Afhverju var Jesús krossfestur?


hérna eru nokkrir punktar um afhverju Guð valdi þá leið sem kallast krossfesting í dag

Fyrsta atriðið er, afhverju krossfesting? Til að skilja það afhverju Jesús fór á krossinn að þá er ákveðin sáttmáli sem er rauði þráður Biblíunar og kallast blóðsáttmáli.

Blóðsáttmáli er eitthvað sem hefur í gegnum mannkynssöguna verið til alls staðar. Þessi sáttmáli felur eitt í sér og það er að allt mitt er þitt og þitt er mitt. Þegar menn gerðu þennan sáttmála að þá var hann innsiglaður með blóði. Menn skáru þá í hendurnar á sér og nudduðu blóðinu saman. Þetta þýðir það ef einhver ræðst gegnum öðrum hvora þessara manna að þá eru þeir bundnir sáttmála og hinn verður að hjálpa. Ef annar skuldar of mikið og hinn getur greitt það fyrir hann þá gerir hann það. Það er margt sem þú gætir þá bara googlað um hvað blóðsáttmáli er.

En upphafið af þessum sáttmála er þegar Drottinn er gerir sáttmála við Abraham og nær þannig aftur tenglsum við mannkynnið sem hafði glatast við syndafallið. Þarna sýnir Guð að það þarf að úthella blóði til að fá fyrirgefningu... 3Mós 17:11.Því að líf líkamans er í blóðinu, og ég hefi gefið yður það á altarið, til þess að með því sé friðþægt fyrir yður, því að blóðið friðþægir með lífinu... Blóðið gefur líf. Eins og þú veist að þá er það syndin sem veldur aðskilnaði frá Guði. Jes.59:2, Síðan talar Biblían um að syndin elur af sér dauða. Til þess að veita okkur líf aftur og endurreysa samfélagið á milli Guðs og manna þurfti að úthella blóði. Guð segir strax í 1.Mós3:14-15 að hann muni senda Jesú til að bjarga okkur. Þannig að það var alltaf í áætlun Guðs að endurreysa samfélagið milli hans og manna sem átti sér stað í Eden. En þangað til þurfti smá undirbúning. Þangað til Jesús kæmi var nóg að fórna dýrum til að fá fyrirgefningu synda sinna. En þá var syndin aðeins hulin en ekki afmáð eins og hún er í Nýja Sáttmálanum. Menn þurftu að minna sig á þeir væru syndarar. Síðan þurfti lögmálið að koma til að sýna okkur mönnunum hversu ófullkomin við værum án Guðs. það gat enginn maður haldið lögmálið á fullkominn hátt. Þannig að menn sáu að verkin okkar gátu ekki réttlæt syndina eða komið okkur nær Guði.

Svo er gott að finna lesefni um hið allra helgasta eða hvernig nærvera Guðs var þar.

þarna er Guð búin að gefa manninum ákveðin tíma til að sjá að hann þarf frelsara. Þá kemur Jesús Kristur inn í myndina og fæðist sem barn. Fil.2:6-9 ... Jóh.3:16... Grunnurinn fyrir þessum sáttmála er sá að Guð elskar okkur mennina og vill eiga samfélag við okkur. Þegar Jesús kemur á jörðina að þá verður hann sá fyrsti sem gat gert allt rétt og uppfyllt lögmálið. Þegar hann hafði uppfyllt það þá kom tímin sem hann þurfti að fórnfæra sjálfum sér fyrir syndir mannkynsins. Blóð hans var hreint og lýtalaust eins og krafist var. Þegar Jesús fer á golgata að þá er nærvera Guðs farin úr musterinu og það klofnar í tvennt. þarna á sér stað endurreysnin sem Guð hafði áætlað. Jesús tók á sig okkar brot en þar sem hann sjálfur hafði alldrei neitt rangt gert að þá gat dauðinn ekki haldið honum og hann reis upp. Kól.2:15 Jesús afvopnaði allt óvinarins veldi á golgata. Núna í dag að þá getum við komið í nálægð við Guð fyrir það sem Jesús gerði fyrir okkur. Guð býr ekki lengur í musteri sem af höndum eru gjörð heldur í hjörtum manna sem hafa meðtekið frelsis verkið sem Jesús gerði á golgata. Þá tekur Guð sér bústað í hjarta okkar.

Krossfestingin snérist allt um það að endurreysa samfélagið á milli Guðs og manna.

þetta er mesti kærleikur sem hægt er að gefa. Kærleikur er að gefa það besta þar sem þörfin er mest. Guð Faðr gaf það besta sem hann á sinn son Jesú Krist. Jesús greiddi þá skuld sem við gátum ekki greitt og það var syndirnar okkar. Allveg eins og með skuldirnar sem ég nefndi í byrjun. Þannig að núna erum við í blóðsáttmála með Jesú Kristi. Ef einhver ræðst gegn þér, þá þarf hann fyrst að ráða við Guð sem er ekki hægt, ef þig skortir eitthvað þá gefur hann þér. Allt það sem þú þarfnast það gefur hann þér ef þú biður hann um það.

Jesús gerði okkur líka það kleyft að kallast Guðsbörn. Því að þegar Guð Faðir lítur á okkur að þá sér hann bara Jesús í okkur en ekki syndirnar okkar. þannig að Við erum fullkomnlega réttlætt frammi fyrir Guði Föður fyrir það sem Jesús gerði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband