Er eitthvað sem óvinurin er hræddari við en annað hjá hinum Kristnu?

Það er mjög áhugavert að velta þessu fyrir sér. Hvað er svo óvinurinn hræddari við en annað hjá hinum kristnu? Svarið er í rauninni mjög einfalt. Óvinurinn er hræddastur við tungutalið.

Tungutalið er sú gjöf sem hann hefur lagt sig sem mest frammi við að koma út úr kirkjunni. En hvað er tungutal? Tungutal er bænamál sem Guð lánar okkur til að byggja okkur upp. Þetta er himneskt bænamál. Okkar mannlegi skilningur er of takmarkaður til að skilja áætlun og vilja Guðs með´líf okkar. Þess vegna lánar hann okkur þetta bænamál.

En afhverju er óvinurinn svona hræddur við tngutalið. Það er vegna þess að hann skilur ekki það sem er sagt. Þessi bæn er líka beintenging við Guð eða svona framhjátenging frá öllum skilningarvitum okkar. Það er Heilagur Andi sem biður í gegnum okkur.

Það eru til 4 tegundir tungutals.

1. Tungutal til persónulegrar uppbyggingar. Það tungutal er ætlað öllum. Þegar Heilagur Andi kom á Hvítasunnudag að þá kom hann yfir alla 120 ekki bara suma. Tungutal til persónulegrar uppbyggingar er tungutal sem við höldum út af fyrir okkur sjálf. Páll talar um það að það eigi ekki að tala upphátt tungum fyrir framan aðra nema það sé einhver til að útleggja. Þá á hann við þetta tungutal. Tungutal til persónulegrar uppbyggingar losar okkur við innsta mótþróan í hjarta okkar og gerir okkur djarfari. Við sjáum bara skýrt dæmi um Pétur. Fyrir Hvítasunnudag þegar hann stendur frammi fyrir þeirri raun að afneita Kristi og svo þegar hann stígur fram í krafti Heilags Anda á Hvítasunnudag. Hver er eiginlega munurinn á Pétri þarna? Fyrir Hvítasunnudag hafði Heilögum Anda ekki enþá verið úthelt yfir alla menn. Þann dag sem Pétur afneitar Jesú er hann í sínum eigin mætti. Hann hafði ekki kraft eða djörfung til að játa Jesú sem Drottinn í þessum raunum. En svo skeður það að Hvítasunnudagur kemur og Pétur sem hafði fengið lyklana af fagnarerindinu stígur fram í krafti Heilags Anda og predikar þar sem 3 þúsund manns gefa líf sitt til Krists. Þetta var ekki sami Pétur og var áður fyrr. Tungutalið gerir okkur líka hæfari í þjónustu í Guðsríkinu. Það er það sem gerðist nákvæmlega við Pétur tungutalið losaði um öll höft hjá honum. Hann var ekki lengur hræddur heldur djarfur í að vitna um Jesú Krist. Hann breyttist úr gungu í hugrakkan mann. Þetta er það sem tungutalið gerir við okkur. Það breytir okkur og gerir okkur hugrökk.

2. Tungutal sem birtist á jarðnesku tungumáli. Þetta tungutal kemur þegar útlendingar eru á safnaðarsamkomum og Guð þarf að koma skilaboðum til þeirra. Það hefur komið fyrir að Íslendingur hefur verið á safnaðarsamkomu í Bandaríkjunum. Þar var maður sem stóð upp á samkomunni og talaði reiprennandi íslensku. Íslendingurinn ætlaði svo að fara og tala við þann sem talaði tungum á íslensku. Íslendingurinn byrjar að tala við hann á íslensku en gaurinn skildi ekki upp né niður hvað hann var að segja. Síðan er annað dæmi um þetta tungutal. Einu sinni voru trúboðar í Afríku sem var búið að handtaka. Heilagur Andi sagði einum að tala í tungum og hann talaði í tungum. Síðan sagði Heilagur Andi honum að stoppa, hann stoppar og einn hermaður talar á móti, síðan talar hann aftur tungum og þeim er sleppt. Þarna varð tungutalið til þess að þessir trúboðar þurftu ekki að fara í fangelsi.

3. Tungutal til fyrirbæna. Að vera í fyrirbæn er ekki bara að leggja hendur yfir fólk heldur líka að vera í bæn fyrir fólki. Það getur verið að þú sért að biðja fyrir einhverjum og veist ekki allveg hvað þú átt að biðja fyrir þessu einstaklingi en Heilagur Andi veit það. Það hefur komið fyrir að ég hafi vaknað um nótt til að biðja fyrir fólki en ekki allveg vitað hvað það væri sem ég ætti að biðja fyrir. Þá hef ég beðið í tungum því Heilagur Andi veit alltaf hvers á að biðja hverju sinni. Eitt dæmið er að ég vaknaði 3 sinnum upp eina helgina til að biðja fyrir vini mínum. Ég spurði hann um þetta og sagði svo tímasetningarnar. Öll 3 skiptin var hann að taka inn dauðaskammta af eyturlyfjum en þau virkuðu ekki á hann. Annað skitpið er þegar ég var í Biblíuskóla og þetta var á mánudagsmorgni. Á mánudögum var frídagur og þennan morgun ætlaði ég sko að sofa út. En ég vaknaði upp til að biðja fyrir nemendum sem voru að koma frá vopnafirði. Eina sem ég vissi var að biðja um vernd Guðs yfir þau og notaði tungutalið. Ég hafði svo strax samband við þau hvort eitthvað hafði skeð. Það sem skeði var að það var hestur á veginum sem stefndi beint á bílinn en þau höfðu ekki hugmynd hvernig þau komust framhjá hestinum því þetta var á svona vegi sem er við fjall.

4. Spámannlegt tungutal. Það er tungutal þar sem einn kemur fyrir framan allan söfnuðinn og talar tungum og síðan annar kemur og útleggur. Biblían segir að ekki tala allir tungum að þá á hún við það í þessu samhengi. Þá á ég við að allir hafa tungutal til persónulegrar uppbyggingar en það er ekki öllum gefið að tala spámannlegt tungutal og útleggja. Spámannlegt tungutal er til að byggja upp söfnuðinn í heild sinni. Þá á ég við að tungutal til persónulegrar uppbyggingar er bara fyrir einstaklinginn sjálfan. En Spámannlega tungutalið til að byggja upp allan söfnuðinn.

Við sjáum það að tungutalið gerir gæfumunin í trúargöngu okkar. Þegar við göngum fram í þessari gjöf að þá verður óvinurinn hræddar við okkur. Þess vegna hefur hann haft sig allan við að koma þessu út úr kirkjunni svo að hún verði máttlausari. En ég nota tungutalið mikið og er bara ánægður með að óvinurinn skuli fá niðurgang þegar hinir kristnu ganga fram í þessari gjöf...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hver er óvinurinn?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.12.2007 kl. 19:13

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

satan = andstæðingur        satan er óvinur hina kristnu...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 2.12.2007 kl. 22:39

3 identicon

 TUNGUTAL,  fannst mér skrítið að heyra er ég heyrði ÞAРí fyrsta sinn. Ég eiginlega áttaði mig ekki á migilvægi þess  þá.   Mörg ár eru SÍÐAN. En nú er ég farinn að heyra það notað miklu oftar. Ég SKIL ÞAÐ EKKI ENÞÁ,  EN ÉG VEIT OG SKIL AÐ ÞVÍ FYLGIR MIKIL BLESSUN. NÆRVERA ÆÐRI MÁTTAR. ÉG VAR ÞANNIG AÐ ÉG VARÐ AÐ VITA ALLT AF EIGINN RAMMLEIK,EN NÚ VEIT ÉG AÐ ÉG ÞARF EKKI AÐ STREÐA VIÐ ÞAÐ. MÉR FINNST GOTT AÐ VERA Í NÁLÆGÐ TRÚAÐS FÓLKS SEM ER LEITT AF GUÐI. AMEN.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 06:05

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Amen... Það er mikill leyndardómur að tala tungum:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 3.12.2007 kl. 11:57

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já þú meinar, hélt að satan væri ekki til.  Ég býst við að satan sé myndlíking fyrir alla þá illsku í heimnum eða hvað?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.12.2007 kl. 12:59

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Satan er fallinn engill og er eilíflega fallinn. Það þýðir að hann hefur fengið sinn dóm. Guð hefur ákveðið stað fyrir hann sem kallast hel, hel þýðir staður eilífrar refsingar og kvalar. satan hatar Guð og hans markmið er að mannfólkið glatist eins og hann. Þá á ég við að Satan er komin til að stela slátra og eyða. Markmið Jesú er að gefa eilíft líf og frelsa þá sem eru fjötraðir. Þannig að það ílla sem í heiminum er frá satan og hans íllu öndum... Ég get svo sem skrifað blogg um fall satans og hver hann var áður en hann féll...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 3.12.2007 kl. 16:21

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

En ef hann er fallinn þarf hann þá ekki hjálp til að rísa aftur, aðstoð og umburðalyndi.  Þarf hann að vera óvinur?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.12.2007 kl. 16:33

8 identicon

Ef satan er fallinn engill og tungnatal er himneskt bænamál ætti hann þá ekki að skilja það? maður tapar ekki málakunnáttu við að verða rekinn að heiman.

Eða er tungnatal þá nýtt bænamál? Sér gert til að hann skilji það ekki? Sem fallinn engill og "hatar" guð ætti hann ekki að geta lært málið eða fengið einhvern til að þýða eða kenna sér það. Við erum jú að tala um "Óvininn". Samkvæmt ykkur er hann mjög undirförull og er alltaf að freista manns með alls konar brellum. Gæti þá tungnatal verið brella frá honum til að skemma fyrir okkur leiðina til guðs? Ég meina hvernig vitið þið það fyrir víst að það sem þið eruð að segja sé frá guði komið? Menn falla í trans á svona samkomum og tala tungum hef ég heyrt. Var fólk ekki brennt fyrir þetta af einmitt "sann kristnum" fyrir ekki svo löngu síðan?

Þetta er allt mjög grunsamlegt finnst mér. Ekki það að ég veit það og þarf ekki neina gerfisögukennslu til að vita að Satan er manngerð grýla til að hafa stjórn á fólki og hræða það til hlýðni. Sem er auðvitað langt frá því að vera leiðin til guðs. En ef þetta er það sem kemur ykkur í gegnum daginn þá er það fínt.

Ég kýs að sleppa milliliðum og falsspámönnum eins og þessum. Það er bara svo fáránlegt að guð almáttugur skapari himins og jarðar eigi óvin sem hann er í stöðugri baráttu við. Ætti hann ekki að geta séð um einn engil sem ætlaði að skemma fyrir honum? Og af hverju er gengið út frá því að guð refsi? Af hverju er hel til? hvaða tilgang þjónar það? Ef guð vill að við förum til paradísar þá förum við þangað öll. Ekki bara sumir byggt á hvað við gerum í einu lífi. Ég meina eilífðar kvalir fyrir það sem gerist á 40-70 árum? það er augnablik fyrir heiminn.

Gott Nanna með umburðalindið og hjálpina við að rísa aftur.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 17:01

9 Smámynd: Ingvar Leví Gunnarsson

Sæll Sigvarður

Það er alltaf jafn gaman finnst mér að lesa færslurnar þínar, oft mjög fræðandi og skemmtilegar. Tungutal er gjöf frá Guði, það er okkar að taka á móti eða hafna.

Stendur í Jóhannes 4:1  1Þið elskuðu, trúið ekki öllum sem segjast hafa andann, reynið þá heldur og komist að því hvort andinn sé frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn. 2Af þessu getið þið þekkt anda Guðs: Sérhver andi, sem játar að Jesús sé Kristur kominn sem maður, er frá Guði.

Þarna er einfalt svar við því hvernig hægt er að þekkja andann, hvort hann sé frá Guði kominn eða einhverjum öðrum.

Ahh meðan ég man líka Sigvarður..! Get ég komið og sótt forritið hjá þér einhvertímann?

Ingvar Leví Gunnarsson, 3.12.2007 kl. 21:14

10 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

já getur það

Sigvarður Hans Ísleifsson, 3.12.2007 kl. 21:22

11 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk fyrir þessa grein Sigvarður, tungutal er einmitt tungumál Heilags anda. Heilagur andi er sá sem Jesús sendi í sinn stað. Jesús sagði einmitt, að heimurinn þekkti hann ekki og gæti ekki séð hann. Eins og komment Nönnu og Gissurs sýna. Það er erfitt að meta eitthvað og reyna lýsa einhverju sem maður hefur aldrei upplifað.

Þegar við höfum séð fólk hreinlega fjötrað af djöflinum, svo djúpt sokkið að það reynir jafnvel að tortíma sjálfum sér og það ungt fólk og það segir frá því hvað það er að upplifa, þá virkilega sjáum við að það er tilraunverulegur djöfull.  Og ég hef enga meðaumkun með honum.

Kristinn Ásgrímsson, 5.12.2007 kl. 17:53

12 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Get ekki stillt mig um að bæta hér aðeins við, vegna vægast sagt sérkennilegrar hugmyndafræði, sem kannski á að vera grín, ég vona það a.m.k.

Nanna segir:

Já þú meinar, hélt að satan væri ekki til.  Ég býst við að satan sé myndlíking fyrir alla þá illsku í heimnum eða hvað?

En ef hann er fallinn þarf hann þá ekki hjálp til að rísa aftur, aðstoð og umburðalyndi.  Þarf hann að vera óvinur?

Nanna, Viltu virkilega veita allri illsku heimsins framgang og hlúa að henni ?

Kristinn Ásgrímsson, 5.12.2007 kl. 20:09

13 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Gissur samkvæmt því sem ég trúi að þá var tungutalið gefið á Hvítasunnudag. En varðandi dóm satans og íllu andana að þá fá þeir ekki tækifæri til iðrunar. Afhverju svo er? veit ég ekki... En ég veit að satan gerði uppreisn gegn Guði ásamt einum þriðja englum himins og trúði vitleysunni í sjálfum sér að hann gæti orðið meiri en Guð... Það sem er heimskast við þetta að sköpunin reyndi að vera meiri en skaparinn. Því má segja ef einhver hefur fengið heimska hugmynd að þá var það satan (Lúsifer) en ég skal reyna henda inn bloggi um fall satans.. ég er bara á næturvöktum núna og ekki mikill tími til skrifa...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 6.12.2007 kl. 07:51

14 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Takk fyrir þetta Kiddi.. ég var samt að hugsa um daginn að í rauninni er til fimmta tegundin af tungutali og það er lofgjörðartungutal. Ég hef fengið þannig þegar ég hef verið að syngja og það var allt öðruvísi en hin tungutölin...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 6.12.2007 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband