Loksins búið að dæma í Byrgismálinu ...
9.5.2008 | 11:19
Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu.
Guðmundi var gefið að sök að hafa notfært sér andlega annmarka kvennanna til þess að hafa við þær samræði eða önnur kynferðismök meðan þær voru til meðferðar í Byrginu. Málið komst upp þegar fjallað var um málefni Byrgisins í fréttaskýringarþætttinum Kompási í desember 2006. Alls kærðu átta konur Guðmund í málinu en mál fjögurra þeirra voru látin niður falla.
Guðmundur neitaði sök í málinu en Byrgismálið er langumfangsmesta sakamál sem Héraðsdómur Suðurlands hefur fjallað um. Fram kom á Vísi í síðustu viku að kalla hefði þurft til aukadómritara til þess að aðstoða við að vélrita 18 klukkutíma af segulbandsupptökum sem til eru eftir skýrslutökur vitna fyrir dómi.
Auk kynferðisbrotaákærunnar sætir bókhald Byrgisins rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Ákveðið var að ráðast í hana eftir svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjármál Byrgisins. Meðal þess sem fram kom í Kompási fyrr í vetur var að grafa þurfti upp bókhald Byrgisins upp úr bakgarði Guðmundar.
Guðmundur var dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað málsins, 3.886.758 krónur. Þá var hann dæmdur til þess að greiða málsvarnarlaun verjanda sína og réttargæslumanna fórnarlamba sinna.
Að lokum var hann dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum sex milljónir í miskabætur. Tvær fengur eina og hálfa milljón, ein fékk tvær milljónir og sú fjórða fékk eina milljón.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.