Trú
22.10.2009 | 08:51
Róm 14:23b
-23b- Allt sem ekki er af trú er synd.
Þessi setning kemur fyrir í síðasta versinu í 14 kaflanum í Rómverjabréfinu. Það sem mig langar að gera er að finna nokkur vers sem hægt er að tengja við þetta. Vegna þess að að lifa í trú er það sem skiptir máli þegar maður gengur með Guði. Og það sem þetta vers segir mér að það er synd að efast.
Jesús sagði:
Jóh 16:9-9
-9- syndin er, að þeir trúðu ekki á mig,
Jeús staðfestir þarna er að það er synd að efast. Til þess að ná þessu í samhengi að þá þarf maður að vita hvað synd er. Sumir koma með þá útskýringu að synd sé að missa marks. Andrew Murray segir að synd sé allt það sem maðurinn reynir að vera og leyfir ekki Guði að vera allt í öllu. En synd er þó fyrst og fremst óhlýðni gagnvart Guði. Og það sem skeður þegar synd er annars vegar að það myndast aðskilnaður milli okkar og Guðs. Mannkynið er fallið og undir dómi heimsins. En sá sem tekur trú á Jesú, fær fyrirgefningu synda sinna og kemur ekki til dóms. Og er stigin yfir frá dauðanum sem er syndin til lífsins sem er náð Guðs
Jóh 3:18
-18- Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.
Jóh 5:24-24
-24- Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.
Þannig að þegar maður hefur gefið Guði líf sitt að þá er svoldið magnað sem gerist. Því að við endurfæðumst. Það þýðir það að við erum Andi, búum í líkama og erum með sál. Þegar við erum fjarlæg Guði að þá er andinn í okkur sofandi eða í nokkurs konar dái. Hann er meðvitaður um ástand sitt, en ekki með miðvitund gagnvart Guði. En þegar við tengjumst Guði lifnar andinn í okkur við. Því að andinn er frelsaður til fulls.
1Jóh 3:9
-9- Hver sem af Guði er fæddur drýgir ekki synd, því að það, sem Guð hefur í hann sáð, varir í honum. Hann getur ekki syndgað, af því að hann er fæddur af Guði.
Í þessu versi er Jóhannes að tala um andann okkar. Andi okkar syndgar ekki. Það er holdið í okkur eða girndin sem fær okkur til að syndga, girndin tilheyrir holdinu.
Þannig að þegar Guð horfir á okkur að þá sér hann Jesú, því að okkur gamli maður er dáinn og við upprisin sem nýsköpun í Kristi.
Gal 2:20-20
-20- Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.
2Kor 5:17-17
-17- Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.
Nýja íslenska þýðingin segir: að maður verði nýr maður og að hið liðna verður að enga. En hins vegar sér maður í þessum versum að við endurfæðumst til nýrrar sköpunar í Kristi. Gamla eðlið okkar er krossfest og deyr þar, og við rísum upp með nýtt eðli, sem er eðli Krists.
Þar af leiðandi komum við ekki til dóms því við höfum verið leyst undan syndinni og dauðanum. En hví erum við þá alltaf að telja okkur trú um það að við séum ekki nógu góð, og dæmum okkur harðlega fyrir það sem við gerum rangt?
Róm 8:1-2
-1- Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. -2- Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.
Fordæming er að dæma sjálfan sig. En ef maður skoðar frumtextan að þá er þetta þýtt af gríska orðinu catacrima. Raunveruleg merking þessar vers er: Að sá dæmist ekki sem lifir í einingu með Kristi. Kristur er búin að borga fyrir allar okkar syndir og ekki bara okkar, heldur syndir alls heimsins. Guð sér ekki syndina í lífi okkar, því að þetta vandamál, hefur verið leyst í eitt skipti fyrir öll. Lögmálið var bara sett fram til að sýna manninum hversu ófullkomin hann er án Guðs og að hann geti ekki gert allt sjálfur. Guð skapaði okkur til þess að lifa með sér en ekki til að vera fullkomin vélmenni sem gera allt rétt. Náð hans er stærri og meiri en mistök okkar. Það sem maður þarf að læra að meðtaka er að, okkur er fyrirgefið, og við förum ekki til helvítis fyrir að gera mistök. Það sem stendur hér fyrir ofan í versunum er að að komum ekki til dóms sem trúum á Jesú.
Þeir sem afneita Guði, þurfa að koma til dóms og gera reikningsskil á lífi sínu. En þeir sem stignir eru yfir frá dauðanum til lífsins í Kristi, koma fram fyrir Guð til að fá verðlaun sín á himnum.
Menn fá ekkert meiri verðlaun þótt þeir hafi verið extra duglegir af því sem sýnilegt er. Vegna þess að það er trúfestin við það sem okkur hefur verið gefið, er það sem Guð skoðar. Yfir litlu varstu trúr og yfir mikið mun ég setja þig sagði Jesús. Þannig að þeir sem lifa með Kristi og gera hutina og gefa honum dýrðina , eru þeir sem fá verðlaunin. Því að þeir einstaklingar sem reyna mikla sjálfa sig í stað þess að gefa Guði dýrðina eru þeir sem fá að heyra frá Jesú, farðu frá mér því að alldrei þekkti ég þig.
Þannig að það er stór varasamt að vera taka á sig dýrðina sem Guð á dýrðina af ...
Athugasemdir
Að lifa í trú er að gera dauðann að idoli.. að segja að það óumflýjanlega sé ekki óumflýjanlegt.....
Sorry en þetta er að lifa í tálsýn... þegar þú ert dauður þá ertu dauður... thats it.. game over, then end.. face it
DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 09:34
Reyndar ekki, því að lifa í trú er að gera Jesús dýrðlegan. Dauðinn tapaði á golgata. Þó svo að holdið deyi þá er það andi okkar og sál sem eru eftir. Þau eru eilíf. Þannig að þegar lífið á jörðinni er búið þá tekur eilífðin við og þá er spurning hvorum megin viltu lenda, himnum þar sem það er eilíf gleði, eða hel þar sem er grátur og gnístran tanna, ekkert samfélag og eilífð án Guðs.
Það er til líkamlegur dauði og svo andlegur dauður. Sá sem dýr líkamlegum dauða er ekki lengur á jörðinni, en sá sem er andlega dauður lifir að hætti holdsins og fer eftir því. En sá sem er lífgaður við í Kristi er andlega lifandi.
það er ekkert face it DoctorE ég er bara viss um að þú skilur ekki um hvað ég var að skrifa ;)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 22.10.2009 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.