Að losna við fordóma!

Fordómar eru eitthvað sem flestir hafa haft. En ég var með fordóma gagnvart fullt af hlutum og eitt af því voru hommar. Ég  var bara með fóbíu fyrir þeim og talaði ílla um þá, sagði brandara sem gerði lítið úr þeim oflr.

En þegar ég fór að hugsa þetta betur að þá var þetta hugarfar hjá mér allgjörlega rangt. Þó svo maður sé ekki samþykur því sem aðrir séu að gera að þá má maður ekki hafa fordóma gagnvart þeim, eða dæma einstaklingana. Guð sýndi mér það að það stendur ekki utan á fólki hverjar syndir þeirra eru. Þetta eru bara einstaklingar eins og ég, og hann elskar þá jafnmikið og mig.

Þannig að ég fór að pæla, ef ég tek bara fólki eins og það er án þess að vera eitthvað að pota í það og sýni þeim kærleika, og samþyki það sem einstaklinga að þá er miklu líklegra að þessir einstaklingar þrái að breytast.

Kristur dæmdi alldrei syndarann eða var að benda þeim á hversu miklir syndarar þeir voru. Hann skammaði bara þá sem þóttust vera miklu betri en aðrir. Þannig að þegar ég var með sóðabrandarana um hommana oflr að þá var Guð ekki ánægður með það sem ég var að segja.

Það sem gerði það að verkum að fólk breyttist og breytist enþá daginn í dag við að koma í nærveru Guðs var kærleikur hans til okkar. Jesús kom fyrir þá sem viðurkenna að þeir eru syndarar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður. Þetta er alveg rétt hjá þér. Við eigum að sýna öðrum virðingu og kærleika. Við þurfum eins og allir aðrir að læra því við erum ekki fullkomin. Fólk heldur að við höldum það en það er algjör misskilningur. Við þurfum á náð guðs að halda á hverjum degi. Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.2.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband