Að henda því burt sem skemmir fyrir.

Eitt af því sem skitpir miklu máli er þegar fólk á samskipti að það keppist eftir því að vinna því að þau séu góð og friðsamleg. Þegar leiðindi koma upp að leysa þá málin strax og vera alltaf fyrri til að leita sátta. Ég las í góðri bók að þegar maður er fyrri til að leita sátta og hlustar á það sem hinn hefur fram að færa og biðst svo afsökunar á sínum hlut, að þá er eins og það sé búið að afvopna deilurnar eða stríðið á milli þeirra. Þá á ég við að vopnin eru lögð niður sem eru ásakanir og það sem gert er, er játað og fyrirgefning á sér stað.


En hvað með aðila sem valda sundrungu og vinaskilnaði hvar sem þeir fara um? Á maður alltaf að umbera þá og leyfa þeim að koma upp um hlutina? Það sem mér finnst rétt í þessu og það sem mér hefur verið ráðlagt og það er að opinbera þá sem vilja ekki snúa sér frá svona verkum sínum. Biblían segir að menni muni skyndilega verða knosaðir.Það þýðir það að þeir munu verða opinberaðir láti þeir ekki af íllum verkum sínum.


Samanber Byrgismálið þar varð að opinbera það sem var gert í leyndum því þar var enga iðrun að finna og til þess þurfti hugrekki þeirra aðila sem komu þar nærri. Biblían segir eigið engan þátt í verkum myrkursins heldur miklu fremur flettið ofan af þeim. Í þessu tilviki núna er að ræða aðila sem verður ekki nafngreindur en ávextirnir af því sem hann hefur verið að gera er sundrung. Það eru stanslaust að koma upp lygar og leiðindi í kringum hann, þrátt fyrir margar aðvaranir. Ég hef sjaldan lent í eins miklu rugli á stuttum tíma eins og þegar ég fór að umgangast þennan aðila í góðri trú um að hann hefði allan vilja til að bæta ráð sitt. Ég hef ekki séð nein merki þess hjá honum að hann vilji breytast eða bæta ráð sitt. En núna er svo komið fyrir honum að ég hylmi ekki yfir honum lengur né ver hann og fer til allra þeirra sem hann hefur verið að bera upp á lygar og koma í vandræði, líkt og hann hefur gert gagnvart mér.


Eflaust gæti einhver farið að hugsa að ég sé í einhverjum hefndarhug. En svo er alls ekki. Maður á ekki að hylma yfir öðrum né samþykja þeirra röngu verk. Sérstaklega þegar það er að skemma mjög mikið út frá sér og menn vilja ekki iðrast. Biblían segir að garðarnir séu í blóma og það þurfi að ná refunum sem fara inn í þá og reyna að skemma þá. Það þýðir það að það þarf alltaf að uppræta hið ílla. Vonandi verður þetta fyrir þennan aðila að hann bæti ráð sitt og geri eitthvað í sínum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll Sigvarður, þetta er rétt hjá þér að myrkur á enga samleið með ljósi. En það þarf að fara mjög varlega í þessu máli. Ekki ana að neinu í óðagáti. Guð blessi þig í Jesú nafni.

Aðalbjörn Leifsson, 18.1.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það en ég er búin að gera það sem mér finnst Guð hafa lagt á mig að gera í þessu máli og núna sér Guð um þetta;)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 18.1.2008 kl. 20:22

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður. Biddu Guð að gefa þér visku inní öll mál sem þarf að útkljá 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.1.2008 kl. 01:45

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Takk fyrir það.. það er það sem ég reyni að leyta ráða hjá Guði annars hefði ég ekki náð að gera það sem ég átti að gera í dag

Sigvarður Hans Ísleifsson, 19.1.2008 kl. 02:45

5 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Einhverstaðar held ég vissulega að þetta sé rétt, aðskilnaður við syndina er Guði þóknanlegur, þó skiptir svosem minnstu máli hvað mér finnst og meira hvað Guði finnst.  Ég bið með enda þekki ég marga sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls og marga sem féllu frá leiðinni vegna hans.  En einhverstaðar er til fullkomið plan og vegur Drottins fyrir þig ... og hann líka.

Ragnar Kristján Gestsson, 19.1.2008 kl. 17:29

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ég er í áætlun Guðs og á þeim stað sem mér er ætlað að vera. En málið gagnvart þessum einstaklingi er uppgert að minni hálfu og núna sér Guð um þetta þar sem ég gerði minn part. En það má bæta við þetta að Jesús lagði mikla áherslu á einingu á milli okkar þegar hann bað bænina í getsemane og blóðdropar runnu niður andlit hans í gegnum svitaholurnar. Frammi fyrir Drottni skiptir eining miklu máli. Biblían segir að þegar sundrungarmenn séu til staðar og láta ekki segjast þrátt fyrir 2 aðvaranir að þá eigi að uppræta þá úr söfnuðinum. Drottinn skapaði okkur til þess að eiga samskipti við sig og aðra og því skiptir máli að maður vinni að því og keppist af því að samskiptin verði sem kærleiksríkust og í einingu.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 20.1.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband