hugleiðing líðandi stundar
27.2.2009 | 11:07
Það er margt sem leikur um huga manns þessa stundina. Hrun Íslands og tilraunir stjórnvalda til að endurreysa Ísland. En þegar maður hugsar um orðið endurreysn þá hefur maður séð það í lífi margra einstaklinga hvernig líf þeirra hefur breyst til betri vegar þegar þeir hafa hleypt frelsaranum inn í líf sitt.
Fyrir mörgum er það ekki spennandi hugmynd að lifa sem trúaður einstaklingur, vegna þess að hugmynd þeirra af því, hvað það er að vera kristin er ekki allveg sú rétta.
Róm 8:38-39
-38- Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar,-39- hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.
Það fyrsta sem hver maður þarf að fá að upplifa er elska Guðs í þeirra garð. Ég tók ekki afstöðu af því að mér fannst það svo sniðug hugmynd allt í einu. Eitthvað hlítur að hafa gerst sem varð til þess að ég byrjaði að breytast og að ég snéri mér að Guði. Ég man vel eftir þessu kvöldi 15 janúar 2000. Þetta kvöld fékk ég beiðni um að hringja áríðandi í vin minn, sem tjáði mér það að einn ógæfu maður hefði nauðgað stelpunni sem ég var með þá. Satt að segja brást ég ekki vel við þessu og áform mín þetta kvöld var ekki fallegt. Því að ég ætlaði mér að fara úr meðferðinni og drepa þennan mann.
En eitthvað gerðist og áður en ég vissi af var ég staddur upp í kapellunni í Hlaðgerðarkoti. Ég hafði þannig séð ekki hugmynd hvað var að ske þegar ég sat þarna. Því að mér fannst ég búin að vera svo vondur og ekki eiga það skilið að fá eitthvað gott inn í mitt líf, og hvað þá það sem ég var að fara gera af mér. En þarna voru svona mannakorn í krukku, yfirleitt eru í kringum 760 mannakorn í hverjum pakka en þarna var krukka með mannakornum og mörg af sumum þannig að þau voru mun fleyrri en 760 stk. Fólkið dró mannakorn og svo var einn sem las þau upp fyrir framan alla. Þegar það kom að mér og lesið þá var eins og ég hefði fengið sleggju í andlitið. Það sem ég heyrði lesið fyrir mig var: Þú skalt ekki hefna þín, því að ég Drottinn Guð þinn ætla að frelsa þig.
Það fyrsta sem kom í hugsa minn hvernig í ósköpunum veit Guð þetta og hvernig gat það gerst að hann myndi tala til mín á þennan hátt? Á svipstundu rann upp fyrir mér allt mitt líf allir þessir röngu hlutir sem ég hafði verið svo duglegur við að framkvæma allt mitt líf, síðan rann upp fyrir mér gæska Guðs og hvað Jesús hafði gert fyrir mig. Þrátt fyrir að hafa ætlað mér að deyða líf annars einstaklings að þá elskaði Guð mig samt og það sem gerðist er að ég brotnaði niður og grét í 4 tíma, þetta bara gat ekki stoppað, það var eins og öll byrði væri tekin af mér og ég væri 1000kg andlega léttari.
Löngunin til að deyða líf þessa manns hún hvarf og ég náði að fyrirgefa honum. Eitthvað sem hafði alldrei gerst áður hjá mér. Löngunin til að taka mitt líf hvarf líka, þar sem ég var búin að standa frammi fyrir því kvöld eftir kvöld að hengja mig og enda þetta, því ég sá ekki tilgang með lífinu. Þarna hófst endurreysn á lífi mínu. En það sem ég vil koma á framfæri er að það var kærleikur Guðs til mín sem varð til þess að ég vildi koma til hans. Ekki reglur eða annað því að á því hafði ég óbeit, sem er reyndar orðið breytt í dag því að ég skil það nú að reglur eru til að veita okkur öryggi.
Málið er það að Jesús er snillingur í að endurreysa líf fólks. Nú þegar allt er í steik í Þjóðfélaginu að þá hlítur fólk að spyrja hvernig það ætlar að byrja líf sitt upp á nýtt. Ég get ekki sagt að líf mitt sé í steik út af þessu hruni sem hefur átt sér stað. Því að allt er að ganga upp hjá mér í dag og mér vegnar vel. En afhverju?
Sálm 37:5
Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.
Svarið er einfalt. Líf mitt er falið í Guðshendur og ég treysti honum fyrir öllum mínum málefnum hvort sem þau eru stór eða smá. Að fara leið Guðs er blessun og veitir öryggi og velgengni allgjörlega óháð því hvernig ástandið er í þjóðfélaginu sem maður býr í. Tala nú ekki um Ísak son Abrahams. Líf hans var helgað Guði og hann uppskar 100 fallt þrátt fyrir að það væri hallæri eða kreppa þar sem hann var. Guð er sá sem tekur eitthvað sem ekkert er og gerir eitthvað úr því. Þegar þú tilheyrir Guði að þá tilheyrir þú ekki þessum heimi og þar af leiðandi ekki hagkerfi þessa heims. Þú tilheyrir þá hagkerfi Guðs þar sem engin kreppa er né skortur. Það er nóg handa öllum.
Er það ekki þess virði að leggja niður stollt sitt og byggja líf sitt á traustum grundvelli sem er Jesús Kristur? Sjáið bara hvernig er farið fyrir landi okkar sem hefur ýtt Guði til hliðar því að menn sögðust ekki þurfa á honum að halda eða trúa á hann.
Orðskviðirnir búa yfir mikilli visku, þar kemur sannleikur sem mörgum reynist erfitt að feysa. Heimskinginn reiðir sig á sitt eigið hyggjuvit. Síðan kemur þessi magnaði sannleikur: Reiddu þig ekki á þitt eigið hyggjuvit, heldur treystu Drottni af öllu hjarta.
Líf sem snýst um það að fara sýna eigin leið hefur ekki skilað miklum árangri fyrir þjóð okkar og líf einstaklinga. En leið Guðs leiðir alltaf til árangurs og velgengni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.