Skilgreining Biblíuarnar á kærleika

„Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður.  Kærleikurinn öfundar ekki.  Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.  Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin.  Hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.  Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.  Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.“

1.Kor.13:4-7.

1)   ER LANGLYNDUR - (þolinmóður) heldur út í erfiðleikum.

2)   ER EKKI UPPSTÖKKUR - hann lætur Guði eftir að fást við óréttlætið.

3)   ER VELVILJAÐUR - tillitssamur, reynir að hjálpa, er uppbyggjandi, blessar þegar aðrir bölva, sýnir blíðu.

4)   ÖFUNDAR EKKI - er þakklátur, hleypir öðrum fram fyrir sig.  Gleðst þegar öðrum gengur vel.

5) ER EKKI RAUPSAMUR - (ekki að monta sig) er ekki önnum kafinn við að sýna sig, að ganga í augun á öðrum, þarf ekki alltaf að vera miðpunktur athygli annarra.

 



6)   HREYKIR SÉR EKKI UPP - er auðmjúkur, ekki stoltur, þarf ekki að láta bera á sér.

7)   HEGÐAR SÉR EKKI ÓSÆMILEGA - er kurteis og vingjarnlegur.

8) LEITAR EKKI SÍNS EIGIN - getur lagt eigin áhugamál til hliðar.

9) HANN REIÐIST EKKI - hefur þægilegt skapferli.

10)   ER EKKI LANGRÆKINN - er ekki hefnigjarn, breiðir frekar yfir.

11)   GLEÐST EKKI YFIR ÓRÉTTVÍSI EN SAMGLEÐST SANNLEIKANUM - breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

 



Þetta örvar vöxt kærleikans:

Samskipti

Að gefa sig allan

Samúð

Fyrirgefning

Heiðarleiki

Viðurkenning

Áreiðanleiki

Kímnigáfa

Rómantík og kynlíf

Þolinmæði

Frelsi

 



Þetta gerir út af við kærleikann:

Samskiptaleysi

Eigingirni

Engin fyrirgefning

Afbrýðisemi

Vantraust

Fullkomnunarárátta

Ósveigjanleiki, að vilja ekki breyta neinu

Skilningsleysi

Virðingarleysi

Skeytingarleysi

 



Að elska er að. . . .

- gefa.

- hlæja.

- halda barninu í þér lifandi og leyfa því að leika sér.

- hlusta - þú lærir ekkert af því að hlusta á sjálfan þig tala.

- virða samskipti hins við aðra en þig.

- virða sjálfan þig.  Þeir einu sem kunna að meta gólfmottu eru þeir sem eru í skítugum skóm.  Fyrir Guði eru allir jafn dýrmætir.

- girða ekki hvort annað af.  Það getur ekkert vaxið í skugganum.

- taka sjálfan sig ekki svo alvarlega, en hinn aðilann alltaf.

- gera annarra vandamál ekki að þínum eigin.  Það gerir lausn þeirra aðeins tvöfalt erfiðari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður.

Þakka þér fyrir þennan frábæra pistil. Mjög lærdómsríkur.

Guð blessi þig. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.3.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband