Fordómar að minnka eða breytast á Íslandi?

Ég er svona að velta því fyrir mér, hvort fordómar séu að minnka á íslandi eða breytast? Ef maður fer aftur í tíman þá voru fordómar út í fatlað fólk og farið ílla með það. Ef við förum bara aftur í Gíslasögu Súrrssonar þar sem Ingjaldsfíflið var. Ingjaldur var líklega fatlaður og var bundin um hálsinn við staur.

Í dag myndi hann ekki fá svona meðferð. Það er ekki mjög langt síðan að Kópavogshæli sem er fyrir veikt fólk, var kallað fávitaheimili Kópavogs. Með tímanum hefur komið þekking á því hvað fötlun er og fatlað fólk verður því fyrir minni fordómum.

Síðan voru mjög miklir fordómar gagnvart samkynhneigðum fyrir mörgum árum síðan. Í dag geta lessur farið á ættarmót sem par eins og ekkert sé sjálfssagðara.

Reyndar eru fordómar gagnvart innflytjendum svoldið að aukast á landinu eftir innreið Pólverja og Litháa í landið og Asíubúa. Mér finnst allt í lagi að hleypa fólki inn í landið, ef það kemur til að vera Íslendingar og aðlaga sig að okkur. En að við þurfum alltaf að vera breyta okkar þjóðvenjum fyrir aðra er mér ekki sama um.

Þess vegna finnst mér að þeir útlendingar sem vilja ekki læra íslensku geta bara farið aftur heim til sín. það er allveg galað að geta ekki talað lengur sitt móðurmál á veitingastöðum oflr stöðum.

Ég er ekki allveg fordómalaus en vinn að því að losa mig við þá og fræðast meira um hlutina.. líklegast eru fordómar af fáfræði. Þegar maður er frelsaður, þá fær maður að kynnast fordómum úr öllum áttum og að maður sé vondur af þvi að maður er ekki að samþykja það sem manni finnst rangt.
En ég held samt að flestir hafi þurft að mæta einhverjum fordómum, sama af hvaða tagi þeir eru...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband