Opinberun fyrir árið 2009

 

Árið 2008 var ár endureysnar en árið 2009 verður kornskurður. Kornskurður merkir ekki bara mikla freslun heldur mikla lækningar sem eiga sér stað, það er eins og það sé farið með hníf á gömul mein og skorin upp, margir munu fá að upplifa kraft fyrirgefningar og öðlast nýtt líf, einnig munu margir endurnýjast í trúnni, þeir sem hafa villst frá snúa aftur hungraðir eftir Guði eftir að hafa smakkað á tónleikannum í heiminum


einnig munu margir spádómar sem hafa verið talaðir yfir Íslandi rætast


það sem mun einkenna þessa vakningu að fólk mun þrá meiri heilagleika en áður og helga sig allgjörlega Drottni


vakningin á árinu kemur eins og 3 flóðbylgjur, í fyrstu munu menn reyna hafa stjórn á þessu en fljóta svo með og seinni tvær munu vera mjög kröftugar, þetta sá ég í sýn. Fyrst kom snjóflóð það sem gerðist er að þeir sem voru í sýnninni reyndu að synda með en gátu það ekki og flutu með. Síðan kom annað snjóflóð og enginn reyndi að hafa stjórn á því né að synda með straumnum, heldur flutu menn með og það var eins og flóðið hrifsaði alla sem urðu á vegi þess. Þriðja flóðið kom og var kröftugast af þeim öllum. Það sem var einkennilegt að aðeins fólk úr kærleikanum var í þessari sýn.


Það sem mun einkenna þetta ár er líka uppskurður eða uppskera fjárhagslega meðal hina trúuðu og mikið magn mun streyma í Guðsríkinu. Drottinn hefur þegar sagt að hans sé gullið og hans sé silfrið. Einnig mun fólk fá að sjá ótalmörg kraftaverk gerast í fjármálum sínum eftir að það snýr sér til Drottins. Einnig mun fólk fá opinberanir á það að við tilheyrum ekki þessum heimi né fjárhag hans. Í ríki Drottins er hvorki eyðir, ryð né möl, þar er engin skortur. Það er nóg handa öllum.


Einning munu koma fram margir spámannlegir dómar yfir landinu, fólk mun ganga meira í gjöfum andans og tala meira inn í líf þeirra sem ekki trúa, sem verður til þess að fólk mun snúa sér til Drottins. Drottin mun opinbera huldustu leyndardóma hjarta fólksins, allt mun verða gjört opinbert, margir munu snúa sér til iðrunar.


Drottinn segir að það mun engin fá að komast upp með að lifa í synd og harðleg hirting verði á sviði syndarinnar. Það sem hefur gengið á undan hefur verið aðvörun til þeirra sem ekki vilja iðrast. Drottin þráir heiðarleika og til þess þarf aga og umvöndun

að síðustu segir Drottinn verið heilagir því að Ég Er heilagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Ég bíð spennt eftir að þetta allt muni gerast.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband