Fyrirbæn Jesú í Getsemane

 

Jóh 17:1-26

-1- Þetta talaði Jesús, hóf augu sín til himins og sagði: Faðir, stundin er komin. Gjör son þinn dýrlegan, til þess að sonurinn gjöri þig dýrlegan.-2- Þú gafst honum vald yfir öllum mönnum, að hann gefi eilíft líf öllum þeim, sem þú hefur gefið honum.-3- En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.-4- Ég hef gjört þig dýrlegan á jörðu með því að fullkomna það verk, sem þú fékkst mér að vinna.-5- Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til.-6- Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum, sem þú gafst mér úr heiminum. Þeir voru þínir, og þú gafst mér þá, og þeir hafa varðveitt þitt orð.-7- Þeir vita nú, að allt, sem þú hefur gefið mér, er frá þér,-8- því ég hef flutt þeim þau orð, sem þú gafst mér. Þeir tóku við þeim og vita með sanni, að ég er frá þér út genginn, og trúa því, að þú hafir sent mig.-9- Ég bið fyrir þeim. Ég bið ekki fyrir heiminum, heldur fyrir þeim sem þú hefur gefið mér, því að þeir eru þínir,-10- og allt mitt er þitt og þitt er mitt. Í þeim er ég dýrlegur orðinn.-11- Ég er ekki lengur í heiminum. Þeir eru í heiminum, en ég kem til þín. Heilagi faðir, varðveit þá í þínu nafni, því nafni, sem þú hefur gefið mér, svo að þeir verði eitt eins og við.-12- Meðan ég var hjá þeim, varðveitti ég þá í nafni þínu, sem þú hefur gefið mér, og gætti þeirra, og enginn þeirra glataðist nema sonur glötunarinnar, svo að ritningin rættist.-13- Nú kem ég til þín. Þetta tala ég í heiminum, til þess að þeir eigi í sjálfum sér fögnuð minn fullkominn.-14- Ég hef gefið þeim orð þitt, og heimurinn hataði þá, af því að þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.-15- Ég bið ekki, að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá hinu illa.-16- Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.-17- Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur.-18- Ég hef sent þá í heiminn, eins og þú sendir mig í heiminn.-19- Ég helga mig fyrir þá, svo að þeir séu einnig helgaðir í sannleika.-20- Ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra,-21- að allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig.-22- Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt,-23- ég í þeim og þú í mér, svo að þeir verði fullkomlega eitt, til þess að heimurinn viti, að þú hefur sent mig og að þú hefur elskað þá, eins og þú hefur elskað mig.-24- Faðir, ég vil að þeir, sem þú gafst mér, séu hjá mér, þar sem ég er, svo að þeir sjái dýrð mína, sem þú hefur gefið mér, af því að þú elskaðir mig fyrir grundvöllun heims.-25- Réttláti faðir, heimurinn þekkir þig ekki, en ég þekki þig, og þessir vita, að þú sendir mig.-26- Ég hef kunngjört þeim nafn þitt og mun kunngjöra, svo að kærleikur þinn, sem þú hefur auðsýnt mér, sé í þeim og ég sé í þeim.

 

 

Það er ekki sjálfsagt að við áttum okkur á því hvað þessi bæn getur kennt okkur mikið. Það er heldur ekki sjálfsagt að reyna átta sig á stöðu Jesú , þegar hann biður þesarar bænar. Jesú vissi það að stundin væri komin, hann hafði fullnað verk Föðurins og þarna var hann að fara að stíga það skref sem ekki nokkur venjulegur maður hefði getað lifað af. Blóðsviti rann í gegnum Jesú í svo mikilli angist bað hann þessarar bænar. Þessi bæn er borin fram af frelsara okkar Jesú Kristi líka af ákveðnum tilgangi. Það sem ég hef verið að fiska eftir er hvernig á ég að biðja fyrir trúsystkynum mínum? Hvað var það sem Jesús bað fyrir okkur. Skiptir það máli að við helgum okkur þessa bæn? Það eru þegar 5 atriði sem fanga mig, fyrir hverju ég skuli biðja þegar ég bið fyrir trúsystkynum mínum. Eining, kærleikur,fullkominn fögnuður sem er sigur og gleði í Jesú nafni, helgun og varðveisla. Þessi 5 atriði skipta miklu máli þegar þú biður fyrir þeim systkynum sem Drottinn hefur lagt á hjarta þitt. Við skulum aðeins skoða bænina nánar og gá hvort það er eitthvað meira sem Drottinn bendir mér á varðandi þessa bæn.

 

Varðveisla

 

Jóh 17:6-8

-6- Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum, sem þú gafst mér úr heiminum. Þeir voru þínir, og þú gafst mér þá, og þeir hafa varðveitt þitt orð.-7- Þeir vita nú, að allt, sem þú hefur gefið mér, er frá þér,-8- því ég hef flutt þeim þau orð, sem þú gafst mér. Þeir tóku við þeim og vita með sanni, að ég er frá þér út genginn, og trúa því, að þú hafir sent mig.

 

Jóh 17:11.

Ég er ekki lengur í heiminum. Þeir eru í heiminum, en ég kem til þín. Heilagi faðir, varðveit þá í þínu nafni, því nafni, sem þú hefur gefið mér, svo að þeir verði eitt eins og við.

 

Jesús segir hér í bæninni þeir hafa varðveitt þitt orð, það er það sem við þurfum að biðja fyrir trúsystkynum okkar, að þau varðveiti Guðsorð. Ástæða þess er einföld, við verðum að varðveita orðið til þess að þekkja sannleikan, því að sannleikurinn gjörir okkur frjáls. Þegar við þekkjum ritninguna þá vitum við hvað Guðs er og trúum því hvað Biblían segir um Jesú Krist. Jesús segir þarna  því ég hef flutt þeim þau orð, sem þú gafst mér. Þeir tóku við þeim og vita með sanni, að ég er frá þér út genginn, og trúa því, að þú hafir sent mig. Þegar við þekkjum Biblíuna þá vitum við afhverju Jesús kom, við vitum að Guð Faðir senti hann í heiminn til þess að setja okkur frjáls og að endurreysa samfélagið milli Guðs og manna sem glataðist í Edengarðinum. Synd Adams olli aðskilnaði frá Guði, en fórn Jesú veitir okkur aðgang að Guði á ný. Við getum á ný verið í nálægð við Drottinn. Vegna þess að Drottinn skapaði okkur í þeim tilgangi að vera með honum. Þess vegna skiptir máli að þú biðjir fyrir því að trúsystkyn þín varðveiti Orðið og læri að þekkja Drottinn. Þetta er allgjört lykilatriði. Því að í 3 versinu segir Jesús; það er hið eilífa líf að þekkja þig hinn eina sanna Guð og þann sem þú sendir Jesú Krist. Það er eilífa lífið að Þekkja Drottinn. Þegar við komum til með að standa frammi fyrir hásæti Drottins þá er það sem gildir að þekkja Drotinn.

 

 1Kor 1:9.

Trúr er Guð, sem yður hefur kallað til samfélags sonar síns Jesú Krists, Drottins vors.

 

 

Eining

 

Jóh 17:11.

Ég er ekki lengur í heiminum. Þeir eru í heiminum, en ég kem til þín. Heilagi faðir, varðveit þá í þínu nafni, því nafni, sem þú hefur gefið mér, svo að þeir verði eitt eins og við.

 

Þetta vers verður eiginlega að koma aftur því að Jesús biður Föðurinn um að varðveita okkur svo við verðum eitt eins og þeir. Drottinn leggur mikla áherslu á það að við lifum  í einingu. Hann leggur áherslu á það að við sem líkami hans verðum að vera eitt svo líkaminn geti starfað heill. Páll talar um mikilvægi þessi að við störfum sem ein heild í 12 kafla fyrra Korintbréfs.

 

Fullkominn fögnuður

 

Jóh 17:13.

Nú kem ég til þín. Þetta tala ég í heiminum, til þess að þeir eigi í sjálfum sér fögnuð minn fullkominn.

 

Hvaða fögnuð á Jesús þarna við? Þetta er fullkomin gleði sem við uppskerum í samfélagi okkar við Drottinn. Jesús segir að mig minnir í 6 kafla Matteusarguðspjalls að við eigum að vera hughraust, í heiminum munnum við eiga þrenging en hann hefur sigrað heiminn. Hvað á hann við að hann hafi sigrað heiminn? Það sem hann á við er að heimurinn er ríki satans hér í þessum heimi ríkir satan en Jesús er búin að sigra ríki satans. Þess vegna þegar Jesús frelsar okkur þá erum við ættleytt inn í ríki Guðs. Jesús segir að við lifum í þessum heimi en við erum ekki af honum. Þess vegna eigum við ekki að haga okkur eins og heimurinn gerir heldur eigum við að keppast af því að líkjast Kristi. Það gerum við með því að lesa orðið og dvelja í nærveru Drottins í lofgjörð og bæn. Jesús segir líka að heimurinn muni hata okkur. Afhverju mun heimurinn hata okkur? Jú því að satan er andstæðingur Guðs, satan er stjórnandi heimsins og hatar Jesú. Markmið satans er að stela slátra og eyða því sem Drottinn hefur skapað. Þegar þú tekur við Jesú Kristi þá tilheyrir þú ekki lengur þessum heimi og því hatar satan þig og hans heimur. Það segir skýrt í 1.Jóhannesarbréfi að sá sem gerir sig að vini heimsins, sem er þá veldi satans, gerir sjálfan sig að óvini Guðs. Það skiptir engu máli hvað heimurinn kemur til með að reyna gera þér, þú átt öruggt skjól undir blóði Jesú Krists, sem kallast þá skjöldur trúarinnar. Þessi fullkomni fögnuður er eilíf gleði sem Drottinn hefur handa þér, þessi fögnuður er líka sá að Jesús vill gefa þér hlutdeild í sigrinum og leyfa þér að lifa ríkjandi og sigrandi lífi sem erindreki hans á jörðinni. Þú getur lifað sigrandi lífi í Jesú Kristi og átt þennan fullkomna fögnuð.

 

Helgun

 

Að lifa í helgun er að taka sig frá fyrir Drottinn.

 

Jóh 17:17-19

-17- Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur.-18- Ég hef sent þá í heiminn, eins og þú sendir mig í heiminn.-19- Ég helga mig fyrir þá, svo að þeir séu einnig helgaðir í sannleika.

 

Hallelujah... Að helga okkur í sannleikanum sem er orð Guðs er að taka tíma og lesa orðið og læra að þekkja sannleikann. Jesús sagði ég er vegurinn sannleikurinn og lífið. Jesús segir síðan við Faðirinn þú sentir mig í heiminn til að fullna ákveðið verk. Núna mun ég senda þá sem þú hefur gefið mér í heiminn. Afhverju sendir Jesús okkur í heiminn? Jú til að fullna það verk sem Drottinn hefur falið okkur að boða fagnaðarerindið um allan heim, og til þess að gera sömu verk og hann gerði og jafnvel meiri. Þegar Jesús segir að við séum helguð í sannleika því hann hefur helgað sig fyrir okkur. Þá þýðir sú helgun innri hreinleiki. Hann tók sig frá fyrir okkur til þess að við gætum orðið frjáls og fengið aðgang að himninum. Því að þegar Faðirinn lítur niður af himnum þá sér hann Jesú Krist í þér, hann sér hreint og lýtalaust Guðsbarn. Sannleikurinn sem við eigum að taka okkur frá fyrir er lífið í Jesú Kristi. Það er að lesa orðið og læra að þekkja Guð og taka tíma frá í bæn. Þarna sérðu að það skiptir máli að þegar þú biður fyrir trúsystkynum þínum að þú biðjir fyrir því að þau taki sér tíma frá fyrir Drottinn og helgi líf sitt honum. Páll talar um þetta, hann segir skýrt í  Gal 2:20.

Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.

Helgunin felst í því að deyja af sjálfum sér og lifa í Kristi. Þú krossfestir þinn gamla mann með ástríðum hans og girndum og rýst upp með Kristi sem ný sköpun  2Kor 5:17.

Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.

 

Taktu eftir þessu það skiptir máli að við skiljum hvernig við eigum að biðja fyrir systkynum okkar í trúnni, okkar nýju fjölskyldu. Þess vegna verðum við að biðja fyrir því að þessi endurfæðing eigi sér stað í lífi systkyna okkar. Hallelujah...

 

Kærleikur

 

Jóh 17:22-26

-22- Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt,-23- ég í þeim og þú í mér, svo að þeir verði fullkomlega eitt, til þess að heimurinn viti, að þú hefur sent mig og að þú hefur elskað þá, eins og þú hefur elskað mig.-24- Faðir, ég vil að þeir, sem þú gafst mér, séu hjá mér, þar sem ég er, svo að þeir sjái dýrð mína, sem þú hefur gefið mér, af því að þú elskaðir mig fyrir grundvöllun heims.-25- Réttláti faðir, heimurinn þekkir þig ekki, en ég þekki þig, og þessir vita, að þú sendir mig.-26- Ég hef kunngjört þeim nafn þitt og mun kunngjöra, svo að kærleikur þinn, sem þú hefur auðsýnt mér, sé í þeim og ég sé í þeim.

 

 

Aftur fer Jesús inn á mikilvægi einingarinnar en það sem ég ætla að draga fram hér er kærleikurinn. Jesús segir að þegar við erum sameinuð í Kristi Jesú þá skiljum við eða vitum að Faðirinn elskar okkur eins og hann elskar sig. Jóh 3:16

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Það sem við verðum að átta okkur á er að Drottinn er að segja, ég elska ykkur mennina það mikið að ég var tilbúin að gefa ykkur það besta sem ég á til að bjarga ykkur. Jesús segir að Kærleikur hans verði í okkur. Agape kærleikur sem er ást án skilyrða. Hvert eigum við að beina þessum kærleika? Jesús sagði ef þér berið elsku hver til annars þá mun heimurinn vita að þið eruð sannir lærisveinar mínir. Þessi kærleikur á að beinast að öðrum mönnum. Elska skaltu náungan. Síðan segir hann nýtt boðorð gef ég yður að þér elskið hver annan eins og ég hef elskað ykkur. Þessi ást á líka að beinast að týndum sálum. Þessi kærleikur er þannig að hann er tilbúin að leggja allt á sig til að vinna týndar sálir til Jesú Krists. Róm 5:5

En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda, sem oss er gefinn.

Drottinn gefur okkur sinn kærleika, ást sem elskar án skilyrða, því hann vissi og veit hversu sjálfselsk og eingjörn við erum. Hann þurfti að gefa okkur kærleika til þess að elska aðra. Biblían segir skýrt, ekki býr neitt gott í manninum ekki neitt gott. Þess vegna verðum við að skilja það að til þess að þessi kærleikur fái að vaxa innra með okkur þá verður þessi endurfæðing að eiga sér stað, við deyjum af sjálfum okkur og Kristur fær að vaxa. Sem sannur Lærisveinn Jesú Krists munt þú verða sýna þennan kærleika, því að hann á að vera þitt einkenni. Þarna sjáum við annað mikilvægi þess, hvernig við biðjum fyrir systkynum okkar. Að þau fái að vaxa í kærleikanum sem Drottinn hefur gefið þeim. Amen Jesús er Drottinn..

 

Það er mun meira en 5 atriði sem Drottin bendir okkur á þessari bæn. Hann talar um helgun, mikilvægi þess að taka sig frá fyrir hann. Hann talar um mikilvægi einingarinnar, að við verðum sameinuð í honum sem ein heild og einn líkami. Síðan talar hann um varðveislu og að við fáum þekkt hann. Hann talar um fullkominn fögnuð sem er sigur sem við eigum í Jesú nafni og gleði, hann talar um að senda okkur í trúboð í heiminum. Hann talar um það að við þurfum að ganga inn í hans áætlun og fullna það verk sem hann felur okkur. Hann segir ég sendi þá í heiminn eins og þú sentir mig. Þá á hann við að við eigum að fullna ákveðið verk og að hann hafi áætlun fyrir sérhvern mann sem maðurinn verður að velja að ganga inn í. Þegar Jesús sendir okkur eins og Faðirinn senti hann þá á hann við að mörg tákn eigi að fylgja okkur, og verkin sem við vinnum í hans nafni munu jafnvel verða meiri en verkin sem hann vann á jörðini. Þá á hann líka við að hann gefur okkur sama valdið og hann hafði. Jesú Kristur er ekki lengur á Krossinum hann er upprisinn og situr við hægri hönd Föðurins og við eigum ríkja með honum sem þýðir það að í hans nafni höfum við vald yfir öllu óvinarins veldi. Það sem við verðum að átta okkur á er að kristna lífið byrjar á krossinum þar sem við krossfestum holdið með ástríðum þess og girndum, en svo rísum við upp sem nýsköpun í honum og fáum að ríkja með honum og erum erindrekar hans hér á jörðinni eða sendiboðar hans. Hann gerir okkur það ljóst fyrir að við höfum verk að vinna fyrir hann. Því skulum við taka mark á því hvernig Drottinn ráðleggur okkur að biðja fyrir hvoru öðru. Síðast af öllu talar hann um kærleikan, þá sjáum við þörfina að biðja fyrir systkynum okkar að þau fái að vaxa í kærleika og þessi atriði sem við höfum farið yfir,, amen Jesús er bestur ;) Þegar þú lest yfir þetta þá kæmi mér það ekkert á óvart að þú sjáir eitthvað sem ég sé ekki. Ég trúi því að með því að tileinka sér þessa bæn þá sjáum við hvað er á hjarta Guðs fyrir okkur sem börn hans. Hvað gerist ef við forum að biðja út frá fyrirbæn Jesú fyrir hvoru öðru. Ertu ekki viss um að tala þeirra sem ganga inn í áætlun Guðs hækki ekki úr 5% í hærri tölu? Ertu ekki viss um að Guðsríki muni vaxa en meir ef við lærum að skilja hvað er á hjarta Guðs? Ég er handviss um að með því að skoða og læra af Orðinu hvernig skuli biðja þá munum við sjá enn meiri árangur í bænalífi okkar. Það er eitt sem ég má ekki gleyma. Jesús talar um að fá að þekkja Drottinn. Biblían segir að það sé vilji Drottins að allir komist til þekkingar á sannleikanum og öðlist eilíft líf. Amen  Jesús er Drottinn..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband