Hver er munurinn á plani Drottins og plani satans fyrir líf okkar?
17.1.2008 | 08:07
Jóh 10:10
Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð.
Fyrir mér er það afskaplega einfald að skilja munin á þessu tvennu. Sumir hafa reynt að koma með þá kenningu að þjófurinn í þessu tilviki sé ekki satan heldur menn sem komu á undan Jesú. Sú kenning er allfarið röng. Þara er aðeins talað um þjófin í eintölu. Hver er þessi þjófur? Satan heitir hann. Nafnið satan þýðir andstæðingur. Gegn hverjum er hann þá andstæðingur? Jú þér og öllu því sem Guð hefur skapað.
Satan hét eitt sinn Lúsifer og var engill á himnum. Guð hafði gefið honum miklar gjafir og hann hafði mikla ábyrgð á himnum sem verndarkerúb (kerúb er engill) Hann hafði það hlutverk er sagt að gæta sálnana sem áttu eftir að koma á jörðina og í mennina. Sagt er að hann hafi átt að segja þeim að tilbiðja Guð. En þegar hann fór að ofmetnast að þá fór hann að segja sköpun Guðs að tilbiðja sig og vildi reisa hásætti sitt ofar hásæti Guðs. Hann gerði uppreisn á himnum ásamt einum þriðja englum himins. Frammi fyrir Drottni var þetta allvarlegt brot og afleiðingin varð sú að Lúsifer var varpað niður ásamt einum þriðja hluta englum himins. Í dag kallast Lúsifer satan því hann er fallinn engill og getur alldrei snúið aftur inn í himininn. Hvorki hann né hinir englarnir sem kallast íllir andar og eru líka fallnir englar.
Satan hatar Guð og allt sem hann hefur skapað. Áætlun Satans með þitt líf er að þú missir af því sem hann missti af og það er eilífð með Guði. Sumir hafa komið með því mynd af satan að hann sé ljótur með horn og annað. En það er allgjörlega röng mynd. Því að Lúsifer var einn fallegasti engillinn á himnum. Meira segja er ein af þeim aðferðum sem hann notar er að fá fólk til að hugsa frekar um ytra útlit en það sem kemur innan frá. Fólk nú til dags er mun meira upptekið af sjálfsdýrkun á fegurð sinni og holdi en áður fyrr. Það er vegna þess að satan stráir því í huga fólks að það sé útlitið sem skiptir öllu sem er rangt. Þannig að markmið satans með þitt líf er að stela því af þér sem þér er ætlað í eilífðinni með Guði, hans markmið er að stela af þér hamingjunni, hans markmið er að stela öllu af þér sem þér er kært um. Hans markmið er að slátra þér, fjötra þig eins mikið og hægt er, hvort sem það birtist í eiturlyfjafíkn, áfengisfíkn, matarfíkn, klámfíkn, kynlífsfíkn, spilafíkn eða hvaða mannskemmandi hegðun sem slátrar lífi þínu eða hefur skaðleg áhrif á líf þitt. Hans markmið er að eyða þér , fá þig til að taka þitt líf, fá þig til að deyða aðra, fá þig til að skemma líf annara, berja, misnota og allt það sem hefur eyðandi áhrif á líf annara. Hans áætlun er ekki góð og hefur ekkert bjart framundan. Hann hefur platað marga tónlistarmenn og auðmenn til þess að selja sér sálu sína fyrir frægð og frama. Þeim vegnar vel í ákveðin tíma en svo fer allt niður á við og líf þeirra í rúst.
Jesús sagði að hann væri komin til þess að veita okkur líf , líf í fullri gnægð. Hver er þá áætlun Guðs með okkar líf? Í fyrsta lagi skapaði Guð okkur fyrir sig og til samfélags við sig. Hann skapaði okkur til þess að uppfylla ákveðin verkefni hér á jörðinni og til að þroskast í þá mynd sem okkur er ætlað að verða, sem er í hans mynd.
Jer 29:11
Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður segir Drottinn fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.
Áætlun Guðs er að við séum hamingjusöm, að við eigum vonarríka og bjarta framtíð. Áætlun Guðs er að við náum að skara fram úr og náum afgerandi árangri í því sem við gerum. Áætlun Guðs með líf okkar er allt það besta fyrir okkur. Að gefa okkur eilíft líf á himnum, að setja okkur frjáls frá því sem satan hefur fjötrað okkur með. Að við séum frjáls og ekkert sem hefur eyðileggjandi áhrif á líf okkar, hafi tök á okkur. Að við getum átt samskipti við hann og menn. Guð hefur gott plan fyrir okkur..
Hvoru planinu vilt þú vera í?
Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð.
Fyrir mér er það afskaplega einfald að skilja munin á þessu tvennu. Sumir hafa reynt að koma með þá kenningu að þjófurinn í þessu tilviki sé ekki satan heldur menn sem komu á undan Jesú. Sú kenning er allfarið röng. Þara er aðeins talað um þjófin í eintölu. Hver er þessi þjófur? Satan heitir hann. Nafnið satan þýðir andstæðingur. Gegn hverjum er hann þá andstæðingur? Jú þér og öllu því sem Guð hefur skapað.
Satan hét eitt sinn Lúsifer og var engill á himnum. Guð hafði gefið honum miklar gjafir og hann hafði mikla ábyrgð á himnum sem verndarkerúb (kerúb er engill) Hann hafði það hlutverk er sagt að gæta sálnana sem áttu eftir að koma á jörðina og í mennina. Sagt er að hann hafi átt að segja þeim að tilbiðja Guð. En þegar hann fór að ofmetnast að þá fór hann að segja sköpun Guðs að tilbiðja sig og vildi reisa hásætti sitt ofar hásæti Guðs. Hann gerði uppreisn á himnum ásamt einum þriðja englum himins. Frammi fyrir Drottni var þetta allvarlegt brot og afleiðingin varð sú að Lúsifer var varpað niður ásamt einum þriðja hluta englum himins. Í dag kallast Lúsifer satan því hann er fallinn engill og getur alldrei snúið aftur inn í himininn. Hvorki hann né hinir englarnir sem kallast íllir andar og eru líka fallnir englar.
Satan hatar Guð og allt sem hann hefur skapað. Áætlun Satans með þitt líf er að þú missir af því sem hann missti af og það er eilífð með Guði. Sumir hafa komið með því mynd af satan að hann sé ljótur með horn og annað. En það er allgjörlega röng mynd. Því að Lúsifer var einn fallegasti engillinn á himnum. Meira segja er ein af þeim aðferðum sem hann notar er að fá fólk til að hugsa frekar um ytra útlit en það sem kemur innan frá. Fólk nú til dags er mun meira upptekið af sjálfsdýrkun á fegurð sinni og holdi en áður fyrr. Það er vegna þess að satan stráir því í huga fólks að það sé útlitið sem skiptir öllu sem er rangt. Þannig að markmið satans með þitt líf er að stela því af þér sem þér er ætlað í eilífðinni með Guði, hans markmið er að stela af þér hamingjunni, hans markmið er að stela öllu af þér sem þér er kært um. Hans markmið er að slátra þér, fjötra þig eins mikið og hægt er, hvort sem það birtist í eiturlyfjafíkn, áfengisfíkn, matarfíkn, klámfíkn, kynlífsfíkn, spilafíkn eða hvaða mannskemmandi hegðun sem slátrar lífi þínu eða hefur skaðleg áhrif á líf þitt. Hans markmið er að eyða þér , fá þig til að taka þitt líf, fá þig til að deyða aðra, fá þig til að skemma líf annara, berja, misnota og allt það sem hefur eyðandi áhrif á líf annara. Hans áætlun er ekki góð og hefur ekkert bjart framundan. Hann hefur platað marga tónlistarmenn og auðmenn til þess að selja sér sálu sína fyrir frægð og frama. Þeim vegnar vel í ákveðin tíma en svo fer allt niður á við og líf þeirra í rúst.
Jesús sagði að hann væri komin til þess að veita okkur líf , líf í fullri gnægð. Hver er þá áætlun Guðs með okkar líf? Í fyrsta lagi skapaði Guð okkur fyrir sig og til samfélags við sig. Hann skapaði okkur til þess að uppfylla ákveðin verkefni hér á jörðinni og til að þroskast í þá mynd sem okkur er ætlað að verða, sem er í hans mynd.
Jer 29:11
Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður segir Drottinn fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.
Áætlun Guðs er að við séum hamingjusöm, að við eigum vonarríka og bjarta framtíð. Áætlun Guðs er að við náum að skara fram úr og náum afgerandi árangri í því sem við gerum. Áætlun Guðs með líf okkar er allt það besta fyrir okkur. Að gefa okkur eilíft líf á himnum, að setja okkur frjáls frá því sem satan hefur fjötrað okkur með. Að við séum frjáls og ekkert sem hefur eyðileggjandi áhrif á líf okkar, hafi tök á okkur. Að við getum átt samskipti við hann og menn. Guð hefur gott plan fyrir okkur..
Hvoru planinu vilt þú vera í?
Athugasemdir
Sæll Sigvarður. Ég var búin að setja inn athugasemd hér fyrir neðan en eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá mér. Þessi pistill og hinir hér fyrir neðan eru frábærir og ég vona að margir lesi þá þó að fólk skrifi ekki athugasemdir. Haltu áfram í Jesú nafni.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 14:48
takk fyrir það:) ég held bara að þessi blogg sem hafa verið undanfarið séu þannig að það sé ekki auðvelt að komenta á þau... En maður reynir að gera sitt besta:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 17.1.2008 kl. 16:36
Ég á bara mína barna trú ég trúi á guð og krist svo hefur bænin mikið hjálpa mér. Takk fyrir góðan pistill.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2008 kl. 17:21
Sæll aftur. Ég er ennþá að læra á kerfið og þetta hefur komið fyrir hjá mér áður. Sérstaklega þegar ég ætla að skrifa athugasemdir á fleiri pistlum hjá sama höfundi í sama skipti.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 17:38
Frábært.
Heiða Þórðar, 17.1.2008 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.