Pæling...
9.4.2008 | 10:42
Jeremia.30:8Þann dag, segir Drottinn hersveitanna, mun ég brjóta okið af hálsi hans og slíta hlekki hans. Þeir munu ekki lengur þræla fyrir framandi menn 9heldur þjóna Drottni, Guði sínum, og Davíð, konungi sínum, sem ég mun hefja upp þeirra vegna.
þarna talar Drottinn til Jeremía spámanns um að Ísraelsmenn muni ekki lengur þjóna eða vera undir oki erlendra konunga. Ég sé að nýja þýðingin setur framandi menn, en hvað er átt við því skil ég ekki allveg. En þarna segir Drottinn ég mun leysa ykkur undan þrældómi til þess að þið getið þjónað mér og Davíð, konungi sem hann muni reysa upp þeirra vegna. En að staðreyndum að þá var Jeremía svona sirka uppi 200 árum eftir Davíð konungi. Annað atriðið varðandi þetta er að menn gætu velt þungum þönkum yfir því hvort Drottinn ætlaði að reysa Davíð upp frá dauðum.
Ég fann fullt af versum sem vitna í þetta sama. Niðurstaðan var sú sem ég bjóst við að yrði. Að þarna ekki verið að tala um Davíð konung sjálfan, heldur Jesú krist. Út af ættlegg Davíðs konungs kæmi konungur konunga sem heitir Jesús. Nafnið Jesús þýðir sá sem frelsar sinn lýð. Þessi spádómur segir akkúrat fyrir um það hvað Jesús myndi gera er hann kæmi.
Allir þeir sem voru fjötraðir fengu lausn hjá Jesú. Þetta þýðir það að við munum ekki þurfa að vera undir oki óvinarins lengur. Heldur mun Jesús leysa okkur undan valdi syndarinnar svo við getum verið frjáls og þjónað Drottni, og fylgt konunginum sem er Jesús Kristur.
Athugasemdir
Sæll Sigvarður. Dásamleg orð í Jeremía 8. Við erum lánsöm að vera leyst úr viðjum hins illa og vera frjáls vegna þess að Jesús keypti okkur með blóði sínu og við tókum við bestu gjöf sem í boði er að gefast Jesú Kristi.
Dýrð sé Guði fyrir að gefa son sinn í dauðann fyrir okkur.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2008 kl. 11:08
þetta er reynar 30:8-9 :) en engu að síður frábær orð...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 9.4.2008 kl. 11:20
Sæll aftur. Já ég sé að ég hef skrifað vitlaust. Sendi þér orð:
"Ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.2 Jer. 29.11.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2008 kl. 18:06
hehe nett
Sigvarður Hans Ísleifsson, 10.4.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.