Menn vitlausir eða hvað?
13.9.2008 | 10:04
Það nýjasta núna er að 10 þús vísindarmenn ætla sér að skapa svarthol sem jörðin á að sogast inn í á 4 árum er sagt. Aðrir segja að þeir séu búnir að komast að því hvernig jörðin varð til og bla bla.. Sumir segja að þetta boði heimsendir og rústi jörðinni.
En hvað sem af öðru líður að þá mun þetta verða að engu og ekkert svarthol verða til. Menn halda að með þessu muni þeir sanna að jörðin þróaðist eða varð til úr heimskulegri geimsprengingu.
Ég trúi því að jörðin er verk Guðs sköpuð af honum og með ákveðnum tilgangi. Maðurinn er æðsta sköpun Guðs því hann er skapaður í hans mynd til að drottna og ríkja yfir jörðinni. sú hugmynd að menn hafi þróast af öpum er líka allveg fáránleg. Í líkamsbyggingu manna og apa eru 20 mismunandi líkamshlutar, þá tala ég um úlnliðinn, góminn, höfuðlagið oflr. fyrst menn eru komnir af öpum og þróuðust, afhverju er þeir þá hættir að þróast?
Hver er útskýring þróunnarsinna afhverju hver maður er með mismunandi fingrafar? Engir tveir eru með sama fingrafarið...
Hver er þá útskýring þróunarsinna afhverju hver maður er með 500-700 hæfileika og þeir liggja allir á misjöfnum sviðum hjá fólki?
Ekki varð bílinn til að sjálfu sér?
Ekki varð talvan til af sálfri sér?
Staðreyndin er sú að á bakvið alla sköpunina er skapari eða hönnuður.
Bílinn var hannaður og hefur þróast með árunum og orðið tæknilegri og öruggara samskiptatæki.
Talvan var hönnuð af mönnum og hef þróast og heldur áfram að þróast áfram...
þannig er það með manninn það er hönnuður á bakvið hann en maðurinn heldur áfram að þróast og tæknivæðast, hlutirnir breytast með tímanum og mennirnir með...
Athugasemdir
Sæll og blessaður.
Frábær pistill.
Fyrsta bók Móse 11:8-9
"Og Drottinn tvístraði þeim þaðan út um alla jörðina, svo að þeir urðu af að láta að byggja borgina.
Þess vegna heitir hún Babel, því að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar, og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina."
Þarna strax voru menn búnir að finna ýmis svör við sköpun heimsins og ýmislegt annað en Guð tvístraði mannfólkinu og ruglaði tungumál mannfólksins sem varð til að hægja á vitneskju manna um sköpunarverkið og um alla þróun sem er á gífurlegum hraða í dag. Við vitum meira og meira með hverjum deginum um tilvist okkar og nú er þekkingin um t.d. mannslíkamann gífurleg en vantar ennþá ýmislegt því við höfum ekki ennþá þekkingu til að hefta ýmsa sjúkdóma. Alltaf að bætast við þekking dag frá degi og þá nálgast líka að Jesús komi og sæki okkur.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.9.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.