Predikunin úr Keflavík 10 maí 2008

 

Með hvaða augum eigum lítum við á Guð?

Sigvarður Halldóruson   lau 10 maí 2008

 

 

Guð er kærleikur.  Hann er undirstaða alls þess sem hefur með ástina að gera.  Ef þú átt samfélag við Guð, þá átt þú um leið samfélag við kærleikslindina í eigin lífi.  „Jóh.3:16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf."

 

Guð elskar þig, sama hvað á gengur.

         Kærleikur Guðs til þín er óviðjafnanlegur.  Hann elskar þig alveg óháð því hvernig þú ert, hvernig þú lítur út eða kemur fyrir.  Kærleikur Guðs til þín er óumbreytanlegur. Hann er Faðir þinn.  Hann hefur skapað þig og mun alltaf elska þig, sama hvað þú gerir.  Guð elskar þig vegna þess að þú ert sá sem þú ert.  Ef þú hefur minnimáttarkennd skaltu hugleiða hve mikils virði þú ert í augum Guðs.

 

 

Það er mikilvægt að sjá Guð í réttu ljósi.  Hann er Kærleikur og kærleikur hans er stöðugur. Hann er einning Faðir okkar

Þú ert ómetanlegur fjársjóður í augum Hans.  Það er enginn sem getur komið í þinn stað.  Í Biblíunni getum við lesið um Guð sem ástríkan föður, kærleiksríkan og fúsan til að fyrirgefa.  Hann hefur áhuga á okkur og vill fá að vera hluti af lífi okkar.  Þetta er ekki bara falleg mynd, þetta er sannleikur! Hann þráir að við verðum synir og dætur sem reiða sig allgjörlega á hann og ást hans til okkar.

 

Við erum svo oft upptekin í að leita að ást og viðurkenningu út allt því allir þrá það að vera elskaðir en sannleikurinn er sá að

 

         #Kærleikur Guðs er eini kærleikurinn sem getur uppfyllt okkar dýpstu og innstu þarfir.  Guð Faðir elskar þig heitar en nokkur annar getur gert, jafnvel þótt þú finnir ekki kærleika hjá nokkurri manneskju.#  Draumurinn um stóru ástina er í raun og veru um Guð og þrá eftir honum.  Kærleikur milli manns og konu og milli fjölskyldumeðlima og vina rís aldrei jafn hátt.

 

Ég get tekið dæmi um sjálfan mig, ég eyddi miklum tíma í að leyta á röngum stöðum og fékk enga fyllingu frá því veraldlega, ég prufaði að fara í ræktina, fá mér kærustu, eiga nóg af peningum eða einhverjum veraldlegum eignum en ekkert af þessu gaf mér þá fyllingu sem ég þurfti inn í líf mitt.

 

Í mínu tilviki var ég orðin skaðlegur sjálfum mér, ég komst að því að ég var alltaf að leita í aðstæður sem fóru ílla með sjálfan mig og þar sem mér var hafnað. Ég skildi ekkert í þessu afhverju ég væri svona hrikalega óheppinn að lenda alltaf í þessu.

 

Guð Faðir sýndi mér svo sannleikan um sjálfan mig. Hann sýndi mér það að ég elskaði ekki sjálfan mig og væri því óhæfur til að elska aðra.

 

Afhverju var ég óhæfur? Jú vegna þess ég endurspegla sjálfan mig í samskiptum við aðra.

 

Það stendur í Orðskviðunum,27:19... eins og andlit horfir á andlit í vatni, svo er hjarta manns gagnvart öðrum.

 

Þetta vers þýðir það eins og ég er, þannig sé ég aðra. Ef ég elska mig ekkert þá get ég ekki elskað aðra. Ef ég treysti ekki öðrum þá er það vegna þess að ég treysti ekki sjálfum mér og það er eitt merkilegt með traustið.

Guð gaf mér bæn sem er svohljóðandi: Gefðu mér traust til að treysta sjálfum mér svo ég verði hæfur til að treysta öðrum.

 

Jesús sagði líka að við ættum að elska náungan eins og sjálf okkur: En hvernig eigum við að uppfylla það boðorð ef við kunnum ekki að elska okkur sjálf.

 

Sum okkar koma úr umhverfi þar sem ekki var mikið um hlýju og aðrir koma úr umhverfi þar sem þeir fengu að upplifa hlýju. Við erum oft misjafnlega brotin og þannig séð orðin bregluð á því að vita hvað raunveruleg ást er.

 

En hvað er þá til bragðs að taka ef við viljum breyta þessu og læra að þykja vænt um okkur sjálf til þess að vera hæf til að elska aðra.

 

Sálm.139:14Ég lofa þig fyrir það að ég er undursamlega skapaður,

undursamleg eru verk þín,

það veit ég næsta vel.

 

Það sem ég lærði var að þakka Guði föður fyrir að ég væri undursamleg sköpun hans. Og með því að þakka honum að þá förum við að meðtaka það hægt og rólega að við erum elskuð.

 

Guð vill ekki bara elska okkur hann vill vera okkur sem Faðir. Sum okkar hafa ekki fengið að finna raunverulega föðurást í lífi sínu, vegna þess að oft að þá voru feður okkar ekki til staðar.

 

Ýmynd mín af feðrum var ekki góð, pabbi minn sagði mér að fara í dna þegar ég frelsaðist, fyrri fóstur faðir minn reyndi að drepa mig þegar ég var 4 ára, læsti mig í skápum og gerði marga svívirðilega hluti og sá seinni braut mig mikið niður með orðum. Þannig að þið sjáið það að ýmynd mín af feðrum var ekki góð. En Guð Faðir talaði til mín í gegnum sálmana en ég man ekki allveg hvar það stendur nákvæmlega, en það er einhvern vegin þannig að okkar jarðnesku Feður eru bara með okkur að láni og að hann er okkar raunverulegi faðir. Ég fékk þessa opinberun fyrir mörgum árum að ég væri sonur en ég gerði alldrei neitt með hana, leyfði því ekki að vaxa eða þroskast.

 

Þannig að í mörg ár var ég sem munaðrlaus þegar ég gat verið sem sonur. Þjónusta mín og allt sem ég gerði mótaðist út frá þessari brengluðu ýmynd sem ég hafði á lífinu.

 

Þess vegna skiptir svo miklu máli að læra meðtaka það að Guð Faðir elskar okkar alltaf jafn mikið. Það er ekkert sem breytir því hvernig kærleikur hans er til okkar, hann er alltaf hin sami allveg óháð því hvort okkur hafi gengið vel eða ílla.

 

Það er einn punktur varðandi fyrirgefninuna. Guð Faðir er ástríkur og elskandi Faðir sem er fyrirgefandi og þráir að miskuna okkur þegar okkur verður á og vill að við komum með allt til hans svo við getum gengið í elsku hans.

 

En ég man þegar ég frelsaðist fyrst að þá tók það mig oft langan tíma að meðtaka það að mér væri fyrirgefið. Viðbrögð mín mótuðust rosa mikið út frá gamla líferninu og því hvernig feður mínir brugðust við þegar ég klikkaði.

 

Núna í dag veit ég að Guð vill fyrirgefa mér og hefur þegar fyrirgefið mér allt sem ég hef gert og á eftir að gera, eina sem ég þarf að gera er að játa fyrir honum að mér hafi orðið á og þá á ég fullvissu um að mér sé fyrirgefið og ég get meðtekið það.

 

Það að vera sáttur með lífið og vera hamingjusamur er ekki fólgið í hlutum heldur að hafa þá fullvissu að við erum elskuð börn Föðurins og ef við lifum í þakklæti fyrir Það að við erum hans elskuð börn að þá finnum við hina raunverulegu hamingju.

 

Það er ekkert sem getur komið í staðin fyrir kærleika Guðs til okkar.

 Og það sem við verðum að læra að meðtaka er að við erum elskuð. Ekki bara þegar okkur gengur vel heldur líka þegar við klikkum. Guð Faðir er ekki refsandi Guð sem bíður eftir því að við gerum mistök. Hann er ástríkur Faðir sem bíður þess með óþreyju að við komum til hans og leyfum honum að reysa okkur aftur við.

 

Við vitum það að þegar við klikkum að þá er það síðasta sem við þurfum að heyra hvað við vorum nú léleg að klikka svona, við vitum það best sjálf hvað við gerðum. Guð Faðir minnir okkur ekki á syndir okkar, um leið og við komum með þær til hans að þá afmáir hann þær og þær eru ekki framar til.

 

Guð Faðir elskar þig, hann fyrirgefur þér, hann réttlætir þig og gerir þig öfluga(n) í göngunni. Eina sem við þurfum að gera er að einblína á það að hann elskar okkur og þá verðum við hæf til að elska aðra, fyrirgefa öðrum og vera synir og dætur... Guð Faðir þráir að við förum að lýta á okkur eins og hann sér okkur.

 

Hann lýtur á okkur sem sín elskuðu börn, og þegar við hugsum neikvætt um sjálf okkur að þá hryggjum við Guð, því að við erum sköpum hans og þegar hann skapaði okkur að þá var hann ánægður.

 

Það sem ég er svona að reyna koma til skila að það er hægt að læknast af höfnun og frá líferni sem hefur farið ílla með okkur. Uppsprettan er alltaf Guð...  Kærleikurinn sem við fáum og meðtökum verður að koma frá honum, þegar við förum að treysta okkur sjálfum að þá verðum við hæf til að treysta öðrum og verðum örugg. Þegar við meðtökum að okkur sé fyrirgefið að þá verðum við hæf til að fyrirgefa öðrum..  þetta byrjar allt hjá Guði ....

 

Þið sem tengið við eitthvað af því sem ég sagði megið koma fram og fá fyrirbæn og þið sem viljið taka á móti Jesú og líka þið sem hafið þarfir eða þið sem viljið bara fá meira af Guði inn í ykkar líf...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

það vatnar reyndar inn eina sögu sem ég sagði inn á milli en hún kemur bara á morgunn:) þá hefur maður eitthvað til að blogga um...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 11.5.2008 kl. 10:30

2 identicon

Yndisleg predikun. Guð blessi þig vinur.

Hrafnhildur Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband