Andvökunótt
29.12.2008 | 04:07
Sit hér andavaka
get ei sofið neitt
langar svo að baka
þótt það fái engu breitt
Langar svo að sofa
en get ei sofnað
hverju á ég að lofa
þegar allt er orðið dofnað
Þreytan yfirtekur mig
get samt ekki sofnað
hverju skiptir það þig
þótt allt sé orðið dofnað
Veit ei meir
en svefnin þarf sinn tíma
hvað segja læknar þeir
sem hjálpa manni við þetta að glíma
Sigvarður:) 29 des 2008
Athugasemdir
Sæll Sigvarður.
Góðar hugdettur í ástandinu og ekki verra að skella þessu í vísuform.
Ég er í svipaðri krísu og veit um fleiri.....................svona er þetta þessa dagana.
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 04:57
úff já það eru eitthvað margir andvaka þessa nóttina og leitt að heyra með Sóldísi litu vona að hún sé að jafna sig þetta lítla krútt...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.12.2008 kl. 06:51
Sæll Sigvarður
Skáld ertu. Vona að þú og fleiri togi í bænastrenginn fyrir henni Sóldísi. Hún er búin að þurfa að berjast fyrir lífi sínu síðan hún fæddist þessi litla saklausa skotta
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 13:57
hún er líka svo yndisleg og mikið krútt :)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.12.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.