Filippibréfið
27.1.2009 | 19:13
Tilgangur: Tilgangur bréfsins var að þakka Filipimönnum fyrir gjafirnar sem þau höfðu sent Páli. Páll ritaði einnig til að styrkja hina trúuðu og benti þeim á að hinn sanna gleði kæmi frá Jesú Kristi einum. Einning má geta að Filipibréfið hefur verið nefnt bréf gleðinar.
Höfundur: Páll Postuli
Áheyrendur: Hinir kristnu í Filipi og hinir kristnu allsstaðar á öllum tímum.
Bréfið ritað: Páll ritaði bréfið í kringum 61 eftir kristsburð þegar hann var fangi í róm. Geta má þess að Páll var í hlekkjum þegar hann ritaði bréfið.
Umgjörð: Páll og það fólk sem hann var í kringum stofnaði kirkju í annari trúboðsferð Páls. Post.16:11-40. Þetta varð fyrsta frumkirkjan sem varð mjög virt í Evrópu. Kirkjan í Filipí senti einn meðlim kirkjunar hann Epafrodítus með gjöf til að afhenda Páli. Fil.4:18 . Páll var í fangelsi í Róm þennan tíma og hann ritaði bréfið til að þakka þeim fyrir gjöfina og til að styrkja þau í trúnni.
Lykilvers: Fil.4:4
Inngangur: Orðið gleði kallar fram sýn á óuppteknar gjafir á aðfangadag, skemmtigöngu þar sem þú heldur í höndina á þeim sem þú elskar, að láta koma sér á óvart á afmælisdeginum, að bregðast við með miklum hlátri af gríni sem þú sérð eða heyrir, sumarfrí á rómantískum stað.
Allir vilja vera hamingjusamir; Við virðumst eltast við það sem erfit er að henda reiður á, og þeirri hugsjón á langlífi: Eyðandi peningum,söfnum hlutum og leitum af nýjum upplifunum og reynslum. En ef gleðin er byggð á kringumstæðum sem þú ert í, hvað gerist þá þegar ? Dótið skemmist? Einhver nákomin deyr? Heilsan hrakar? Peningum þínum verður stolið? Og þegar partýið er búið? Oft að þá hverfur hamingjarn og gleðin og örvænting tekur yfir.
Í andstöðu við hamingju stendur gleðin. Rennur sterkara og dýpra, gleðin er hljóðlát, og örugg fullvissa um það að kærleikur Guðs verkar í lífi okkar - Drottinn er ávalt til staðar fyrir þig sama hvað gerist, hamingjan ræðst af því sem gerist en gleðin kemur frá Kristi.
Philipíbréf Páls postula er bréf gleðinar. Kirkjan í Makedóníu hafði verið mikið hvatning og blessun fyrir Pál. Kirkjan í Filipi átt mjög sérstök tengsl við Pál. Svo hann tjáði þeim persónulega í skrifum sínum ástúð hans til þeirra. Þau höfðu fært honum mikla gleði (Fil.4:1) Filipibréfið er fullt af gleði vegna þess að það útskýrir hina raunverulegu gleði í hinu Kristna lífi. Orðið gleði kemur fyrir 16 sinnum í 4 köflum, og innihaldið í köflunum geislar af þessu kröftugaskilaboði: Fil.4:4: Verið ávalt glöð í Drottni ,ég segi aftur verið glöð.
Í lífi sem var tileinkað Kristi, hafði Páll staðið frammi fyrir fátækt og hörmulegum aðstæðum, hann hafði upplifað ríkulega velferð eða átt mikið og allt þar á milli. Hann skrifaði þetta bréf sem er fullt af gleði í fangelsi. Í öllum kringumstæðum hafði Páll lært að láta sér nægja það sem hann hafði. (Fil.4:11-12) Hann hafði lært það að eiga sanna gleði var að hafa fókusinn, alla athygli hans og krafta í að læra að þekkja Krist. (Fil.3:8) og hlýða honum (Fil.3:12-13) Páll þráði það að þekkja Krist umfram allt annað: Hann sagði að hann myndi meta allt sem sorp samanborið við það að þekkja Krist og kraft upprisu hans, svo hann mætti verða eitt með Kristi. Hann sagði einning að hann gæti aðeins skilið þetta með því að upplifa þjáningar með Kristi með því að deila með honum dauða hans. (Fil.3:8-10)
Mættum við eignast löngun til að leita Krists og þekkja hann meira og meira. Fagnið með Páli í Filipíbréfinu og tileinkið ykkur það að finna ávalt gleði í Kristi.
Smá vitnisburður með: Eitt sinn er ég gekk í gegnum mjög erfiðan tíma að þá kom amma mín til mín og sagði: Ég sé að Guð er svo sannarlega með þér þú átt svo mikla gleði í lífi þínu.En gleðin kom vegna þess að ég færði mig nær Kristi og hún var óháð því sem var að gerast á þeim tíma. Nálægð við Krist gefur meiri gleði inn í líf okkar.
Athugasemdir
Eigum við ekki að þakka Sjálfstæðisflokknum gjafirnar (skuldsettningu þjóðarinnar um aldur og ævi) að kristilegri fyrirmynd og halda áfarm að kjósa þessi afstyrmi?
Skil ekki hvernig 25% þjóðarinnar getur kosið flokk sem kúgar 99% hennar og starfar fyrir hagsmuni innan við 1% hennar.
Þór Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 19:34
Takk fyrir áhugavert bréf. Er að blað í svona bókum og lesa öðru hverju. Samt ekki Biblíunna. Búin að lesa hana einu sinni og fannst hún leiðinleg. svo eru margar aðrar bækur um líf og starf krists sem eru alveg ágætar.
Að öðru leyti trúi ég engu sérstöku. Það segjast allir vita "hinn eina rétta sannleika".
Óskar Arnórsson, 27.1.2009 kl. 19:37
Færslan er ekki af pólitískum toga spunninn Þór! Hver er kristinn í Sjálfstæðisflokknum? Björn er Kaðólikki og ég tel þá ekki með kristnu fólki.
Samt er ég sammála um þennan prósentureikning þinn og hvað sé að fólki sem kjósi Sjálfstæðisflokkinn. Enn færslan er um mjög fallegt bréf og ekki pólitík þó það sé margt líkt með pólitík og trúarbrögðum er best að halda því aðskildu.
Óskar Arnórsson, 27.1.2009 kl. 19:45
Þetta er pólitískt skot á pistlahöfundinn sem ég kannast aðeins við Óskar. Hefur ekkert með trúarbrögðin að gera. Hef bara lengi furða mig á hvernig hann getur stutt þennan flokk!
Þór Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 19:52
Nú jæja! Styður hann ekki flokkinn á sama hátt og 25% þjóðarinnar? Má hann ekki vera Sjálfstæðismaður? Og hvaða flokki mælir þú með Þór?
Óskar Arnórsson, 27.1.2009 kl. 20:38
Ég mæli með afnámi flokkræðisins - nýrri stjórnarskrá og réttlátu lýðræði en ekki flokksræði.
Þór Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 20:50
Sammála þessu með flokks- og ráðherra-ræði. Enn hvernig væri bara að fara eftir þeirri Stjórnarskrá sem við höfum? Nema taka flokkakerfið í burtu.Socialdemókratar í Svíþjóð eru með lýðrði sem við höfum ekki, t.d.
Óskar Arnórsson, 28.1.2009 kl. 00:35
Það kemur trú manns ekkert við hvaða flokk maður styður, ég er hægri sinnaður og á móti vinstri stjórn sem hefur alldrei gengið upp. Ég er hins á móti því að einn flokkur sitji svona lengi við völd því það veldur aðeins grægði og spillingu. Það væri gott ef það væru til lög yfir það að hver flokkur fái ekki að sitja lengur en 2 kjörtímabil í röð í ríkisstjórn. Ég styð ekki spillingu, né það ranga sem hefur átt sér stað í stjórnmálum. Þó svo að kannanir sýni 25% fylgi að þá er ekkert að marka það.. Raunverulegt fylgi flokksins er rúmlega 40% og er ekkert að marka neitt fyrr en kosningar hafa átt sér stað.
Svo er ótrúlegt að vera svona blindaður af þessari kreppu og skella skuldina á sjálfsstæðisflokkinn. Ráðherraembættin eru 12 af þeim hafa alltaf farið 6 til Sjálfsstæðisflokksins og 6 til hinna, þá á ég við Alþýðuflokkin gamla, Framsókn og svo Samfylkinguna. Ábyrgð þessara flokka er allra ekki bara eins. En ég er á móti klíkuskap og spillingu og afhverju fagnarðu ekki bara yfir því að Guð eigi nokkra innan þeirra raða þar sem maður er að fara starfa eitthvað fyrir þá. Þá væri líka hægt að endurskoða stefnu flokka og annað varðandi forvarnir þar sem vímuefni eru mjög stórt vandamál í landinu.
En hvernig á þetta lýðræðiskerfi að virka ef menn eru ekki samflokka og hvernig ætti að mynda ríkistjórn? Þetta er mjög vand með farið mál og hafa eflaust allir sína skoðun á þessu.. En Bankarnir eru þeir sem bera ábyrgð á fallinu og græðgi fólks að eignast allt á lánum, það var allveg vitað fyrirfram að þetta falsríkidæmi Íslands sem var byggt upp á mammón myndi hrynja enda er sá hjáguð falskur og lélegur..
Mundu það Þór að við eigum ekki að skulda neinum neitt nema elska þá sama hvað þeir hafa gert af sér, ekki okkar að dæma en það er okkar að velja það fólk sem við treystum fyrir landinu okkar. Þú hefur þitt val og ég mitt.. Frjáls vilji sem okkur er gefin... það er lýðræði að hafa frjáls vil en ég fagna því samt að loksins þorðu Íslendingar að mótmæla, því við höfum látið vaða alltof mikið yfir okkur í gegnum tíðina... Núna vilja Bretar fá Íslendinga lánaða til að mótmæla fyrir sig hahaha... En samt margt til skammar sem fór fram í þessum mótmælum eins og ofbeldi í garð lögreglunar og annað.. En svona er þetta...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.1.2009 kl. 18:22
hvað með ofbeldi lögreglu í garð mótmælenda - ertu svona blindaður ofsatrúarmaður að þú sérð hlutina bara eins og þér er sagt að sjá þá?
Ofsatrú á spillingarflokkinn og á Jésúsinn þinn?
Þór Jóhannesson, 29.1.2009 kl. 19:05
Sigvarður!
Þór vinur þinn kemur með skynsamar ályktanir. Ertu ofsatrúar (ábyrgðarleusi) eða skynsemistrúar? (heilbrigt) eða erti að nota trú þína Sjálfstæðisgrægisflokknum til framdeáttar. V
ar ekki annars færslan um Filipibréfið? Það var það sem ég hef áhuga á!
Er að leita að hvað varð um Jésú milli 12 ára aldur ig til 30 ára aldurs. Veistu nokkuð um það?
Mér finnst stjórnmál eins og sértrúarsöfnuðir, allir eins. Allir flokkar. Í alvöru.
Hef engan áhuga hvaða flokkur, eða hvað maður eru í hvaða valda stól sem er. Nákvæmlega sama. Í alvöru!
Óskar Arnórsson, 29.1.2009 kl. 22:32
Í sambandi við spillingu, þá plötuðu "útrásarmenn" Sjálfstæðisflokkinn. Þeir náðu að "pumpa" út 5000 milljörðum á síðustu 3 árum út úr Íslenska fjármálakerfinu.
Það munar um minna og sá aðili (milliliður) sem kom þessu í verk, hefur montað sig af þessu í mín eyru.
Óskar Arnórsson, 29.1.2009 kl. 22:40
Ég er langt frá því að vera ofsatrúar og nota trúnna ekki neinum til fradráttar enda greynilegt að þið misskilið það sem ég skrifa. Meining mín með þessu var að geta haft jákvæð áhrif innan flokksins og ekkert meir.
Þór talandi um ofbeldi lögreglurnar í garð allmennings að þá ert þú ekkert saklaus vinur á svoleiðis verknaði. Þú verður að setja þig í spor Lögreglurnar, byrjuðu þeir með ofbeldi þegar þið byrjuðuð að kasta eggjum í ráðherran? Hverju skilaði sér þetta ofbeldi? Akkúrat engu. Heldurðu virkilega að það sé rétt hegðun að grýta hellusteinum oflr stórum hlutum í lögregluna?
Allmenningur gekk of langt í mótmælum sínum og þar af leiðandi er ekki auðvelt að greina á milli í slíkum mannfjölda hver gerði hvað. Þetta stjórnleysi byrjaði á gamlársdag þegar þið sprengduð upp snúrur og annað frá stöð 2 , tókuð myndatökumenn hálstaki og reynduð að riðjast inn á hótel Borg. Skoðaðu aðeins sjálfan þig áður en þú ferð að leggja dóm á aðra Þór. Lögreglan varð að grípa til þessara aðgerða og þeir fá allveg minn stuðning.
En aftur að þessari umræðu um Filippibréfið Óskar enda er pistillinn um það þótt sumum liggi á að koma öðru að.
Það stendur skýrt að Jesú var foreldrum sínum hlýðin allt upp frá er skeði við musterið þegar hann varð eftir þar. Um 12 ára aldur á þessum tímum varð þannig að drengirnir fóru frá umsjón móður til Föður. Það sem er vitað er að Jesús var smiður og smíðaði með jarðneskum föður sínum. Enda aðeins vitað um 3 sem Jesú kallaði Föður, Föðurinn á himnum, Jósef og svo Davíð konung.
það er reyndar annað sem mér finnst forvitnilegra að vita Óskar er hvað systur Jesú hétu.. en þess er ekki getið í ritningunni en er held ég til í ritum eftir sagnaritara frá þessum tímum...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.1.2009 kl. 10:51
Systur Jésú? Það var merkilegt og það hef ég aldrei heyrt um fyrr. Ég fékk fyrst áhuga á Jésú (veit bara ekki hvort ég er trúaður eða ekki) í gegnum að stúdera Tómasarguðspjallið sem Danskur prófessor er búin að eyða allri æfinni í að fá inn í ritningunna.
En það guðspjall er ekki þar. Vill þessi danski prófessor meina að öll guðsjöllinn í ritningunni séu "túlkun" lærisveina jésú á hvað hann hafi sagt, enn Tómasaraguðspjallið sé eina hreina guðsjallið, því þar er allt orðrétt haft eftir Jésú það sem hann sagði.
Ég hef prófað að biðja 5 sinnum fyrir nokkrum mánuðum síðan. 2 af þessum bænum höfðu svakaleg áhrif og hef ég ekki þorað að prófa þetta aftur. Þau áhrif voru bara eiginlega of sterk fyrir mig. Hinar 3 höfðu engin svona áhrif.
Ég treysti oft trúuðu fólki betur, þ.e. ef það er "skysemistrúar" þrátt fyrir mjög slæma reynslu af prestum´og Biblíufólki í æsku.
Af hverju ég geri það, hef ég enga hugmynd um. Held að megnið af kristnu fólki sé betra fólk enn "ekki trúaðir". Bara mín skoðun.
Það eru til einhverjar heimildir um ferðalög Jésú um heimin. Að vitringarnir 3 frá Austurlönddum hafi gegnt stærra hlutverki í lífi Jésu enn af er látið. Líka eru til heimildir um að Jésú hafi verið í Egyptalandi.
Að skrifa svona bréf hlekkjaður í fangelsi, ber vott um fádæma styrkleika.
Óskar Arnórsson, 31.1.2009 kl. 12:05
Í sambandi við þessi mótmæli, mætti alla vega "grisja" svolítið í lögreglunni. Lögreglumenn sem eru að sprauta sig með sterum og stunda kraftlyftingar verða hálfgeðveikir í skapinu. Þeir eru lögreglunni til skammar.
Ofbeldismenn og afbrotamenn sem er alltaf illa við lögreglu, notuðu tækifærið og blönduðu sér í raðir mótmælenda. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Enn lögregla fór yfir strikið með piparúðanum.
Ég held ekki að ég sé að misskilja þig Sigvarður í því sem þú ert að skrifa. Ég er ekki með eða á móti neinum flokki enda kann ekkert um stjórnmál. Aldrei haft áhuga fyrir svoleiðis.
Skil samt ekki vin þinn Þór, að blanda "pólitískum skotum" inn í færslu sem kemur málinu ekkert við. Mér finnst hann frekar vera að krítisera trú þína enn að hann sé að tala um pólitík.
Enn talandi um pólitík get ég ekki betur séð enn að það sé einmitt Sjálfstæðisflokkurinn og f.v. ráðherrar hans, sem hafa slegið út alla vinstri menn og alla flokka, út í spillingu, stjórnleysi og sauðshætti.
DO og Hannes Hólmstein er versta auglýsing fyrir Sjálfstæðisflokkinn, landið bæði innanlands og erlendis. Geir Haarde er ágætur á köflum enn það getur ekki verið þægilegt að vinna undir járnhælum Davíðs Oddsonar.
Enn það er engin vafi á því að Sjálfstæðisflokkurinn vinnur samt næstu kosningar. Þarf bara að henda toppunum út úr Sjálstæðisflokknum og þrífa upp eftir þá.
Af tvennu illu eru hægri flokkar betri, nema þeir fari svo langt til hægri að stjórn landsins sé farin að líkjast herforingjastjórn. Og það var orðið þannig.
Þess vegna urðu þessi mótmæli til og vinstri flokkar að reyna að mynda Ríkisstjórn. Mér sýnist þó að Framsóknarmenn séu búnir að taka öll völd.
Óskar Arnórsson, 31.1.2009 kl. 12:54
Það er ágætt að henda bara öllum stjórnmála umræðum til hliðar..
En Jesú var í Egyptalandi hluta af fyrstu árum sínum..
Matt.2:13Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi þér því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því.“
14Jósef vaknaði, tók barnið og móður þess um nóttina og fór til Egyptalands. 15Þar dvöldust þau þangað til Heródes var allur. Það átti að rætast sem Drottinn lét spámanninn segja: „Frá Egyptalandi kallaði ég son minn.“
16Þá sá Heródes að vitringarnir höfðu gabbað hann og varð afar reiður, sendi menn og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni hennar, tvævetur og yngri en það svaraði þeim tíma er hann hafði komist að hjá vitringunum.
17Nú rættist það sem Jeremía spámaður hafði sagt fyrir um:
18Rödd heyrist í Rama,
harmakvein, beiskur grátur.
Rakel grætur börnin sín,
hún vill ekki huggast láta,
því að þau eru ekki framar lífs.
19Þegar Heródes var dáinn þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi í Egyptalandi 20og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og far til Ísraelslands. Nú eru þeir dánir sem sátu um líf barnsins.“ 21Jósef tók sig upp og fór til Ísraelslands með barnið og móður þess.
22En þá er hann heyrði að Arkelás réð ríkjum í Júdeu í stað Heródesar, föður síns, óttaðist hann að fara þangað og hélt til Galíleubyggða eftir bendingu í draumi. 23Þar settist hann að í borg sem heitir Nasaret en það átti að rætast sem spámennirnir sögðu fyrir um: „Nasarei skal hann kallast.“
Skrif Páls bera vott um þann innri styrk sem hann hafði og þeim stað sem hann hafði náð í trúnni, hann sagði að allt þetta veraldlega væri bara sorp hliðina á þeim yfirburðum að þekkja Krist.
En að biðja er gott og geri ég það alltaf daglega og les í orðinu. En það er ekkert að óttast að biðja til Guðs, hann svarar alltaf, sumir segja að svör hans séu á þrennan hátt, Já, nei eða bíddu.. eflaust fer það í taugarnar á flestum að þurfa að bíða. En hann svarar alltaf á þann hátt sem er best fyrir okkur og á réttum tíma. Stundum gerist það strax sem maður biður um og stundum þarf maður að bíða og stundum fær maður nei svar. Og þá er oft gott að skoða hvort bæn mans hafi verið í eigingjörnum tilgangi...
En að lokum ég er allveg sammála þér að það þarf að hreinsa svoldið til í Sjálfsstæðisflokknum og lagfæra stefnubreytingar þeirra í sumum málum. En vonandi að eitthvað gott fari að gerast á næstunni í þessum málum enda nógu mikið búið að ganga á...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.1.2009 kl. 13:36
Best að íta henni til hliðar þegar hentar auðvitað;
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/01/31/nyfrjalshyggjan_hefur_brugdist/
Þór Jóhannesson, 31.1.2009 kl. 15:00
Þegar hentar? Þessi umræða er um Filippibréfið en ekki stjórnmál en ég skal gera aðra færslu um mína skoðun á því sem mig langar að sjá breytast í þessu landi óháð því hvaða flokk hver tilheyrir...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.1.2009 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.