Jesús er ekki bara sonur Guðs, hann er líka Guð

Mér varð umhugað þegar einn vinur minn kom með þá fullyrðingu að Biblían talaði ekkert um að Jesús væri Guð. Þessa útskýringu fékk hann hjá manni sem trúir að Jesús hafi ekki verið meira en spámaður. Með allri virðingu fyrir trú hans að þá hefur hann allgjörlega rangt fyrir sér. Biblían segir að Jesús sé sonur Guðs.

Jes 7:14-14
-14- Fyrir því mun Drottinn gefa yður tákn sjálfur: Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel.
Matt 1:23-23
-23- Sjá, mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel, það þýðir: Guð með oss.

Immanúel þýðir Guð er á meðal okkar. Guð með oss þýðir það sama. Jesús var Guð á meðal okkar þegar hann gekk um á jörðinni. Það er að segja Guð opinberaður í holdi.

Jóh 8:58-59
-58- Jesús sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, er ég.-59- Þá tóku þeir upp steina til að grýta Jesú. En hann duldist og fór út úr helgidóminum.
Jóh 10:30-33
-30- Ég og faðirinn erum eitt.-31- Gyðingar tóku aftur upp steina til að grýta hann.-32- Jesús mælti við þá: Ég hef sýnt yður mörg góð verk frá föður mínum. Fyrir hvert þeirra verka viljið þér grýta mig?-33- Gyðingar svöruðu honum: Vér grýtum þig ekki fyrir góð verk, heldur fyrir guðlast, að þú, sem ert maður, gjörir sjálfan þig að Guði.

Kól 1:15-16
-15- Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar.
-16- Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans.
Kól 2:9-9
-9- Því að í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega.

Tít 2:13-14
-13- í eftirvæntingu vorrar sælu vonar, að hinn mikli Guð og frelsari vor Jesús Kristur opinberist í dýrð sinni.-14- Hann gaf sjálfan sig fyrir oss, til þess að hann leysti oss frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka.
Opb 5:13-14
-13- Og allt skapað, sem er á himni og jörðu og undir jörðunni og á hafinu, allt sem í þeim er, heyrði ég segja: Honum, sem í hásætinu situr, og lambinu, sé lofgjörðin og heiðurinn, dýrðin og krafturinn um aldir alda.-14- Og verurnar fjórar sögðu: Amen. Og öldungarnir féllu fram og veittu lotningu.

Jóh.8

Jesús, ljós heimsins
12Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“
13Þá sögðu farísear við hann: „Þú vitnar um sjálfan þig. Vitnisburður þinn er ekki gildur.“
14Jesús svaraði þeim: „Enda þótt ég vitni um sjálfan mig er vitnisburður minn gildur því ég veit hvaðan ég kom og hvert ég fer. En þér vitið ekki hvaðan ég kem né hvert ég fer. 15Þér dæmið að hætti manna. Ég dæmi engan. 16En ef ég dæmi er dómur minn réttur því ég er ekki einn, með mér er faðirinn sem sendi mig. 17Og í lögmáli yðar er ritað að vitnisburður tveggja manna sé gildur. 18Ég er sá sem vitna um sjálfan mig og faðirinn, sem sendi mig, vitnar um mig.“
19Þeir sögðu við hann: „Hvar er faðir þinn?“
Jesús svaraði: „Hvorki þekkið þér mig né föður minn. Ef þér þekktuð mig þá þekktuð þér líka föður minn.“
20Þessi orð mælti Jesús hjá fjárhirslunni þegar hann var að kenna í helgidóminum. Enginn lagði hendur á hann því stund hans var enn ekki komin.

Ekki af þessum heimi
21Enn sagði Jesús við þá: „Ég fer burt og þér munuð leita mín en þér munuð deyja í synd yðar. Þangað sem ég fer getið þér ekki komist.“
22Nú sagði fólkið:[2] „Mun hann ætla að fyrirfara sér fyrst hann segir: Þangað sem ég fer getið þér ekki komist?“
23En hann sagði við það: „Þér eruð neðan að, ég er ofan að. Þér eruð af þessum heimi, ég er ekki af þessum heimi. 24Þess vegna sagði ég yður að þér munduð deyja í syndum yðar. Því ef þér trúið ekki að ég sé sá sem ég er munuð þér deyja í syndum yðar.“
25Fólkið spurði hann þá: „Hver ert þú?“ Jesús svaraði því: „Sá sem ég hef sagt yður frá upphafi.[3] 26Margt hef ég um yður að tala og fyrir margt að dæma. En sá sem sendi mig er sannorður og það sem ég heyrði hjá honum, það tala ég til heimsins.“
27Fólkið skildi ekki að hann var að tala við þá um föðurinn. 28Því sagði Jesús: „Þegar þér hefjið upp Mannssoninn munuð þér skilja að ég er sá sem ég er og að ég geri ekkert einn og sér heldur tala ég það eitt sem faðirinn hefur kennt mér. 29Og sá sem sendi mig er með mér. Hann hefur ekki látið mig einan því ég geri ætíð það sem honum þóknast.“ 30Þegar hann mælti þetta fóru margir að trúa á hann.

„Ég er“

Annað atriði sem benti til þess hver Jesús væri var hvernig hann notaði ákveðnar staðhæfingar sem hófust á orðunum „Ég er“ og er einungis að finna í Jóhannesarguðspjalli. Þessar staðhæfingar sem eru á víð og dreif um allt guðspjallið fela í sér að Jesús upplýsir um það hver hann er og þær gefa til kynna hvert sé samband hans við föður hans og við lærisveinana.

Ég er brauð lífsins 6.35
Ég er ljós heimsins 8.12, 9.5
Ég er dyr sauðanna 10.7
Ég er góði hirðirinn 10.11
Ég er upprisan og lífið 11.25
Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið 14.6
Ég er hinn sanni vínviður 15.1

Setningarnar sem byrja á „Ég er“ koma þarna fyrir sem hluti af löngum, heimspekilegum orðræðum sem er að finna út um allt Jóhannesarguðspjall. Eitt dæmið er í 6. kaflanum, „ræðunni um brauð lífsins“ (6.25-59). Eftir kraftaverkið, þar sem Jesús margfaldaði nokkra brauðhleifa og fiska og gaf 5000 manns að eta, talaði hann til lærisveina sinna um tákn þessi. Hann minnti þá á Móse sem hafði gefið Ísraelsmönnum manna að eta í eyðimörkinni. Því næst sagði hann: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.“ (Jóh 6.35) Hann tjáði sig jafnvel enn skýrar í næstu versum þar sem hann svaraði gagnrýni frá áheyrendum sínum: „Ég er hið lifandi brauð sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði mun lifa að eilífu. Og brauðið er líkami minn ... Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið blóð hans þá er ekki líf í yður. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt hefur eilíft líf og ég reisi hann upp á efsta degi. Hold mitt er sönn fæða og blóð mitt er sannur drykkur. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt er í mér og ég í honum.“ (Jóh 6.51, 53-56)

Þessi orð ollu mikilli geðshræringu meðal áheyrenda og fylgismanna Jesú. Reyndar bendir textinn á að margir sem höfðu fylgt honum yfirgáfu hann vegna þessara orða. Þessi orð ásamt öðrum í guðspjallinu urðu síðar meir í sögu kristninnar grunnur að þeirri trú margra kristinna manna að brauðið og vínið í sakramentinu sem kallast heilög kvöldmáltíð verði raunverulega að líkama og blóði Krists. Aðrir kristnir menn túlka orð Jesú sem táknræn um hluttöku þeirra sjálfra í dauða hans og upprisu í trúnni. Á sama hátt talaði Jesús hér um upprisu dauðra sem var að vísu áður þekkt í trú farísea, en varð að grundvallaratriði í kristinni trú

Jesús opinberaði sig sem ég er.Þetta er ekki eina skiptið sem Guð opinberar sig sem Ég er, því að hann gerði það líka við Móse.

2Mós 3:13-14
-13- Móse sagði við Guð: En þegar ég kem til Ísraelsmanna og segi við þá: Guð feðra yðar sendi mig til yðar, og þeir segja við mig: Hvert er nafn hans? hverju skal ég þá svara þeim?-14- Þá sagði Guð við Móse: Ég er sá, sem ég er. Og hann sagði: Svo skalt þú segja Ísraelsmönnum: Ég er sendi mig til yðar.

Ég vona að þetta sé nóg til að sannfæra menn um að skilja að Jesús var og er ekki bara sonur Guðs, hann er Guð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar voru það bara nokkrir kuflar sem tóku þá ákvörðun fyrir þig að Jesú væri guð og guð Jesú, samkeppnin í trúarbrögðunum maður :)

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 08:53

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það voru mikil áhöld um þetta í frumkristninni skal ég segja þér. Þú ættir að kynna þér tilurð Kristninnar betur. Ég bendi þér á að lesa bók Bart Ehrman" "Lost Christianities" t.d. og þá sérðu hversu óskilgreint þetta var allt. Það var ekki fyrr en í Níkeu árið 325 að menn ákváðu þetta og eyddu öllu, sem stakk í stúf við þá ákvörðun. Ofsóttu einnig þá sem ekki tóku hina formlegu ákvörðun kirkjuþingsins hátíðlega.

Það er vert að minna á að aðeins á einum stað má finna heilagri þrenningu stað í guðspjöllunum, en það er í einni málsgrein í Jóhannesi, sem bætt var inn löngu síðar og finnst ekki í elstu ritum.

Nú verður þú að fara að lesa eitthvað annað en bókina sjálfa. Þú ert við það að steikja á þér hausinn beyond repair með þessu rugli.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 09:05

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Jón Steinar, afhverju geturðu ekki komið með málefnalega gagnrýni og slept því að vera alltaf að reyna gera lítið úr mér? Þú veist það að þegar þú ert að tala um aðra að þá ertu að lýsa sjálfum þér en ekki hinum. Þú ert greynilega mjög trúaður á að reyna afsanna allt og vitnar alltaf í einhverjar tilgangslausar falsheimildir sem koma frá einhverjum kjánum sem hafa ekki hundsvit á því sem þeir eru að segja...

Ef þú lest textan í samhengi, þá sérðu glöggt Heilaga Þrenningu... Jesús var alltaf að vitna í Föðurinn og þar með opinbera hvernig samfélag okkar við Guð ætti að byggjast upp, við sem synir hans og dætur. Hann vitnaði líka mjög oft í Heilagan Anda. Og þar með er kenning þín fenídó man :P

Sigvarður Hans Ísleifsson, 23.11.2009 kl. 11:03

4 identicon

Þó það sé mismunandi eftir guðspjöllum með hvað Jesú átti að hafa sagt á krossinum.. þá spyr hann á einum stað hví faðirinn hafi yfirgefið hann... svo var hann alltaf að biðja til föðursins, sem meikar ekki sens ef hann er guð líka

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 11:55

5 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Aðskilnaðurinn á milli Föðurins og Jesús, þegar Jesú var á krossinum var vegna þess að Jesús tók á sig synd alls heimsins, en þessi aðskilnaður stóð samt yfir í stuttan tíma. Faðirinn getur ekki verið þar sem synd er, en þar sem syndavandamálið er afgreitt í eitt skipti fyrir öll, að þá getum við komið fram fyrir Föðurinn eftir að taka við fyrirgefningu Krists, og öðlast barna réttinn og sagt abba Faðir sem þýðir að við meigum kalla Guð pabba :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 23.11.2009 kl. 21:00

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Gleymdi einu, Guð er þríeinn Guð, hann er þrír en samt einn. Allveg eins og við erum Andi, búum í líkama og erum með sál, við erum þríein en samt einn maður.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 23.11.2009 kl. 21:01

7 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

mér finnst þú  útskýra þetta mjög vel sigvarður - segi hreint Amen

Ragnar Birkir Bjarkarson, 25.11.2009 kl. 14:08

8 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Amen Jesú er Drottinn

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 26.11.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband