Að gera lítið úr öðrum...
15.2.2008 | 16:08
Að gera lítið úr öðrum er svoldið sem er ekki gott en margir leggja ið sína við. Ég man eftir því að mér fannst ég ógurlega cool að segja eitthvað ljótt við stelpur sem ég hafði ekki áhuga á einu sinni. Þá var ég með hroka gagnvart feitum konum og ef feit kona sýndi mér áhuga að þá rakkaði ég hana niður.
En áður en ég held áfram með þetta að þá vil ég segja það, að aðili sem gerir lítið úr öðrum hefur lélega sjálfsmynd og sýna fram á það að það er ekkert allt í lagi hjá þeim sjálfum. Þá á ég við að þeir sem eru að gera einhverja ranga hluti eru alltaf tilbúnir að benda á aðra til að skíla sjálfum sér.
Ég var ferlega óöruggur með sjálfan mig í þessum málum og hræddur við álit annara. Ég man það að þegar ég var á samkomum og það settist ljót stelpa hliðina á mér að ég varð hræddur. Ég fór að hugsa það halda ábyggilega allir að ég sé með henni og eru að horfa á mig hvað ég er með lélegan smekk fyrir konum og missa allt álit á mér. Þessi ótti við álit annara var ekkert neitt heilbrigður. En ef ég hefði ekki viðurkennt hann að þá hefði ég ekki losnað við hann.
Til að fela þennan ótta gerði ég lítið út feitum konum eða stelpum sem mér fannst vera ljótar og fældi þær í burtu. En þetta hefur lagast með tímanum og sérstaklega vegna þess að Guð vill að maður elski alla jafnt óháð því hvernig þeir líta út. Þegar ég fór að æfa mig í því að koma jafnt fram við alla að þá fór þessi ótti að hverfa í dag er mér svo sem nokkurn vegin sama hver situr hliðina á mér.
En að gera lítið úr öðrum getur líka birst á þann hátt að maður hefur eitthvað sjálfur að fela. Ég man eftir því að þegar ég hlustaði á predikanir Guðmundar í Byrginu að þá voru án undantekningar í öllum ræðum hans þar sem hann gerði lítið úr öðrum. En svo þarf ekki að segja meira um það mál því það kom svo upp á yfirborðið hvaða mann hann hafði að geyma. Ætti maður ekki að segja að það hvernig við tölum um aðra sýnir sannleikan um okkur sjálf og hvernig við erum.
Að upphefja sig á kostnað annara er ósiður sem byggist á öryggi, þar sem aðili reynir að finna einhvern smælingja til að benda á og gera lítið úr og telja sig vera betri mann. En við erum öll misjöfn og eflaust skilja sumir ekkert út í hvað ég er að fara hérna en það er líka allt í lagi, við þurfum ekki að skilja allt. En eitt þurfum við að læra og það er að bera virðingu fyir náungann og hætta að hugsa bara um rassgatið á sjálfum okkur...
Athugasemdir
Þú ert allavega nógu mikill maður til að viðurkenna þetta. Ekki allir hefðu þorað því, eða hreinlega séð eitthvað að slíkri hegðun.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.2.2008 kl. 16:11
Hva líst mér vel á kallinn í dag.
Bara Steini, 15.2.2008 kl. 16:41
Maður þarf náttla kjark til að viðurkenna svona en ég get það í dag af því að ég frjáls frá þessu:) Hallelujah:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.2.2008 kl. 16:44
Linda, 15.2.2008 kl. 20:34
Óöryggi og slakt sjálfsálit eru ekki einu ástæðurnar fyrir því að vera vondur við ljótt fólk. Ljótt fólk á að hypja sig úr genamenginu. Þeim mun færri sem umgangast lélegt fólk, þeim mun betra fyrir heildina heldur Hammurabi.
Hammurabi, 16.2.2008 kl. 00:19
Sæll kæri Sigvarður. Gott hjá þér að koma til dyranna eins og þú ert klæddur og viðurkenna það sem hefur angrað þig. Við styrkjumst í okkar daglegri göngu með Jesú að játa út það sem meiðir okkur. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.
Í einni afmælisbók stendur við afmælisdaginn minn: "Sá flytur gott hlass í garð sem góða konu fær." Ég bara mátti til að grínast aðeins en ég á marga björgunarhringi
Guð blessi þig.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.2.2008 kl. 01:02
Takk:) þetta er góður málsháttur...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 17.2.2008 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.