Sjá Guðs lamb sem ber syndir heimsins
29.9.2009 | 01:12
Jóh.1:29 Daginn eftir sér Jóhannes Jesú koma til sín og segir: Sjá Guðs lamb sem ber synd heimsins.
Það sem ég hef verið að velta fyrir mér þarna og þá með sérstöku tiliti til þess að Jesús var gyðingur og gyðingum var kennt að aðrar þjóðir væru óhreinar. Gyðingar máttu ekki heldur eiga samneiti við aðrar þjóðir. Sumir segja að gyðingar hafi litið á aðra jafna hundum.
Jóhannes skírari hefur þá fengið opinberun frá Föðurnum um það að Jesús myndi ekki bara deyja fyrir syndir gyðinga heldur alls heimsins.
Fyrst þegar fagnaðarerindið er predikað að þá var bara predikað til Gyðinga. Pétur Postuli hélt kyrru um í Jerúsalem og var ekkert að fara lengra með fagnaðarerindið, og þá sérstaklega þar sem Gyðingum var kennt að líta niður á aðrar þjóðir.
En síðan frelsast Páll Postuli sem hét reyndar Sál fyrst. Honum er fengið það verk að fullna fagnaðerindið. Það er að segja að taka má móti Fagnaðarerindinu til fulls frá himnum ofan. Því að fagnaðarerindið er ekki frá mönnum komið heldur Guði.
Það er svoldið merkilegt sem Guð sýnir Pétri svo, hann fær sýn og sér óhrein dýr eins og svín oflr. Drottinn segir svo við hann ekki segja að það sé óhreint sem ég hef lýst yfir hreint. samhengið í þessum versum er það að Drottinn er að sýna Pétri að fagnaðererindið ( Góðu Fréttirnar) skuli predikað til allra manna allt til enda veraldar.
Í Róm.1:16 stendur að Fagnaðarerindið er Kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir, Gyðinginn fyrst og aðra síðan (Nýja þýðingin)
Páll fékk líka það hlutverk að boða heiðingjunum sem erum við góðu fréttirnar um Jesú Krist.
Þannig að ef maður fer aðeins til baka að þá vissi Jóhannes skírari að fagnaðarerindið yrði predikað öllum mönnum ekki bara gyðingum.
það sem er líka merkilegt að skoða er að menn slátruðu lömbum til að fá fyrirgefningu synda sinna í gamla sáttmálanum. En fyrirgefning þýddi þá að hylja yfir. Syndin var þarna en hún var falin með blóði, og menn þurftu stöðuglega að vera að fórna til að láta hylja yfir syndir sínar.
En Jesús sem er lamb Guðs kemur með hina fullkomnu fórn og það þarf alldrei framar að færa fórn til fyrirgefningar syndar okkar. Því að fórn Jesú var fyrir allan heiminn þá og allt til enda veraldar eða þar til Jesús snýr aftur og sækir þá sem tilheyra honum. Orðið fyrirgefning fær líka nýja merkingu á Golgata, það þýðir ekki lengur að hylja yfir, heldur að afmá. Jesús hefur afmáð syndina í eitt skipti fyrir öll. Og þetta er það fullkomin fyrirgefning að þegar Guð lítur á okkur að þá er eins og við höfum alldrei syndgað, þvi hann sér Jesús í okkur. Við erum fullkomnlega réttlætt frammi fyrir Guði og leyst undan valdi syndarinnar. Það sem við höfum gert og eigum eftir að gera hefur okkur verið fyrirgefið.
Ég er ekki að boða það að, af því að Guð hefur fyrirgefið okkur allt að við eigum þá að halda áfram að syndga og finnast það í lagi því að okkur er hvort sem er fyrirgefið. Biblían kallar það að freista Krists. Páll Postuli tekur vel á þessu og segir að við eigum að álíta okkur dáin syndinni. Hann útskýrir líka að við eigum ekki við syndavandamál að stríða lengur því það hefur verið leyst í eitt skipti fyrir öll. Það sem Páll bendir á í rómverjabréfinu að við erum í stríði við girndina í okkur sem vill gera fjandsamlega hluti, girnast í peninga, hluti sem aðrir eiga, kynlíf utan hjónabands oflr sem er gegn lögmáli Krists. Hann kemur með þá lausn í 8 kaflanum í Rómverjabréfinu að við eigum að lifa í andanum og þá fullnægjum við alls ekki girndum holdsins.
Athugasemdir
Sæll, Sigvarður.
Þakka þér fyrir þessa birtingu, við þurfum nefnilega alltaf að vera vakandi gagnvart séhverri freistingu, sem leitar okkar.
Kærleikskveðja á þig og alla þína
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.