Hvað er að tilheyra
15.1.2008 | 09:16
Hvað er það að tilheyra einhverju? Fyrir mér er það að vera hluti af einhverju. Ef ég tilheyri fjölskyldu að þá er ég hluti af henni. En líður manni alltaf eins og maður tilheyri einhvers staðar? Það held ég ekki. Alltaf þegar ég var yngri að þá fannst mér ég vera öðruvísi og tilheyra ekki neins staðar. Mér fannst ég ekki passa inn neins staðar á neinn hátt. Kannski ekki fyrr en ég fór að drekka áfengi að þá fannst mér ég vera eins og hinir. Eða að minnsta kosti í smátíma þar til vínið hætti að virka og dópið tók við og það hætti að virka líka. En hver var þá lausnin? Guð. Ef við höfum verið utangáttar eða týnd eins og sagt er að þá er það svo merkilegt að þegar maður veitir Jesú Kristi viðtöku inn í líf sitt sem Drottinn og frelsara að þá verður maður Guðsbarn. Maður tilheyrir þá Guði og ekki bara Guði heldur nýrri fjöskyldu.
1Kor 12:12
Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur.
Það að tilheyra Guði sem elskar mann án skilyrða er forréttindi. Því að þegar maður fer að þakka Guði fyrir að tilheyra honum og vera hans barn að þá hverfur þessi ótti við höfnun. Því að Drottinn hafnar okkur ekki þótt við séum breysk og klikkum oft ílla á því. Þegar við höfum gefið honum líf okkar að þá lætur hann sér annt um okkur. Og þar sem við tilheyrum kristi að þá agar hann okkur líka. Það að tilheyra Guði þýðir líka það að maður þarf að mótast inn í hans fjölskyldu og finna sitt hlutverk innan líkamans sem er kirkjan. Hver er kirkjan? Það er ég og þú. Það er alltaf gott og allveg nauðsynlegt að eiga sitt andlega heimili sem er söfnuður.
Þetta snýst svoldið um að tilheyra. Þegar unglingar eru að kaupa sér föt og láta klippa sig flott og eiga flottan síma eða eiga hitt og þetta að þá er það oft til þess að reyna tilheyra og vera meðtekin. Ef þú ert ekki svona og hins eigin að þá er þér hafnað eða þú flokkaður eða flokkuð eftir efnahag þínum. En þú þarf ekki að eiga ákveðin föt, eða eignir til að tilheyra Guði. Þú þarft bara að veita Kristi viðtöku inn í hjarta þitt og þá tilheyrir þú Guði. Þetta er bara ein ákvörðun um að fylgja Guði. Guð hafnar engum sem til hans leytar. En það má vera að aðrir hafni þér af því að þú ert ekki eins og þeir. Þannig að ég spyr hverjum tilheyrir þú?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.