Allt hefur sinn tíma

 

Allt hefur sinn tíma. Eitt af því sem truflar nútímamanninn er  óþolinmæði. Fólk ætlast til þess að fá skyndilausnir í öllum málum. Bara svona eins og að fá sér skyndikaffi. En í mörgum málum er bara ekki til nein skyndilausn.

Þegar það kemur af því að gefa Guði líf sitt. Að þá er ekki hægt að ætlast til þess að einstaklingar breytist bara 100% á no time. Það gengur alldrei upp. Ávextir þurfa sinn tíma til að vaxa og þroskast. Sama er það með þegar kona gengur með barn. Það tekur 9 mánuði og ekkert sem heitir skyndilausn þar eða skyndimeðganga. Það að þroskast tekur sinn tíma. Það að vaxa og verða fullorðinn hefur sinn tíma.

Þetta er það sama hjá Guði. Einstaklingar sem ganga til samfélags við Drottinn þurfa sinn tíma til að þroskast. Á lífsleiðinni rötum við í ýmiskonar raunir og hindranir sem verða á vegi okkar. Þetta er allt saman til að þroska okkur. Jafnvel freistingar eru settar í veg okkar til að þroska okkur. Í Freistingum höfum við alltaf tvo valmöguleika og það er að þroskast eða falla í freistnina. Þroskinn kemur þegar við stöndumst þær. En til að sigrast á freistingu er best að hundsa þær. Þá er átt við að leiða hugan að einhverju öðru sem því sem freistar okkar.

En þegar maður byrjar að ganga með Guði að þá er það sem skiptir mestu máli er að lesa í Biblíunni og ef það er eitthvað sem maður skilur ekki að þá er bara að vera nógu dugleg(ur) að spyrja sig til um hvað hlutirnir þýða og læra að stúdera og fá sér gott Biblíuforrit. Bænin skiptir líka miklu máli. Til að byrja með biðjum við bara eins og okkur dettur í hug. En þegar við förum að ganga lengra með Guði að þá byrjum við að þroskast og þar af leiðandi bænalífið líka og það verður dýpra.

En til þess að þroskast þá þurfum við þolinmæði. Einstaklingar sem koma til Guðs verða alltaf að fá að vera þeir sjálfir og finna það að þeir eru jafningjar okkar þótt þeir hafi gengið styttra með Guði. En við eigum að hjálpa þeim fyrstu skrefin og hjálpa þeim að þroskast og tengjast í Guðsríkinu. En allt hefur þetta sinn tíma...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Sigvarður.

Mjög góður pistill hjá þér.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

kærar þakkir :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 24.7.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband