Veikleikar

Eru veikleikar eitthvað slæmir? Menn eru oftast uppteknir af styrkleik sínum. Síðan þegar það kemur að veikleikum að þá verður fólk oft yfirborðskennt og þykist hafa allt í lagi. En til að afhjúpa þessa yfirborðskennd að þá er það veikleiki að haga sér svona.


Að þekkja veikleika sína og takmörk og játa þá sýnir styrkleik. Veikleikar og brestir eru til að takmarka okkur svo við verðum ekki hrokafull og séum með þetta hugarfar ég þarfnast þín ekki. Það hafa allir veikleika og þurfa á öðrum að halda. Ég hef sjálfur verið á þeim stað þar sem ég taldi mig vera það sterkan að ég þyrfti ekki á öðrum að og að ég gæti þetta sjálfur. En svo kom að þeim tímapunkti að ég var búin að ofkeyra mig og fara langt yfir þau mörk sem ég þoldi. Á þeim tíma punkti varð ég að gefast upp og játa það að ég er enginn súperman.


Starf mitt fólst í því að vera hjálpa öðrum og byggja aðra upp.

En í gegnum þetta hef ég lært að það er allt í lagi að hafa veikleika. Veikleikar og brestir eru ekki synd. Þeir eru bara til að takmarka mig og sýna mér að ég þarf á Guði að halda. Páll Postuli segir að máttur Krists fullkomnist í veikleika okkar. Páll var hreinskilinn og var ekkert að fela það að hann hefði veikleika, að hann hefði orðið hræddur oflr.


Leyndarmálið er það að Guð notar einstaklinga sem játa veikleika sýna og játa það að þeir þurfi á honum að halda á miklu stórkostlegri hátt en aðra. Það að vera yfirborðskenndur og þykjast hafa allt í lagi hindrar það að Guð geti notað mann á þann hátt sem hann vill. Hvernig getur máttur Guðs fullkomnast í veikleikum þínum ef þú ert ekki tilbúin að játa þá.


Það er líka einn ákveðinn léttir í því að vera takmarkaður. Ég þarf ekki að vera fullkominn, ég þarf ekki að geta gert allt rétt. Ég má bara vera ég sjálfur með kostum og göllum. Guð segir að allt hafi sinn tíma. Hann tekur sér sinn tíma í að breyta okkur. En sigur í lífi okkar hefst alltaf á uppgjöf gagnvart sjálfum okkur að við getum þetta ekki ein.


Ég varð frjáls frá, vímuefnum, síkarettum, klámi, lauslæti, ofbeldishneigð, lýgi, þjófnaði, óheiðarleika oflr með því að játa það að ég gæti ekki hætt þessu sjálfur og væri vanmáttugur. Ef ég hefði ekki viljað játa vanmátt minn og minn takmarkaða kraft að þá væri ég ekki frjáls frá þessum hlutum. Án Guðs að þá erum við ekki neitt. Það mun koma að þeim tímapunkti í lífi þínu þar sem þú sérð að þú getur þetta ekki ein(n). Hættu að rembast og leyfðu Guði að hjálpa þér með það sem þú getur ekki gert.


Guð notar þá mest sem viðurkenna veikleika sína, Gídeon var kjúklingur og skíthrlddur og leit á sig sem aumingja en Guð breytti honum í hugrakkan mann, Móse var skaphundur og morðingi en Guð breytti Móse í einn mesta leiðtoga allra tíma. Davíð konungur var hórkall en hann varð maður eftir hjarta Guðs því hann viðurkenndi veikleika sína og játaði það frammi fyrir Drottni að hann þyrfti á honum að halda. Páll fékk meiri opinberun á fagnaðarerindið en nokkur annar því hann játaði veikleika sína og var hreinskilinn. Pétur var hrokatittur en varð að kletti. Jóhannes var sonur hrokafulls manns og var það eflaust sjálfur en hann varð að postula kærleikans.


Þannig að það eru hér skýr skilaboð til þín, hættu að fela veikleika þína og leyfðu Guði að eiga við þá og gera eitthvað stórkostlegt úr þér svo þeir sem telja sig sterka verði orðlausir og sjái mátt Guðs starfa í lífi þínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigvarður.

Þetta er aldeilis góður pistill hjá þér.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 03:01

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 5.2.2008 kl. 13:12

3 identicon

Til hamingju með að hafa losnað undan þessum leiðindalífsstíl .

Gangi þér vel á beinu brautinni . 

conwoy (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður. Frábær grein. Guð blessi þig kæri trúbróðir. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.2.2008 kl. 23:34

5 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Gott mál, elska söguna af Gídeon sem þú vitnaðir í þarna fyrir ofan: engillinn heilsar honum: „hæ hrausta hetja (enn eitt dæmi þess hve Guð sér okkur öðruvísi en við sjáum okkur) og Gídeon byrjar strax að sífra: æææææææóóóóóó

Ragnar Kristján Gestsson, 7.2.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband