Að hafa hugarfar þjónsins
20.7.2008 | 15:14
Fil 2:5-10
-5- Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.-6- Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.-7- Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur.-8- Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi.-9- Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra,-10- til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu.
Guð vill að við höfum þetta hugarfar sem Jesús hafði. Jesús upphafði sig alldrei á því að vera Guð. Hann var alltaf að þjóna inn í líf annara. Jesús leit á sig sem þjón. Hann sagðist vera komin til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds. Síðan segir Jesús að sem vill verða mikill skal þjóna öllum. Þetta er allgjörlega í andstöðu við það sem fólk sem tilheyrir heiminum hugsar. Fólk til sig vera mikið ef það hefur marga til að þjóna sér. En í rauninni hefur þetta svoldið að gera með óöryggi í fólki við að þurfa láta vera þjóna sér og fá viðurkenningu frá öðrum.
Þetta er svoldil æfing og áskorun að temja sér þetta hugarfar. Hugarfar þjónsins. Ég hef ekkert alltaf haft svona hugarfar og klikka á því oft og hugsa mest um sjálfan mig. En oft stendur maður frammi fyrir því að leggja sín áform til hliðar og vera tilbúin að starfa fyrir Guð.
Ég man eftir einu svona tilviki. Það kvöld var ég búin að plana að fara hitta eina gullfallega stelpu. En Guð hafði annað plan. Hann setti í veg fyrir mig einstakling sem þurfti að fá lausn inn í líf sitt. Þessi einstaklingur var eins og gangandi lík og var fjötraður í vímuefnum. Hann kom til mín og bað mig um að hjálpa sér. Ég hugsaði með mér í minni eigingirni, oh þarf hann að biðja um hjálp núna, afhverju gat hann ekki bara komið seinna? Ég varð pínu gramur en það var samt kærleikur Guðs sem yfirtók mig til þessa manns. Ég sagði já ég skal hjálpa þér en það var ekki auðvelt að leggja mín áform til hliðar. En svo fór ég með manninn heim og fór með honum á hnén og bað með honum. Á einu augabragði sá ég manninn gjörbreytast. Tár runnu niður kinnar hans og gleði tók að skína úr andliti hans. Þessi maður sem var við það að deyja eignaðist nýtt líf og tilgang með lífinu. Eftir á leið mér mjög vel en ég átti samt ekki auðvelt með að segja fólki að þetta hefði verið erfið ákvörðun fyrir mig að gefa eftir. En ég átti auðvelt með að segja öllum hvað breyttist hjá manninum.
Að temja sér nýtt hugarfar krefst tíma og áskorunar.
Það er eitt sem mig langar að skrifa aðeins um. Það er svo oft að menn sem eru að þjóna Guði verði afbrýðissamir út í aðra sem eru að þjóna Guði og ég er engin undantekning við því. En Guð sýndi mér eitt varðandi þetta. Við erum öll í sama liðinu. Þegar við erum að þjóna Guði að þá eigum við alltaf að hugsa um hag Guðs og samgleðajast öðrum fyrir það sem Guð hefur gefið þeim og biðja fyrir þeim. Það sem ég geri varðandi þetta þegar það kemur upp afbrýðissemi, að þá þakka ég bara Guði fyrir það sem hann hefur gefið mér og þessum einstaklingum. Ég bið síðan fyrir því að þeir haldi áfram að vaxa í því sem þeir eru að gera. Það á ekki að vera tími fyrir afbrýðissemi í Guðsríkinu, við vinnum öll af því sama, fyrir sama Drottinn og ríki hans til framdráttar. Þess vegna á maður að þakka Guði fyrir það sem hann hefur gefið öðrum og manni sjálfum og samgleðjast þeim sem gengur vel. Minnimáttarkennd og afbrýðissemi verður að deyja út í lífum okkar.
Athugasemdir
Takk fyrir pistilinn, mjög góð áminning.
Guð blessi útgang þinn og inngang!
kv systir í kristi bev.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 21.7.2008 kl. 11:23
takk fyrir það :)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 24.7.2008 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.