Andi heimsins

Þegar maður skoðar þjónustu Jesú og þau verk sem hann gerði. Að þá er eitt sem vekur undrun mína til að byrja með. Hann var alltaf að gera það sem gott var, hjálpa þeim sem minna máttu sín, lækna þá sem sjúkir voru oflr. En samt ásakaður allskyns íllsku sem var ekki til í hjarta hans. Enda Guð í holdi klæddur og fullur kærleika til allra manna.

En það sem ég velti fyrir mér að svona er þetta enþá daginn í dag. Hinir kristnu reyna láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum. En verða svo fyrir fordómum af fyrirfram ákveðnum skoðunum annara. Það sem mér finnst svoldið asnalegt, er að umræðum um samkynhneigða, er troðið allsstaðar inn, og við hin kristnu sökuð um að vera dómhörð og íll. Sömu ásakanir og Jesús varð fyrir nema á annan hátt.

En hvað er þá á bakvið þetta? Andi heimsins sem er satan og hans íllu árar eða íllu andar. Satan er stjórnandi jarðarinnar, nema hann er hræddur við hina kristnu því þeir hafa vald yfir honum.  Kól 2:15
Hann fletti vopnum tignirnar og völdin, leiddi þau opinberlega fram til háðungar og hrósaði sigri yfir þeim í Kristi.
Jesús afvopnaði þann ílla á krossinum. Þannig að markmið óvinarins er að reyna þagga niður í hinum kristnu því hann er hræddur við þá. Þá notar hann einstaklinga til þess sem hafa ekki veit fagnaðarerindinu viðtöku til að rífa sig eða kveikir upp deilu á milli hinna kristnu til að vekja upp óeiningu og sundrungu. Þegar það tekst þá fær hann að starfa óhindrað og rústa lífum fólks.

En ég er sannfærður um það að kynvilluandi ræðst mikið gegn hinum kristnu, sérstaklega þegar það kemur að því að boða kærleika jafnt til allra manna. Þá ræðst hann á þann hátt að hann vekur upp reiði og beyskju meðal hina vantrúuðu gegn hinum kristnu. Málið er það að Guð elskar alla menn jafnt en hatar syndina sem býr í manninum.

Kristnir hafa ekki komið með þá hugmynd að samkynhneigðir séu eitthvað annars flokks. Þessu hafa fjölmiðlar blásið upp ásamt öðrum sem vilja þagga niður í þeim sem boða fólki iðrun. Enda er eitt sem mér fannst fyndið varðandi bænagönguna, það sáust ekki fjölmiðlar þar sem voru sýnilegir. Ástæðan var mjög einföld, þetta var of jákvætt fyrir þá og þeir eru hræddir við að fjalla um jákvæða hluti. Enda þunglyndis fréttum dælt yfir landann á hverju kvöldi. Nema Rúv fær plús þeir eru mun jákkvæðari en Stöð 2 og fjalla stundum um jákvæða hluti. En hvað er þá á bakvið þetta allt saman? Jú andi heimsins er við stjórnvölin hjá fjölmiðlum og sér til þess að nógu miklu ógeði og rusli verði dælt yfir fólk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og spáðu í því hvernig fréttirnar yrðu eftir syndaflóðið þegar guddi drap alla án nokkurs tillits til sakleysis eða sektar, án tillits hvort kornabörn létu lífið.
Það yrði rosalegur fréttatími gói minn

P.S Satan er ekki til & ekki guð heldur

DoctorE (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 15:17

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

DoctorE þú trúir ekki á Guð eða hið ílla, á hvað trúir þú þá?

Sigvarður Hans Ísleifsson, 14.11.2007 kl. 15:33

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það velur náttla hver fyrir sig hvort hann segist trúa á Guð eða ekki. En það er innbyggt trúar element í öllum mönnum. Enda erum við sköpuð til að trúa. Það trúa allir á eitthvað þótt sumir beini trú sinni að einhverju öðru en að Guði.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.11.2007 kl. 00:24

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

hugmyndir á við þínar hafa verið reyndar en ekki virkað...  Fara í sund, fá sér göngutúr, fara í ræktina eða gera eitthvað annað... Það virkar bara ekki

Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.11.2007 kl. 00:44

5 identicon

hæhæ Varði :)

 mikið fannst mér þetta frábært Blogg hjá þér og fannst virkilega gaman að hafa rekist á það :)

Guð blessi þig Bróðir í Kristi.

og svona aðeins til að commenta á herra manninn sem hefur lagt skoðun sína við bloggið þitt að þá eru líka margir kristnir sem ekki hafa verið fíklar :)

hafa bara alltaf verið á þeirrar ólukku sem betur fer.

Eins og ég ! sem ólst upp hjá ömmu og afa, fór í sunnudaga skólann og svo bara þessi tíbíski unglingur en fann þegar allt er uppi staðið að hjarta mitt var tómt og hugurinn fullur af spurningum og sem betur fer fann ég Drottinn því líf mitt hefur stórlega auðgast við það.

En Guð blessi þig Sigvarður minn og þig einnig sem commentaði á þessa færslu. :) 

Anita (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 01:43

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Hæ Aníta;)  Varði er reyndar uppnefni sem fer í taugarnar á mér hehehe  en takk fyrir innlitið

Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.11.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband