Hvað ætli aðskilaðurinn milli Jesú og Föðurins hafi staðið yfir lengi?

Ég er búin að vera velta fyrir mér einu varðandi, þegar aðskilnaðurinn myndaðist milli Jesú og Föðurins á krossinum. Við vitum það að þegar Jesús tók á sig syndir alls heimsins að þá myndaðist aðskilnaður milli Jesú og Föðurins. Það sem ég hef verið að velta fyrir mér, hvað ætli þessi aðskilnaður hafi verið langur.

Ég hugsa til Kól.2:15 ... þegar Jesú afvopnar allt óvinarins veldi og hrósar yfir þeim sigri. Ég trúi því að það hafi gerst þegar Jesús steig niður til heljar. Það er talað um að Jesús hafi predikað yfir öndunum þar. Og með því að tengja Kól.2:15 við það, að þá trúi ég því að það sem Jesús predikaði var að hann var að hrósa sigri yfir öllu óvinarins veldi. Áheyrundurnir hafa þá verið íllu andarnir og satan sjálfur.

En Ritningin kennir okkur að Jesús hafi risið upp á 3 degi. Heilagur Andi hefur þá reist hann upp og samfélag Jesú og Föðurins komist aftur á þar sem Jesús var syndlaus. Þannig að ég hugsa að þessi aðskilnaður hafi átt sér stað á þriðja dag, það er að segja að frá því að Jesús tekur á sig syndir okkar á krossinum og þar til hann rís aftur upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

þetta er alveg góð pæling hvað ætli séu margir dagar í einum degi hjá Guði oft pælt í þessu þar sem hann skapaði heiminn á 6 dögum og takk fyrir allar þessar brilliant færslur

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 27.11.2009 kl. 09:11

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það stendur í Biblíunni að einn dagur hjá honum er sem þúsund ár... takk :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 28.11.2009 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband