predikunin úr Vonarhöfn
15.3.2008 | 10:55
Girndin
Sigvarður Halldóruson föst. 14 mars 2008 Vonarhöfn
Við heyrum oft predikað um að þegar við höfum gefið Jesú Kristi líf okkar að syndavandamálið er ekki lengur til staðar. Því við höfum verið leyst frá syndinni.
Gal 2:20 ...Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.
Jesús kristur lifir í okkur og við ekki sjálf framar. En stríðið sem við eigum í dag, er ekki við syndina heldur girndina sem í okkur er. Við könnumst eflaust flest öll við það hvað það er að girnast eitthvað.
2Mós 20:17...Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.
Eitt af boðorðunum 10 segja að við eigum ekki að girnast. Við eigum oft í baráttu við girndina, hvort sem það er að girnast mat, eða girnast aðila af gagnstæða kyninu. En hvað er þá til ráða til að losna undan því að vera alltaf að girnast? Hver er lausnin?
Róm 8:5-14
-5- Því að þeir sem láta stjórnast af holdinu, hyggja á það sem holdsins er, en þeir, sem láta stjórnast af andanum, hyggja á það sem andans er. -6- Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður. -7- Hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guði, með því að hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki. -8- Þeir, sem eru holdsins menn, geta ekki þóknast Guði. -9- En þér eruð ekki holdsins menn, heldur andans menn, þar sem andi Guðs býr í yður. En hafi einhver ekki anda Krists, þá er sá ekki hans. -10- Ef Kristur er í yður, þá er líkaminn að sönnu dauður vegna syndarinnar, en andinn veitir líf vegna réttlætisins. -11- Ef andi hans, sem vakti Jesú frá dauðum, býr í yður, þá mun hann, sem vakti Krist frá dauðum, einnig gjöra dauðlega líkami yðar lifandi með anda sínum, sem í yður býr. -12- Þannig erum vér, bræður, í skuld, ekki við holdið að lifa að hætti holdsins. -13- Því að ef þér lifið að hætti holdsins, munuð þér deyja, en ef þér deyðið með andanum gjörðir líkamans, munuð þér lifa. -14- Því að allir þeir, sem leiðast af anda Guðs, þeir eru Guðs börn.
Eina lausin er að fylla sig af Guði, þá verður hreinlega ekki pláss fyrir girnd eða þrá í synd í lífi okkar.
Róm 1:24-26
-24- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum. -25- Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen. -26- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg,
Það sem Páll á við í þessum versum er að þegar fólk hefur afneitað Guði og þeirri lausn sem hann bíður upp á, að þá taka við aðrar þrár og girndir í lífi okkar, og þar sem menn vilja ekkert með Guð hafa að þá eru það girndir holdsins sem menn sækjast eftir að lifa eftir. Og þegar menn afneita lausninni frá syndinni sem er í Jesú Kristi að þá er enga aðra lausn að fá og menn eru fjötraðir í synd.
Til þess að útskýra þetta aðeins nánar að þá erum við Andi, búum í líkama og erum með sál. Áður en við gáfum Jesú Kristi líf okkar að þá var andin í okkur myrkraður eða sofandi. En þegar Jesús kom inn í líf okkar að þá lifnaði andinn í okkur við. Þá fyrst fór að koma stríð á milli holdsins og andans. Vegna þess að þegar við vorum í heiminum að þá létum við stjórnast af holdsins girndum því við vissum ekki betur. En þar sem við höfum verið lífguð í Jesú Kristi að þá hefur hugsunarháttur okkar breyst.
Líf okkar breytist mishratt en lausnin er alltaf sú að fylla sig af Guði og gefa honum líf sitt sem sáttarfórn á hverjum degi.
Róm 12:1-2
-1- Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi. -2- Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.
Á hverjum degi fáum við nýtt upphaf og nýja byrjun og á hverjum degi höfum við val að hafa daginn í Guðs höndum eða reyna feta okkar eigin leiðir sem virka ekki vel. Biblían segir skýrt að við eigum ekki að vera eins og þeir sem hafa ekki veitt Jesú Kristi viðtöku inn í líf sitt. Við eigum að vera öðruvísi og það er áskorun Guðs til okkar allra að gefast honum allgerlega.
Það að halda í syndir í lífi sínu veit ekki á gott. Ég hef oft reynt að halda sumum hlutum út af fyrir mig í lífi mínu og ekki leyft Guði að fá alla stjórn. En það sem gerðist er að ég beið alltaf ósigur fyrir girndinni og komst voða lítið frá þessum hlutum sem ég vildi stjórna sjálfur. Ég losnaði ekkert frá þeim fyrr en ég gaf Guði allt.
Málið er nefnilega þannig að við höldum svo oft í eitthvað en svo þegar við sleppum tökunum á þessum hlutum að þá skiljum við ekkert í því afhverju við gerðum þetta ekki fyrr.
En góðu fréttirnar eru þær að núna er tækifæri til að gefa Guði allt. Við lifum á þannig vakningartíma að Guð þarfnast einstaklinga sem eru tilbúnir að fara alla leið fyrir hann. Ég veit það að Drottinn ætlar að margfalda mannfjöldan sem er hér. En þráir samt að fá meira af okkur öllum. Því meira sem er af honum því meira gerist.
Fil 2:13...Því að það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér til velþóknunar.
Eina þráin eða girndin í okkar lífi á að vera sú að fá meira af Guði. Þá verður ekkert pláss fyrir aðrar þrár í lífum okkar. Okkar himneski Faðir sem við megum allveg kalla pabba þráir að gefa okkur meira og meira..
Drottinn hefur opinberað það fyrir mér að ég sæki oft í girndir til að reyna upplifa viðurkenningu eða ást. En það eina sem við þurfum er ást Föðurins til okkar. Það er það eina sem virkar, að fylla sig af ást Guðs. Vegna þess að þegar við fyllum okkur af ást Guðs að þá hverfur þessi þörf fyrir að vera sækjast eftir viðurkenningu frá mönnum eða þessi leit eftir ást.
Öll sú ást og viðurkenning sem við þurfum, fáum við frá okkar himneska Föður. Jóhannes postuli talar um að fullkomin elska rekur burt allan ótta úr lífi okkar, elska Guðs rekur ekki bara burt allan ótta, heldur líka þrána í syndina. Þess vegna ef við viljum ganga stöðug að þá þurfum við að biðja pabba okkar á himnum að koma og fylla okkar af sinni elsku. Og það er það sem hann ætlar að gera núna og það er að fylla á ykkur sína ást og gefa ykkur meiri opinberun á Föðurást sína til okkar...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.