Þegar Guð talar

Þegar Guð talar þá talar hann með friði og það sem hann segir er skýrrt... En það er eitt sem ég var að hugleiða að Guð talar til okkar og sýnir okkur ákveðna hluti sem hann ætlar að framkvæma í lífum okkar.

En það er eitt sem ég hef lært að það er ekki nóg að bíða bara og gera ekki neitt, ég trúi því að maður eigi að meðtaka það sem Guð talar til manns og ganga út á það.

Ég man að þegar ég var á Selfossi og stóð frammi fyrir því að byrja með unglingastarf en það voru bara engir unglingar í starfinu. Menn sögðu þetta er ekki neitt þetta er ekki neitt og reyndu þar með að tala dauða yfir mig. 

En Guð talaði, hann gaf mér sýn með kirkjuna á Selfossi fulla af unglingum sem töldu á annað hundraðið og þá var búið að breyta kirkjunni í þá mynd sem hún er núna. Lagið sem unglingarnir sungu og dönsuðu við var lagið, i want to know you, i want to touch you, i want to see your face...

Stuttu seinna dreymdi mig draum , þá dreymdi mig sjálfan mig sitja á fremsta bekk í örkinni í kirkjulækjarkoti í stóra salnum, fyrir aftan mig sátu unglingar og salurinn var fullur af unglingum. Ég sat þarna á fremsta bekk og var komin með sítt hár og var með derhúfu á hausnum og kassagítar að spila lag með hljómsveit sem heitir Big Dismal og lag sem heitir Remember   ... þetta lag fjallar um það að ég vil muna stundirnar sem ég á með Guði..  Það sem var svo merkilegt við þennan draum að ég var meðvitaður um það að ég kann ekki á gítar og er ekki sá aðili sem stendur fyrir framan aðra og syng. Og það sem var líka merkilegt að Logi Bergmann var þarna sem fréttamaður að sýna í beinni útsendingu frá samkomunni þar sem ég var að syngja og allur salurinn fyrir aftan mig tók undir og þetta var í beinni útsendingu í fréttunum og það sem var fréttinn var mikil vakning  og frelsun á meðal unglinga á Íslandi.

Eftir að hafa fengið þessa sýn og þennan draum vissi ég að Guð ætlaði sér stóra hluti á Selfossi því hann hafði talað og því engin ástæða til að efast ...

Síðan fór ég að biðja út frá því sem Guð hafði sýnt mér og hann gaf mér 2 vers til að byggja starfið upp á úr Filipibréfinu, annað versið segir að það er Guð sem vinnur verkið og seinna versið segir að Guð muni fullkomna það sem hann byrjar á...

Ég fór af stað og það sem gerðist er að það frelsuðsut unglingar á fyrstu samkomunum í röð alltaf á bilinu 3-6 á hverri samkomu og tugir unglinga frelsuðust þetta sumar og ekkert virtist geta stoppað þetta...

En þá kemur því að segja frá því afhverju þetta hrundi.. Þetta ár sem var 2005 fór ég að skoða klám, ég þorði ekki að segja frá því eða viðurkenna það og þar af leiðandi lá ég fastur í þessari synd og hún fór að draga úr mér. Síðan bættist það ofan á að ég fór að vera með stelpu og þrátt fyrir að Guð hefði talað skýrt til mín að láta hana vera því hún væri ekki fyrir mig að þá óhlýðnaðist ég. Ég vildi gera það núna sem mig langaði til að gera... Og áfram hélt syndin að hlaðast upp og ég á þeim stað að ég hélt að ég mætti ekki gera nein mistök og það endaði með því að komið var til mín og ég beðin um að leggja allt til hliðar sem ég hafði verið að byggja upp. Afhverju jú af því að ég var í synd. Synd er eins og vírus.. við vitum það ef það kemur vírus í tölvu að þá skiptir engu máli hversu mikið af góðu efni við setjum í hana að þá halda vírusarnir alltaf áfram að skemma út frá sér séu þeir ekki hreinsaðir burt. það sama er með syndina ójátuð synd er ófyrirgefin synd... því að þegar við viljum ekki játa að þá erum við að hafna fyrirgefninunni fyrir syndir okkar...

Þetta var það sem varð mér að falli ég gerði þá kröfu á mig að ég ætti að vera fullkomin og þorði ekki að játa þegar mér varð á í messunni og vinna strax í því. Ég komst á þann stað að ég væri bara búin að klúðra þessu öllu saman og Guð gæti alldrei notað mig aftur. En því er hann sjálfur ekki sammála.. Hann hefur reynst mig við og hjálpað mér að læra af þessu og gefið mér þann lykil að hafa alltaf allt í ljósinu...

En hvað varð þá að því sem Guð talaði? skemmdist það af því að ég klikkaði?  Nei því er Guð ekki heldur sammála því að hann hefur talað aftur til mín  að fara á Selfoss.  Hvað mun gerast þá? er bara í höndum Guðs eins.. en eitt er víst að þessi draumur og þessi sýn munu ganga í uppfyllingu.

Það er annað sem Guð hefur sýnt mér varðandi þegar hann talar, að það er það að það mun gerast það sem hann segir. En það gerist á þeim tíma sem hann vill að það gerist... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Þakka þér fyrir hreinskilni þína. Nú ætla Guð að gefa þér annað tækifæri og mundu að vera duglegur að klæðast herklæðunum og verjast öllu sem hinn illi vill nota gegn þér til að granda þér. Mundu að biðja um blóðvernd.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 20:57

2 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Já ég tek undir með systur minni henni Frú vopnafjarðar Rósu, en vert þú eins og Rósa á myndinni alltaf í herklæðunum, farðu aldrei úr þeim. Be blessed not stressed.

Aðalbjörn Leifsson, 9.8.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það kæru systkyn ;)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 10.8.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Árni þór

Guð blessi þig Sigvarður, engin spurning Ísland stendur frammi fyrir mestu vitjun sem Guð hefur komið með hingað og unga fólkið verður þar áberandi, hef séð þessa vitjun koma í nokkrum öldum sem skella á Íslandi, fyrst lítil alda, síðan stærri og enn stærri uns yfirflæðir og fer héðan frá Íslandi til annarra landa.
Núna er tími undirbúnings að við undirbúum okkur að fara frá þessu gamla til að taka við þessu nýja sem er gjörólíkt því sem hefur verið, þetta nýja gerir það að verkum að hugarfar okkar breytist að hugsa um okkur sem einstaklingas, eða sem söfnuð eða söfnuði yfir í það að hugsa um Guðsríkið að þetta snýst ekki um okkur heldur Guð einan þá myndast einingin í líkama Krists og þá er engin takmörk fyrir því sem Guð getur gert. Við undirbúum okkur í samfélaginu við Drottinn í föstu og bæn.
Á kotmótinu lagði Drottinn það á hjarta mitt að tala þetta út sem og ég gerði.
Verum ekki eins og Samson sem upplifði kraft Guðs en lék sér af veikleika sínum uns hann missti kraftinn, tökumst frekar á við veikleika okkar í samfélaginu við Drottinn og kraftur Guðs verður óhindraður í yfirflæði.

Árni þór, 12.8.2008 kl. 00:06

5 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

já amen...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 12.8.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband