hugleiðing dagsins

Landið stendur á skrítnum tímamótum, þar er eins og mikið myrkur og vonleysi sé að yfirtaka landið. Ekkert virðist vera lagast í landinu og glæpir stóraukast.

Svartsýnustu menn hafa spáð því að þriðjungur þjóðarinnar muni yfirgefa Ísland á næstu árum og ástandið fari síversnandi.

En það þarf ekki að vera þannig. Ástæðan fyrir því að landið okkar er á kúpunni er einfaldlega vegna fégræðgi 30 manna sem kollsteyptu landinu. En ábyrgðin kemur að þeim sem minnst eiga að borga skuldir þeirra sem klúðruðu þessu. Í þessu er ekkert sem kallast réttlæti.

Einhvern vegin finnst mér landið okkar Ísland vera að ganga í gegnum hreinsunartíma, spilling og það sem hefur átt sér stað hefur komið upp á yfirborðið og tiltekt er farin að eiga sér stað.

Þetta minnir mig mikið á 12 sporakerfið þar sem fólk þarf að gera siðferðisleg reikningsskil á lífi sínu. Allur skíturinn er tekin upp á yfirborðið og hreinsað til. Síðan er unnið að því að hjálpa fleyrum að ganga í gegnum þennan hreinsunareld til þess að öðlast bata af því sem þau er að berjast við.

Ég trúi því að þótt Ísland standi á erfiðum tímum að þá geti hún leitað í öruggt skjól hjá skaparanum og öðlast innri frið og ró, og fengið visku og kraft til að takast á við það sem er að gerast.

Ég sé enga lausn í því að yfirgefa landið eða taka líf sitt eins og einstaklingar hafa því miður gert út af ástandinu.

Sameinuð sigrum við, en sundruð föllum við...

það er mikill sannleikur í þessum orðum. Þótt ég sé ekki hlyntur vinstri stjórn að þá trúi ég því að ríkisstjórnin sé að gera sitt besta til að sigla út úr storminum.

En hvað var það sem varð Rómaveldi að falli? nákvæmlega það sama og Íslandi, siðleysi og græðgi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband