okkur að utan. Þess vegna skiptir miklu máli að fylla sig af orði Guðs á hverjum degi og það skiptir máli að við tölum við Jesú í bæn á hverjum degi. Því að sá kraftur sem býr innra með okkur vex ef við helgum okkur með lestri í orði Guðs og tölum við Drottinn í bæn. Það er ekki nóg að koma á samkomur einu sinni í viku og láta það gott heita. Ef við fáum ekki okkar andlegu fæðu frá Guði að þá munum við gefast upp. Ef við viljum standast eldraunina á dómsdag að þá er eins gott fyrir okkur að byggja líf okkar upp á orði Guðs. Það sem einn maður sagði þegar hann var spurður hvernig hann fór að því að byggja söfnuð út frá 15 manns upp í 750,000 manns að þá sagði hann að hlýðni þyrfti að fylgja bænum okkar.
Við eigum ekki að vera biðja eitthvað út í loftið. Við þurfum að kynnast Heilögum Anda og biðja hann um að leiða okkur í bæn svo við getum beðið í Guðsvilja. Við þurfum að muna að við þurfum að trúa því sem við erum að biðja. Það er ekkert vit í því að mæta á bænastundir og þylja upp einhverjar svakalegar þulur og meina ekkert með því. Bænin hún byrjar frá hjarta Guðs og hvernig getum við ætlast til þess að læra þekkja vilja Guðs ef við nennum ekki að lesa Biblíuna og fara eftir því sem hún segir. Það er alltof allgengt að fólk taki vissa hluti sem hentar þeim og tekur svo aðra hluti úr og segja að við þurfum ekkert að fara eftir öllu því þetta hentar nú ekkert allveg fyrir líf þeirra eða nútíman. En samt sem áður að þá segir Biblían að himinn og jörð munu líða undir lok og allt sem á jörðinni er. En orð Guðs mun alldrei líða undir lok og enginn stafkrókur falla úr gildi.
Og ég spyr hver erum við að hagræða orði Guðs eftir okkar vilja og þörfum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki staðist eldraunina á dómsdag ef við hagræðum öllu eftir okkar þörfum við þurfum að hlýða Guði. Það er heldur ekki alltaf þægilegt að heyra sannleikan en við þurfum á því að halda að fá stundum hlutina yfir okkur eins og kalda vatnsgusu. Það er ekkert auðvelt að gera vilja Guðs. Það er miklu auðveldara að gera ekki neitt. En ef við gerum ekkert að þá skeður ekkert, það er bara staðreynd að það er hundleiðinlegt ef ekkert gerist og hlutirnir eru alltaf eins. Ef við viljum sjá eitthvað gerast að þá verðum við að helga okkur og afhenda Guði hluti í lífi okkar sem eiga ekki að vera. Guð vill allt eða ekkert. Við getum ekki fylgt Guði heilshugar og elskað heiminn um leið, við þurfum að velja.
(1.Jóh.2:15-17. 15. Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins, 16. Því að allt það sem í heiminum er fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá Föðurnum, heldur er það frá heiminum. 17. Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá sem gjörir vilja Guðs varir að eilífu.)
Við verðum að velja hvorn veginn við viljum ganga hvort við göngum þrönga veginn sem liggur til lífsins eða þann breiða sem liggur til glötunar.Það er ekki auðvelt að ganga veg Drottins en við getum það með hjálp Heilags Anda. Hvað ætlum við að gera þegar Jesús kemur aftur að sækja þá sem honum tilheyra? Ætliði að vera skemmta ykkur að hætti heimsins og verða ykkur til skammar? Eða ætliði að vera brennandi fyrir Drottinn og vera verkamaður sem fer rétt með orð sannleikans og breytir eftir þeim? Það verður of seint að ætla vera allt í einu 100% fyrir Jesús þegar hann kemur aftur við þurfum að vera 100% núna í dag. Við verðum að kjósa hvern dag að ganga með Jesús.
Ef okkur mistekst oft og við gerum fullt af hræðilegum hlutum að þá eigum við árnaðarmann á himnum sem heitir Jesús Kristur. Jesús sigraði syndina og úthelti blóði sýnu til fyrirgefningar öllu mannkyni svo við mættum vera frjáls undan oki djöfulsins. Við megum ekki láta mistök draga okkur frá Guði, Kærleikur Guðs til okkar er stærri en mistökin okkar. Og hvernig ætlum við að vera frjáls ef við nennum ekki að lesa og biðja? Við verðum að stíga upp úr mistökunum okkar því það er mannlegt að falla, djöfullegt að liggja og Guðdómlegt að stíga aftur upp úr mistökunum.Við megum ekki vera með hálfvelgju
(Opinb.3:15-19. 15. Ég þekki verkin þín að þú ert hvorki kaldur eða heitur. Betur að þú værir kaldur eða heitur. 16. En af því að þú ert hálfvolgur mun ég skyrpa þér út af munni mínum. 17. Þú segir: ,,Ég er ríkur og orðin auðugur og þarfnast einskis." Og þú veist ekki að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn. 18. Ég ræð þér,að þú kaupir af mér gull skírt í eldi, til þess að þú verðir auðugur, og hvít klæði til að skýla þér með, að eigi komi í ljós vanvirða nektar þinnar, og smyrsl að smyrja með augu þín, til þess að þú verðir sjáandi. 19. Alla þá sem ég elska tyfta ég og aga. Ver því heilhuga og gjör iðrun. )
Það er ekki góð tilfinning að vita til þess að maður getur átt það í hættu með að Guð skyrpi manni út úr munni sínum. Við megum ekki vera að eyða tíma í að skammast okkar fyrir að vera Kristinn.
(Lúk.9:26. En þann sem blyggast sín fyrir mig og mín orð mun mannsonurinn blygðast sín fyrir er hann kemur í dýrð sinni og föðurins og heilagra engla.)
Lífið hér á jörðinni er próf hvort við getum lifað í eilífðinni með Guði. Ef við getum ekki lifað hér á jörðinni með Drottni, hvernig ætlumst við þá að lifa með honum í eilífðinni. Það er mjög heimskulegt að hafna lífinu með Guði á jörðinni og ætlast til þess svo að vera hólpin og lifa með honum í eilífðinni. Biblían segir að við séum brúðir Krists. Og allar brúðir þurfa undirbúning fyrir brúðkaup sitt. Ef við erum brúðir Krists að þá þurfum við að elska hann og eiga lífið í honum svo við getum verið hólpin á dómsdag. Við þurfum að hafa augu okkar á Jesú því það er hann sem gefur okkur eilíft líf og frelsar okkur undan oki djöfulsinns.
Ef erfiðleikar koma upp að þá skulum við horfa á Jesú og svo vandamálið. Því Jesús er stærri en vandamálin okkar. Það er hundleiðinlegt að vera kristinn ef maður kemur bara á samkomur og nennir ekki að gera neitt. Við verðum að koma á samkomur með eftirvæntingu og vera hlakkandi til í hjarta okkar og spyrja okkur sjálf hvers vænti ég af þessari samkomu. Ætla ég að fara af samkomunni sem breyttur maður eða ætla ég bara koma bara til þess að koma. Ef við komum ekki með væntingar til Guðs og þrá í hjarta okkar að lofa hann að þá gerist ekkert. Þetta er sama með samfélag okkar við Jesús ef við lesum ekki og biðjum daglega að þá gerist ekkert. Biblían segir að við uppskerum eins og við sáum. Ef við nennum ekki að gera neitt fyrir Guð hvernig getum við þá ætlast til þess að hann geri allt fyrir okkur.
Það er ekki Guðs vilji að við séum bara heimtandi og gefum ekkert af okkur. Við getum ekki litið á Guð sem þjón fyrir okkur þegar okkur hentar og sett hann svo alltaf aftur í vasan. Við erum þjónar Drottins það er hann sem gefur okkur fyrirskipanirnar og við eigum að hlýða. Hver var síðasta fyrirskipun Jesús áður en hann fór af jörðinni? Hann sagði farið út með orðið. Þetta var skipun ef við segumst vera Kristinn að þá skulum við sýna það í verki og hlýða þeim er skóp okkur og kallaði okkur til samfélags við son sinn Jesú Krist. Verum ljós fyrir Jesús því lífið er rétt að byrja þegar þið kynnist honum. Það er rosalega spennandi að fara í trúboð og sjá fólk frelsast og læknast. Það er allveg magnað hvernig Drottinn staðfestir orð sitt með táknum og undrum ef við erum reiðubúinn að fara út með orðið og gera eitthvað fyrir hann.
Mig langar að fá ykkur öll til að lúta höfði því mig langar að biðja Drottinn um að gefa ykkur ástríðu og hungur eftir því að sjá fólk frelsast og að þið fáið hungur eftir því að fylla ykkur af orði Guðs á hverjum degi og að þið fáið ykkar andlegu fæðu frá Guði en ekki heiminum og að þið megið byggja líf ykkar á orði Guðs. Fagnaðarerindið snýst um að fólk frelsist og við verðum að gera eitthvað í því, vegna þess að það eru alltof margir hér á Íslandi á hraðri leið til helvítis og hvað ætlum við að segja við Guð á dómsdag þegar hann spyr okkur hvað við höfum gert fyrir hann? Ætlum við að segja æji ég bara nennti þessu ekki það var svo mikið annað að gera og fá það svar til okkar þú ílli og lati þjónn far þú út í ystu myrkur þar sem gnístran tanna verður og eilíf kvöl og aðskilnaður frá Guði? Eða ætlum við að vera trú í því sem Guð hefur sett okkur í og fá að heyra gott þú góði og trúi þjónn gakk þú inn í fögnuð herra þíns? Ykkar er valið þess vegna vil ég hvetja ykkur til að helga ykkur. Og ef ykkur vantar aðstoð í að læra að biðja og lesa daglega í Biblíunni að þá getið þið alltaf leitað til mín og ég reyni að hjálpa ykkur eftir fremsta megni.
Bæn....... Eftir bænina: Það er eitt gott ráð sem ég vil deila með ykkur áður en stundinni líkur. Það er að við skulum læra af Jesú hvernig hann kom fram við fólk því hann hefur fullkominn kærleika. Við mennirnir erum svo takmarkaðir og komum alltaf til með að gera mistök. Sem þýðir það að við verðum að læra að fyrirgefa hvoru öðru. Takiði Jesú til fyrirmyndar. Allir þurfa að hafa sína fyrirmynd mörg börn hafa yfirleitt teiknimyndapersónur, söngvara eða íþróttamenn sem fyrirmynd og reyna að líkja eftir þeim þannig skulum við hafa Jesú sem fyrirmynd og reyna að líkjast honum á allan hátt. Og hvernig gerum við það jú við lesum í Biblíunni hvernig hann kom fram við fólk og reynum að líkjast honum eins mikið og við getum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.