Karakter
8.2.2008 | 09:57
Þegar ég var á ferðinni í gær rakst ég á nokkra unga krakka. Þessir krakkar voru að spjalla saman en það sem ég tók eftir var karakter þeirra. Mér fannst karakter þeirra allveg magnaður. Þau sátu þarna 4 saman og voru að spjalla um lífið og veginn og voru að tala um að fara í bíó sem þau hafa eflaust gert.
Það sem ég fór að velta fyrir mér var það að vera bara einn karakter. Við erum oft svo gjörn á það að vera breytileg, bara eftir því hvað hentar og í hvaða aðstæðum við erum í. Maður er þessi ljúfi og góði strákur þegar stelpur eru nálægt og oft var það í gamla daga góð leið til að ná þeim í bólið. En núna er öldin önnur. Þegar maður var í kringum vini sína að þá var maður svoldill töffari og ekki allveg tilbúin að sýna mjúku hliðina því það gæti verið of hallærislegt að vera mr nice guy þegar þeir sjá til.
En þegar maður var fullur eða dópaður að þá var maður eflaust karakterslaus. Því maður stjórnaðist af því hversu ástandið á manni var hverju sinni.
Síðan eru eflaust flestir með þennan yfirborðskennda karakter sem segir að það sé allt í fína lagi og setur upp gervi brosið til að fela skítinn. Það að fara stundum inn á samkomur getur verið eitt stórt leikrit. Allir eru að keppast um að líta vel út og hafa hlutina í lagi. En þannig kirkjur eru máttlausar kirkjur. Sönn kirkja sem hefur sterka karaktera er kirkja sem játar veikleika sína og þar sem fólk hjálpar hvoru öðru.
Afhverju ekki bara að æfa sig að vera maður sjálfur með kostum og göllum? Það er jú bara til eitt eintak af manni sjálfum. Eflaust þú sem lest þetta kannast líka við þetta... En að vera margir karakterar hefur svoldið með sjálfsmyndina að gera. Maður er hræddur um álit annara og hagræðir hlutunum þannig að maður er eins og maður heldur að fólk vilji hafa mann. Ég hef allavegana ákveðið að vera bara ég sjálfur og æft mig mikið í því. Það breytir mig engu máli þótt fólk sé mér ósammála eða sig eitthvað við mig. Það breytir því ekkert hvernig ég lít á mig. Áður fyrr að þá hafði það áhrif á mann hvað var sagt, hvort sem það var neikvætt eða jákvætt um mann sjálfan.
Margir eiga sér fyrirmyndir og vilja verða sem líkastir þeim. En oftast eru þessar fyrirmyndir fólk sem er með allt niður um sig í lífinu þótt það sé frægt. Frægðin hefur skemmt mörg mannslíf og er ekki þess virði að sækjast eftir. Það er þess virði að sækjast eftir því að kynnast sjálfum sér og vera maður sjálfur...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.