Predikunin úr Kærleikanum miðvikudagskvöldið 28 maí...
29.5.2008 | 14:23
Predikun 28 maí 2008
Iðrun, skírn og að meðtaka Heilagan Anda
Sigvarður Halldóruson
Post 2:38.
Pétur sagði við þá: Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf Heilagan Anda.
Það eru 3 punktar í þessu versi sem skipta miklu máli og ætla ég að reyna útskýra þá eftir bestu getu og með hjálp Heilags Anda...
Fyrsti punkturinn er iðrun...
Margir velta því eflaust fyrir sér hvað þýðir eiginlega iðrun? Iðrun þýðir að breyta hugarfari sínu, rót sannrar iðrunar er fólgin í því að breyta hugarfari sínu gagnvart synd, Guði og eigin andlegu lífi. Iðrun er ekki að segja fyrirgefðu og halda svo áfram að gera hlutin heldur snúa sér frá honum og láta af syndinni. Iðrun merkir líka að snúa við
Margir hafa útskýrt á góðan hátt hvað iðrun er. Í rauninni snýst þetta allt um hugarfarsbreytingu. Í Biblíunni sjáum við það að fyrsta orð fagnaðarerindisins er iðrun.
Jóhannes skírari kom fram og boðaði iðrun: Matt 3:1-4
-1- Á þeim dögum kemur Jóhannes skírari fram og prédikar í óbyggðum Júdeu. -2- Hann sagði: Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd. -3- Jóhannes er sá sem svo er um mælt hjá Jesaja spámanni: Rödd hrópanda í eyðimörk: Greiðið veg Drottins, gjörið beinar brautir hans. -4- Jóhannes bar klæði úr úlfaldahári og leðurbelti um lendar sér og hafði til matar engisprettur og villihunang.
Jesús predikaði iðrun: Matt 4:17
Upp frá þessu tekur Jesús að prédika og segja: Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd.
Sömuleiðis gerðu postularnir það líka eins og við sjáum hér í upphafs versinu. Fyrst er manni sagt að gera iðrun. Iðrun er alltaf upphafið í átt að sigri frá syndinni. Í rauninni er iðrun það sem við eigum að lifa stöðuglega í. Ekki að við séum að berja okkur niður fyrir að vera syndarar, heldur til að halda auðmýktinni og skilja það að líf án Guðs og náðar hans er ómögulegt og innantómt.
Það sem hefur fellt svo marga Guðsþjóna er það að þeir vildu ekki iðrast eða fannst þér ekki mega gera mistök. Það skiptir engu máli hversu lengi þú hefur gengið með Guði eða hversu mikið þið eruð mentuð í orðinu eða í hvaða stöðu þið eruð í Guðsríkinu, þið komið alltaf til með að bregðast og gera mistök. Það er enginn fullkominn nema Guð sjálfur. Þess vegna er svo gott að geta komið beint til Jesú og varpað af sér syndum sínum sem hann hefur þegar greitt fyrir dýru verði með blóði sínu á krossinum. Þess vegna endurtek ég það, iðrun er eitthvað sem ætti alltaf að vera upphafið á öllum samkomum og öllu því sem við gerum fyrir Guð. Þegar við gerum það þá kemst hann betur að og hrokin fær að víkja og meiri auðmýkt kemur inn í líf okkar og minni hætta er á því að það sé hægt að afvegaleiða okkur..
Jak 5:16
Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.
Hér á laugardögum milli 12 og 13 er kynjaskiptir hópar þar sem við setjum allt í ljósið og hjálpumst að með þær syndir sem reyna að ná tökum á lífi okkar. Með því að setja hlutina í ljósið og fá fyrirbæn að þá losnum við undan valdi þeirra. Þeir sem lifa í stöðugri iðrun eru þeir sem Guð notar á sem stórkostlegastan hátt...
Annar punkturinn úr upphafsversinu er skírn...
Það er til tvennskonar skírn, hins vegar skírn í vatni og skírn í Heilögum Anda..
Skírn í vatni er annar punkturinn úr versinu en hitt tala ég betur um á eftir.
Orðið skírn kemur af gríska orðinu Baptizo og þýðir: Að dýfa í vatn, þannig að fari á kaf eða fljóti yfir.
Til að taka allan vafa af að þá er barnskín ekki Biblíuleg. Skírn merkir líka að grafa gamla lífið og er staðfesting á sáttmála við Guð að maður ætli að snúa sér frá gamla líferninu og fylgja honum.
Það var prestur í Færeyjum sem gerði bók sem heitir allt sem Biblían segir um barnaskírn. Hann gerði mjög flotta kápu utan um bókina og síðan þegar fólk keypti hana og opnaði að þá voru síðurnar auðar. Barn sem er nokkra mánaða hefur ekkert gamalt líf til að grafa. Jesús tók börnin í faðm sér og blessaði þau og það er það sem ritningin bendir á varðandi lítil börn að þau skuli blessuð verða.
En barnaskírnin kom inn í kaþólskukirkjuna á 13 öld úr grískri goðafræði og á ekkert skilt við kristna trú eða það sem Biblían stendur fyrir.
En hvenær ætti skírn að fara fram? Um leið og þú hefur tekið ákvörðun um að gefa Jesú líf þitt. Það á ekki að vera nein bið eftir því...
Post 8:35-38
-35- Filippus tók þá til orða, hóf máls á ritningu þessari og boðaði honum fagnaðarerindið um Jesú. -36- Þegar þeir fóru áfram veginn, komu þeir að vatni nokkru. Þá mælti hirðmaðurinn: Hér er vatn, hvað hamlar mér að skírast? -37- -38- Hann lét stöðva vagninn, og stigu báðir niður í vatnið, Filippus og hirðmaðurinn, og Filippus skírði hann.
Post 2:41
En þeir, sem veittu orði hans viðtöku, voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir.
Við sjáum svo í seinna versinu að þegar Pétur steig fram og predikaði fagnarerindið að þá skírðu þeir alla samdægurs. Þess vegna á það ekki að vera nein bið að skírast því að um leið og þú hefur tekið ákvörðum um að fylgja Jesú að þá er þetta hlýðniskref fyrir fyrir Guð.
Ef menn eru með allskonar afsakanir að það sé ekki tilbúið og bla bla að þá er það ekki tilbúið að fylgja Jesú eða það er heldur betur búið að rugla í þeim. En sannleikurinn er sá um leið og þú ert viss í hjarta þínu að þú viljir fyglja Jesú að þá fylgir skírnin strax á eftir.
Þriðji punkturinn er skín í Heilögum Anda eða meðtaka hann inn líf okkar.
Post 1:8
En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.
Jesús sagði við lærisveina sína að þeir myndu öðlast kraft er Heilagur Andi kæmi yfir þá... Þetta er enþá í dag. Kraftur Heilags Anda er fyrir þig.
Post 2:1-4
-1- Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. -2- Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. -3- Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. -4- Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.
Heilagur Andi er hinn sami í dag og þegar hann kom á dögum frumkirkjunar, hann hefur ekkert breyst. Sömu táknin og undrin sem gerðust fyrir hendur postulana eiga líka að gerast fyrir þínar hendur.
Post 3:1-10
-1- Pétur og Jóhannes gengu upp í helgidóminn til síðdegisbæna. -2- Þá var þangað borinn maður, lami frá móðurlífi, er dag hvern var settur við þær dyr helgidómsins, sem nefndar eru Fögrudyr, til að beiðast ölmusu hjá þeim, er inn gengu í helgidóminn. -3- Er hann sá þá Pétur og Jóhannes á leið inn í helgidóminn, baðst hann ölmusu. -4- Þeir horfðu fast á hann, og Pétur sagði: Lít þú á okkur. -5- Hann starði á þá í von um að fá eitthvað hjá þeim. -6- Pétur sagði: Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasaret, statt upp og gakk! -7- Og hann tók í hægri hönd honum og reisti hann upp. Jafnskjótt urðu fætur hans og ökklar styrkir, -8- hann spratt upp, stóð í fætur og tók að ganga. Hann fór inn með þeim í helgidóminn, gekk um og stökk og lofaði Guð. -9- Allt fólkið sá hann ganga um og lofa Guð. -10- Þeir þekktu, að hann var sá er hafði setið fyrir Fögrudyrum helgidómsins til að beiðast ölmusu. Urðu þeir furðu lostnir og frá sér numdir af því, sem fram við hann hafði komið.
Við sjáum það að þegar Heilagur Andi er komin í líf okkar að þá þurfum að læra að hlusta á hann og vera í samstarfi við hann. Heilagur Andi veit alltaf hvað á að gera. Þið sjáið það líka að Pétur var ekki að biðja Guð viltu lækna hann, hann sagði það sem ég hef það gef ég þér, Í nafni Jesú Krists frá Nasaret stattu upp og gakk....
Hvað var það sem gerðist? Jú maðurinn læknaðist vegna þess að Heilagur Andi var á staðnum og það sama getur gerst með þig þar sem þú ert. Þegar þú ferð út í sjoppu að kaupa pyslu og kók að þá getur allt gerst. Þarna getur verið veikur einstaklingur sem Guð vill lækna og ná til og hvað á þá að hamla því að Guð geti það? Það sem hamlar því er við og ótti við áliti annara..
En það er hlutur sem við verðum að biðja Guð um að frelsa okkur frá...
2Tím 1:7
Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar.
Ef þú ert full/ur af kærleika Guðs og veist hver þú ert í Kristi að þá óttastu ekkert og þarft ekki að óttast neitt nema að gera það sem rangt er.. Stundum þarf bara að reka chicken spirtit út af okkur í Jesú nafni og biðja Guð um hugrekki til að ganga fram í því sem hann hefur lofað okkur...
Tákn og undur eru það sem á að vera eðlilefgt fyrir okkur að upplifa í kirkjunni.
Bæn: Heilagi Faðir, ég bið þig um að fyrirgefa mér vantrú mína, gefðu mér meiri trú, gefðu mér meiri kærleika, og veittu mér hugrekki til að gera það sem postularnir gerðu, veittu mér trú til að meðtaka að þetta er fyrir mig í dag, hjálpaðu mér Faðir, að lifa ávallt í stöðugri iðrun, að ég haldi ekki neinu eftir fyrir mig af syndum mínum, svo þær verði ekki hindranir á því, sem þú vilt gera í gegnum líf mitt. Ég þakka þér Faðir að frá þessari stundu að þá vil ég ganga fram í þeim gjöfum sem þú hefur fyrir mig, og ég vil fá meira af þér í Jesú nafni amen...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.