Hugmynd um það sem ég myndi vilja sjá breytast á þessu landi..

Það fyrsta er fiskikvótinn. Í fyrsta lagi á fiskimiðið að vera sameigileg auðlynd þjóðarinnar. Mér finnst að það ætti að taka kvótan af þeim mönnum sem eiga hann núna. Þeir hafa grætt nógu mikið á honum. Hugmynd mín varðandi þetta er sú að allur gróði færi í ríkissjóð. Ef menn hafa veðsett kvótann oflr að þá ættu alltaf 50% af innkomu vegna kvótans fara í það að greiða það niður. ´Síðan væri þetta fljót leið að greiða niður skuldir þjóðarinnar. Þegar allar skuldir hafa verið greiddar má nota það sem inn kemur í velferðarkerfið. Í fyrsta lagi væri þá hægt að lagfæra laun lækna og sjúkraliða, lögreglumanna oflr. Síðan mætti nota þetta til að greiða niður sjúkrakostnað einstaklinga. T.d fengju öryrkjar fría læknisþjónustu og fólk sem er langveikt. Og margar hugmyndir hvað hægt væri að gera til viðbótar.

Önnur hugmynd mín er sú að ríkið ætti að ráða helstu handrrukkara Íslands og senda þá á Jón Ásgeir og alla þessa auðmenn sem hafa rænt þjóðina og fá þá til að skila inn því sem þeir hafa stolið. Nokkuð öruggar heimildir liggja fyrir því að Jón Ásgeir hafi farið með úr landi hátt í 300 milljarða á jómfrúareyju á Bretlandseyjum þar sem er ekki hægt að hreyfa við. Síðan voru margir bankastjórar sem færðu eignir yfir á konur sínar rétt fyrir hrunið. Öllu sem þessir menn hafa stolið ætti að endurheimta aftur. Það er ekki réttlátt að láta landann borga fyrir sukk og svínarí örfárra manna sem skemmdu landið.

Þannig að það væri ekki vitlaus hugmynd að taka eignir þessara manna lögtaki og selja þær. Eitt sem ég skil ekki að ríkinu finnst ekkert mál að taka hús lögtaki hjá þeim sem minna mega sín en þegar það kemur að auðmönnum að þá má ekki hreyfa við neinu. Það er ekkert sem heitir réttlæti í þessu. Þeir sem bera ábyrgð á þessu svínaríi sem kom þjóðinni á hausinn ættu að borga þessar skuldir en ekki allmenningur. En það er margt sem manni dettur til hugar til viðbótar sem mætti breyta...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband