Afhverju Jesús? afhverju ekki bara Búddha eða eitthvað annað?

það kom kona til mín í vinnunni í sumar horfði á mig og hló smá og sagði ég sá á myspace síðunni þinni að þú ert kristinn. Ég sagði já ég er það. Síðan hélt hún áfram og sagði ég trúi ekki á Guð. Ég meina afhverju Jesús sagði hún? Afhverju ekki Búddha eða eitthvað annað? Svar mitt var einfalt ég er ekki leitandi ég hef fundið það sem ég trúi að sé sannleikurinn.

En ég velti þessu fyrir mér afhverju Jesús en ekki Búddha? Í fyrsta lagi að þá er Búddha enþá í gröfinni sinni. Jesús sigraði dauðann og reis upp á 3 degi og lifir í hjörtum þeirra sem trúa í gegnum Heilagan Anda.

Hvað getur þessi Búddha gert? akkúrat ekki neitt..

Hvað getur Jesús gert? hann getur allt... Dæmi: Í fyrra þá frelsuðust margir sem höfðu fengið þann stimpil á sig að vera harðsvíraðir glæpamenn. Menn sem hötuðu lögregluna og höfðu engan áhuga á því sem gott var.
En svo kom Jesús og mætti þeim, Þessir einstaklingar snéru við blaðinu og áður en menn vissu voru þeir farnir að halda samkomur þar sem lögreglumönnum var boðið á samkomur.

Hver annar en Jesús gat sameinað krimma og lögguna? hef ekki heyrt neitt svona dæmi um frá Búddha...
Í kristi Jesú þurfa menn ekki að rembast við að vera eitthvað ... Menn verða nýsköpun og allir eru jafnir frammi fyrir Guði.. menn verða synir og dætur Föðurins.. þeir sem eitt sem lifðu í myrkri sjá ljós og von og fá tilgang með lífinu...

Tilhvers að leyta þegar sannleikurinn er beint fyrir framan nefið á þér.. Jesús er svarið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Herbert Guðmundsson er gott dæmi um mann sem sá muninn á Jesú og Buddah .

conwoy (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það er rétt hann er gott dæmi um það ásamt mörgum öðrum :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 30.8.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Jesús er stórasti vinur okkar. Jesús er frelsari okkar og hann er vinur okkar. Dásamlegt með Baldur Frey og alla hina.

Vegir Drottins eru órannsakanlegir en að fá að ganga með Jesú er stórkostlegt.

Guðs blessun og Góða helgi

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 12:12

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Amen þetta er frábær færsla hjá þér, Guð blessi þig í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 30.8.2008 kl. 12:21

5 identicon

jóóó

ég trúi á anda

ég er andatrúari núna

og múslimi á sunnudögum

ruski belan (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 17:28

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Nú á hvaða anda trúurðu í dag?

múslimi já... Íslam á rætur sínar að rekja í djöfladýrkun og er afkvæmi rómversk kaþólsku kirkjunar og var stofnað til að útrýma kristinni trú...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 30.8.2008 kl. 20:09

7 identicon

ussss

ég trúi á einhverja anda bara. 

ég er múslimi á sunnudögum samt marr.

og rússneska réttrúnaðarkirkjan 6-7 janúar ár hvert (semsagt kristin)

ruski belan (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 20:13

8 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

okey þá bara ótsöðugur félagsskítur hehehe... lol... Það er best að meðtakan sannleikan því að það er bara til einn sannur Guð :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 30.8.2008 kl. 20:16

9 identicon

uss eg trui ekki a guð nema 6-7 januar ár hvert.!!

ruski belan (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 20:18

10 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

2 dagar þá á ári... en hvað ef þú deyrð hvert ferðu þá?

Sigvarður Hans Ísleifsson, 30.8.2008 kl. 20:20

11 identicon

ég mun deyja í rússlandi og rotna þar og fæðist aftur sem úlfaldi í marokkó

ruski belan (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband