Munurinn á fyrri og síðari Adam ;)

Róm 5:17
Ef misgjörð hins eina manns hafði í för með sér, að dauðinn tók völd með þeim eina manni, því fremur munu þá þeir, sem þiggja gnóttir náðarinnar og gjafar réttlætisins, lifa og ríkja vegna hins eina Jesú Krists.

Hugleiðing mín út frá þessu versi er ákveðið lögmál. Adam hinn fyrsti , eða réttara sagt Eva óhlýðnast Guði og tælir Adam til falls. Þar sem karlmaðurinn er höfuð fjölskildurnar að þá er Adam ábyrgur gagnvart falli mannsins, þrátt fyrir að það hafi verið Eva sem óhlýðnaðist fyrst. Við Fall mannsins kemur inn vírus sem heitir synd. Gallinn við þennan vírus er að hann gengur í erfðir frá manni til manns. Við vitum ef við eigum tölvu og ef það kemur vírus í hana. Þá breytir engu hversu mikið af góðu efni þú setur í tölvuna. Ef þú hreinsar ekki vírusinn burt að þá heldur hann alltaf áfram að skemma út frá sér.

Jesús sem er hinn síðari Adam má líkja við vírusvörn. Blóð Jesú Krists hreinsaði burt alla syndina (vírusinn) sem hafði gengið í erfðir frá Adam til dagsins í dag og allt til enda veraldar. Þegar við komum til Krists, þá endurfæðumst við og verðum ný sköpun í Kristi. Í Kristi er enga synd að finna. Hann er eins og nýr ættstofn, hann er hinn fyrsti maður nýrrar ættar eða ættfaðir. Þegar við endurfæðumst. Þá erum við ættleidd frá hinum fyrra Adam, til hins síðari Adams sem er Jesús Kristur. Við verðum hrein og lýtalaus börn Guðs. Ef við værum tölva, þá væri Jesús bæði hið nýja stýrikerfi og vírusvörn, því hann hefur hreinsað burt alla synd ( vírus) úr lífi okkar. Hann er búin að afgreiða syndavandamálið. Það sem ég á við er að Jesús hefur gert okkur fullkomnlega hrein og í honum dæmumst við ekki, því að hann hefur þegar tekið á sig refsingu og dóm syndarinnar.

Við vitum það að það þarf ekki að dæma í sama málinu tvisar ef það er búið að greiða sektina...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband