Hugleiðing dagsins

Þá er komið að því að skrifa eitthvað sniðugt.

Undanfarnir dagar hafa verið frekar skrítnir og mikið búið að vera gerast og á margt af því ekki heima hér á opinberum vettvangi.

En fyrst langar mig að skrifa um svoldið merkilegt. Síðasta föstudag að þá fékk ég símtal frá vinkonu minni, sem vildi snúa sér aftur til Guðs. Allt í einu kom í huga minn að benda henni á að lesa lúk 15 , söguna um týnda soninn. Það sem kom í huga minn var að biðja hana um að skoða viðbrögð Föðurins þegar sonurinn kæmi aftur heim eftir að hafa klúðrað öllu.

Eins og Faðirinn tók á móti týnda syninum, þannig myndi Guð taka aftur á móti henni þegar hún myndi snúa sér til hans. Það sem gerðist er að hún las, lúk 15, á fös, lau og sun og fór svo á U.N.G þar sem predikað var úr sögunni um týnda soninn í lúk 15. Það sem þetta sýnir mér hvað Guð er nákvæmur þegar hann kallar á börnin sín aftur heim :)

Eitt af því sem ég hef líka verið að læra um í Biblíuskólanum er Föðurhjarta Guðs. Ég hef hlustað á þessa kennslu nokkrum sinnum og alltaf virðist maður fá eitthvað nýtt úr kennslunni í hvert skipti sem maður hlustar á hana. Síðast var verið að tala um Föður ýmyndir og hvernig áhrif það hefur á börn í uppeldi. Fjarlægi Faðirinn, stjórnsami faðirinn, passívi Faðirinn, ofbeldisfulli faðirinn oflr. Maður getur alltaf tengt við eitthvað af þessum föður ýmyndum. Það sem ég tengdi mest við sýðast var passívi Faðirinn. 

Brestirnir sem koma út frá þessu er að maður er alldrei sáttur allveg sama hversu vel maður gerir. Maður horfir frekar á þessi 5% sem eru í ólagi en þau 95% sem eru í lagi. Vinur minn kom fyrir nokkrum árum til mín í heimsókn og spurði mig að þessu, afhverju ertu að horfa á þennan eina hlut sem er í ólagi og tekur ekki eftir hinu góða sem er að gerast í kringum þig. Líklegast var það fordæminginn og þessi hugsun um að vera ekki nógu góður sem fékk mann til að missa fókusinn. Og maður heldur að maður megi ekki gera nein mistök. En ég komst að því að Guð ætlast ekki til þess að maður sé einhver súperman og geri allt rétt.

Málið er það að Guð elskar mann allveg jafn mikið þótt maður geri mistök eða geri allt rétt, það er ekkert sem breytir þeirri staðreynd. En þegar þessi kennsla um passíva föðurinn var, kom upp minning þar sem ég hafði verið með unglingarstarf  og trúboðshóp árið 2005. Þetta ár byrjaði gríðarlega vel, unglingastarfið óx úr 0-60 á nokkrum mánuðum. Og ég var að fara út um allt um helgar að predika oflr. En svo kom sá punktur að ég fór að gera mistök og þorði ekki að viðurkenna þau. Ég setti rangar kröfur á sjálfan og hélt að allt þyrfti að vera fullkomið. En svo fór þessi hlutur að skemma meira og meira út frá sér. Því að við vitum ef það kemur vírus í tölvu að þá breytir engu máli hversu mikið efni við setjum í hana, að þá heldur vírusinn áfram að skemma út frá ef hann er ekki hreinsaður burt.

Það sem ég gerði í staðinn fyrir að viðurkenna þetta, var að þræla mér enþá meira út og var á endanum komin á þann stað að ég gat ekki gert meira og það var farið að sjást að þessi mikli kraftur sem var yfir lífi mínu, var farin að minnka. Það kom svo að þeim punkti að ég þurfti að draga mig til hlés og mér var meira segja boðið að fá hjálp við að taka á þessu. En viðnbrögðin urðu röng hjá mér, mér fannst ég vera dæmdur og vissulega var það pínu rétt, þar sem ég var tekin og sparkaður niður af þeim sem ég hafði verið að hjálpa. Ég varð reiður og fór í uppreisn. Það sem gerðist líka var að það kom upp ótti við að fara aftur í þjónustu eða taka ábyrgð á einhverju starfi þar sem ég hafði klúðrað þessu og mér fannst ég ekki vera nógu góður. En það sem gerðist í þessari kennslu að við fengum fyrirbæn og Guð fór að eiga við þessa minningu og lækna það sem fór úrskeiðis.

Málið líka með þessa kennslu um Föðurhjarta Guðs er að við sjáum það að við yfirfærum oft þá föðurýmynd sem við höfum yfir á Guð. Við höldum honum í fjarlægð, við vitum að hann elskar okkur en náum ekki að meðtaka það allveg. Margt af þessu er ótti við nánd og ótti við að vera hafnað. En þegar elska Guðs fær að komast að inn í líf okkar að þá fer þessi ótti við nánd, ótti við höfnun að hvefa úr lífi okkar. Við förum að meðtaka það að við erum elskuð án skilyrða og það er ekkert sem við getum gert til að fá Guð til að elska okkur meira.

Eitt af því sem var líka að hjá mér að ég meðtók ekki það að ég væri elskaður og frá barnæsku var það mottóið að verða góður í einhverju eða gera eitthvað fyrir aðra til að vera viðurkenndur. Alltaf að vera reyna vinna sér inn viðurkenningu frá öðrum. En eina viðurkenningin sem við þurfum er að meðtaka það að við erum elskuð börn Guðs :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband