Kraftur eða afl

Veit ekki hvort fólk spái mikið í þessu orði, Kraftur, máttur, styrkur eða afl. Við Íslendingar erum heppin að hafa mörg orð til að útskýra hvað kraftur er.

Kraftur er líklegast best útskýrt sem möguleiki til að gera eitthvað eða geta framkvæmt eitthvað. Afhverju það jú vegna þess ef við tökum bíl sem dæmi að þá eru þeir alltaf skráðir með hestöflum. Því meira sem hestaflið er, því meiri er krafturinn í þeim. Því auðveldara er að keyra hraðar vegna þess að þeir hafa aflið til þess.

Ef við setjum Nisan Micru með krók á tún til að reyna draga 20 heyrúllur á þungum vagni sjáum við að bíllinn kæmist ekki einu sinni úr stað því hann hefur ekki aflið til þess að draga þennan þunga og þar með engan möguleika til að framkvæma þetta verk. En ég færi með stóran og öflugan Massey Ferguson út á tún þá færi ég létt með að draga vagninn því að þessi traktor hefði aflið til að framkvæma þetta. Þess vegna er kraftur líklegast best útskýrt sem möguleiki til að geta framkvæmt eitthvað.

Þetta er það sama með kristna lífið. Biblían segir að þegar við meðtökum Heilagan Anda að þá munum við öðlast kraft þegar hann kemur yfir okkur. Það þýðir það að möguleikar okkar til að framkvæma eitthvað munu aukast. En krafturinn liggur í dvala ef hann er ekki virkjaður. Páll segir ap við eigum að glæða náðargjafir okkar. Til þess að virkja kraft Heilags Anda í lífi sínu verður maður að tala tungum svo Heilagur Andi fái að komast að með sinn kraft í lífum okkar,því að okkar skilningur er alltof takmarkaður til að skilja og trúa því sem Guð vill framkvæma í lífum okkar. Þetta er það sama og með eldinn til að halda honum gangandi að þá vantar eldivið og til að halda krafti Guðs gangandi í þínu lífi að þá þarf bænalíf og samfélag við Drottinn

Við sjáum það að þegar við erum í eigin mætti og biðjum fyrir sjúkum að þá gerist ekki neitt, en þegar Heilagur Andi er yfir okkur að þá er kraftur í okkur sem hefur möguleikan til að framkvæma lækninguna. Við í okkar eigin mætti getum ekkert gert en með kraft Guðs innra með okkur opnast margar dyr og margir möguleikar.

Ég er svo heppinn að ég fæ að lifa í þessum krafti. En það gerist ekkert fyrr en ég virkja hann. Páll talar líka um að til að sigrast á girndinni að þá verðum við að fylla okkur af Guði. Hvernig fyllum við okkur af Heilögum Anda öðruvísi en að tala tungum. Ef þú færð fíkn í eitthvað sem er veikleiki hjá þér, prufaðu þá að deyða girndina með því að leyfa Heilögum Anda að biðja í þér sem er tungutalið eða tungumál Andans. Þá færðu kraft til að segja nei við girndina.

Með kraft Guðs innra með mér að þá er mér kleyft að gera margt sem ég gat ekki gert áður, ég hef kraft til að segja nei við áfengi og fíkniefni, ég sem er allgjörlega vanmáttugur gagnvart áfengi og vímuefnum. En Kraftur Guðs gerir mér kleyft að vera edrú og frjáls og til þess að viðhalda edrúmennsku minni að þá verð ég að fá kraft frá Guði á hverjum degi til að vera edrú einn dag í einu og þannig hefur það virkað í rúm 8 ár og virkar enn og mun alltaf virka.

Páll ritar líka allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir, en New Living Translation útskýrir þetta á þann hátt, allt get ég gert fyrir hjálp krists sem gefur mér þann styrk sem ég þarf.

Þegar við erum með Guði og lifum í krafti Guðs að þá opnast möguleikar okkar að geta framkvæmt eitthvað sem við vorum ekki fær um áður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt Sigurvarðu og þú munt líka komast að því að krafturinn er ekki bundinn við tegund ökutækis því orkugjafi allra trúarleiða er sá hinn sami.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ég trúi bara á einn sannleika og hann heitir Jesús Kristur...  Kristin trú er ekki trúarbragð... heldur gjöf Guðs til þín svo þú verðir hólpinn og eignist eilíft líf og að þú lærir að þekkja sannleikann, því ef þú þekki sannleikan þá verðurðu var við villuna þegar hún kemur... ;) Guð blessi þig vinur og opni augun þín ;)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.7.2008 kl. 17:28

3 identicon

Guð blessi þig líka vinur en augu mín eru opnari en augu þeirra sem vilja tengja óútskýranlegan kraft við eina bók og einn meistara.  Hvað ætli t.d. venjulegi heiðarlegi og góði múslimi eða búddisti sé að upplifa í bænum sínum?

Fiinst þér ekki dálítið svert að gefa milljörðum manna og kvenna falleinkunn vegna þess að þú náðir að tengjast guðsvitund í edrúmennskunni.  Er t.d. allt allt hið góða 12 sporafólk sem upplifir guð eins og það skynjar hann á villubraut?

Væri það ekki þroskaðri  leið að nota t.d. orðið trúarleið en trúarbrögð og sleppa því að dæma það sem þér sem mannlegri veru er ómöglegt að henda reiður á umfram aðra mannbræður?

Gangi þér edrúmennskan vel

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Jesús toppaði á einu kvöldi fyrir vin minn það sem búdishminn gerði fyrir hann á 2 árum.

Kraftur Heilags Anda er raunuverulegur og langtum meiri en menn geta gert sér grein fyrir. En 12 sporin koma eimitt frá kristinni trú eða oxford hreyfingunni sem var Hvítasunnuhreyfing. Upphaflega var bara talað um ein Guð eins við skynjum hann og skoðaðu bænirnar betur í aa bókinni til að fá opinberun á þetta.

Það er bara villa að maður eigi að finna einhvern æðri mátt, það er talað um að til að byrja með meigum við skilgreina Guð eins og við skiljum, síðan þegar við förum að tileinka okkur þess leið að þá þroskast skilngurinn...

Það er ekki mitt að gefa neinum falleinkun.. en Búddha er enþá í gröfinni sinni en Jesús ekki..

Íslamtrú er afkvæmi rómversk kaþólsku kirkjunar og var fundið upp til að útríma kristinni trú. ´Múhameð var 25 ára þegar hann giftist 40 ára rómversk kaþólskri nunnu sem var rík og hafði mikil ítök á þessum tíma.

Merki Íslam er felumerki sólargyðju sem er svo aftur felumynd upp á satan..  þannig verði þeim að góðu sem aðhyllast trú sem byggist á kúgun, því að þeir gefa ekkert frjálst val...

Fyrir mér er það líka felumynd af djöfsatrú, að koma nálægt heilun, jóga hugleiðslu, spíritisma oflr...

Fólk hefur alltaf sitt frjálsa val, en við munum ávallt uppskera eftir vali okkar, jú því það erum við sem veljum sjálf hvað við trúum á.. enda sköpuð með trúar element innra með okkur...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.7.2008 kl. 20:29

5 identicon

Ég virði þá er reyna að bæta sig eftir andlegum leiðum en bendi þeim jafnframt á ákveðinn hroka sem felst í "mín trú er sú eina rétta syndrominu"

Hver ert þú að kalla mig og aðra halla undir djöfulinn því við kjósum að horfa með báðum augum opnum á raunveruleikann í stað þess að rýna í gegnum örmjóa sjónpípu trúarbragða sem hafa drepið fleyri en allar styrjaldir því þeirra trú var sú eina rétta.

Fíklar eru fíklar og þeim hættir til að taka sín meðöl með ofsafengnum hætti eins og þú sem greinilega ert snardópaður af guði   Þú trúðir líka þeim sem seldi þér efnið að enginn ætti betra stöff í borginni og allir sem notuði eitthvað annað væru á leið til helvítis.

Minnir mig á leiðbeiningar sem ég las en þær voru fyrir trúboða Vottanna.  Þeir lögðu svo mikla áherslu á að ef skjólstæðingurinn næði andlegri upplifun yrði að mata hann strax og mikið með bókinni til að tengja hana við upplifunina. Skjólstæðingurinn mátti ekki fá ráðrúm til að mynda sér sjálfstæða skoðun á eðli andlegrar upplifunar, allt yrði að fara í gegnum hin þröngu trúarbragðaaugu.

Sannleikurinn er sá að hefðir þú fengið einhverja aðra bók eftir þína upplifun gætir þú verið annarar trúar í dag en verið nákvæmlega jafn guðsvímaður.

Það er hættulegt fyrir alka að fara öfgaleiðina Sigurvarður því þú ert ekki að vinna á fíkninni í dag heldur ertu að selja trúardópið þitt hér á vefnum og hikar ekki við að segja ósatt til að viðhalda ástandinu.

Batamerki?

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 20:45

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

hef nú engu logið og hika ekki við að segja hver skilgreining mín er á hlutunum enda þitt að trúa því að það sé gott sem þú ert að gera, en greynilega í einhverju spíritisma rugli sem er nú bara beintteingt við djöfladýrkun hvort sem fólk vill meina vel með því sem það er að fikta við eða gerir þetta með þeirri meðvitund að þeir skilji hvað er í gangi.., ég var nú meira að dreka en dópa og var tíminn sem ég drakk ekki meir en tæp 6 ár og dópið 2 ár og síðasta hálfa árið eitthvað af viti... En ég hætti 6 jan 2000 þegar ég fór í Hlaðgerðarkot... ef þú flokkar það sem ég er að gera sem dóp þá get ég sagt með fullvissu að Jesú er besta dópið...

ég var nú ekki mikið að versla við dílera sem sögðust vera með besta efnið, það eina sem skipti máli á þessum tíma var að geta verið í breyttu ástandi til að flýja raunveruleikan og deyfa sig...

Það sem Jesús hefur gert fyrir mig er að hann gaf mér og gefur mér kraft til að vera edrú, hann hefur gefið mér lífslöngunina aftur, hann gaf mér löngun og kraft til að vera heiðarlegur. Enda sé ég að púkarnir í þér eru orðnir eitthvað æstir hehe...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.7.2008 kl. 23:57

7 identicon

Þú ert ágætur Sigurvarður  en ég kalla það skrök mínum bókum að segja spíritistamál í beinum tengslum við djöfsa.

Auðvitað var það þroskaskref hjá þér að taka inn æðri mátt en við megum ekki falla í þá gryfju að taka okkur guðsvald í hendur og beita eigin upplifun til fordæmingar á kannski upplifun 12 spora manns sem er jafn dópaður af guðsvitund og þú.

Það verður enn meira þroskaskref í þínu trúarlífi þegar þú lærir meira umburðarlyndi gagnvart upplifun annara trúarstefna og þeim sem þær ástunda.

En hitt stendur líka svo ég þjálfi sjálfan mig í umburðarlyndi að mér þætti þú maður að meiri sem edrú trúarfíkill en virkur alki og þetta er orðinn flottur tími hjá þér.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 00:26

8 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ég heiti Sigvarður en ekki Sigurvarður hahaha.. hvað fékkstu eiginlega í lestri?

Sigvarður Hans Ísleifsson, 30.7.2008 kl. 17:21

9 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

gleymdi einu, en ég er með orð til þín frá Guði... Það er úr 81 þýðingunni og er í Jobsbók 13:5

Sigvarður Hans Ísleifsson, 30.7.2008 kl. 17:25

10 identicon

Ég hef nú lesið nafnið þitt svona rangt fyrir löngu því ég hef heimsótt síðuna áður og fatta ekki alveg hvernig mér tókst að viðhalda rangnefninu, en sigurvegari ertu yfir þínum sjúkdómi og nýja nafnið passaði vel að því leitinu

Ég er alltaf til í að hlusta á skilaboð en hef ekki bókina þína í skápnum mínum svo þú verður að birta mér þetta á vefnum þínum.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 00:42

11 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

þetta orð var nú bara grín og á eflaust við okkur báða því að umræður meiga aldrei leiðast út í nein leiðindi sem geta gerst og betra að stoppa áður..

En það stendur í Job 13:5...   Ó að þér vilduð steinþegja þá mætti það meta yður til mannvits...      

Shalom = friður :) 

Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.7.2008 kl. 04:27

12 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson


Hatur vekur illdeilur en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti. Okv 10,12

Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.7.2008 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband