Hjónaband er sáttmáli
29.11.2009 | 09:25
Er leyndarmál á bakvið árangusríkt eða gott hjónaband? Afhverju heppnast sum hjónabönd en önnur ekki? Er þetta allt spurning um breytingar? Eitt er þó með vissu. Ef það er leyndarmál á bakvið hamingjusamt og árangursríkt hjónaband, að þá hefur milljónum hjóna mistekist að finna það. Í næstum hverri vestrænni þjóð hefur hjónaskilnaður margfaldast síðustu ár.
Í bandaríkjunum er sú staðreynd að annað hvert hjónaband endar með skilnaði. Fyrir 50 árum síðan hefði fólk alldrei getað ýmyndað sér að hlutirnir ættu eftir að þróast á þennan hátt, á svo stuttum tíma. Hvað sem við því kemur að þá segir þessi þróun ekki alla söguna. Mörg hjónabönd hafa ekki endað með skilnaði, hvort sem það hefur komið upp erfiðleikar eða óhamingja verið í gangi.
Þó svo að hlutirnir geti litið vel út á yfirborðinu. Að þá eru undir niðri í gangi, biturleiki, ófyrirgefning og uppreisn. Fyrr eða síðar koma þessir hlutir upp á yfirborðið og valda sprengingu, vegna þess að þessir hlutir hafa verið látnir krassera og eru óuppgerðir.
Þó eru sérstaklega sumir sannfærðir um að andlegt heilbrigði fólks hafi einhver áhrif, því fjórða hver manneskja í Ameríku þarf eða mun þurfa á læknisfræðilegri aðstoð að halda. Mörg geðsjúkrahús eru yfirfull og geta ekki sinnt öllu því sem kemur á borð til þeirra. Sífellt meiri þörf er á faglærðum sérfræðingum og geðlæknum. Menn eru á þeirri niðurstöðu að afleiðing af öllum þessum geðrænu kvillum megi rekja til heimilisins, en þó fyrst og fremst til hjónabanda. Þessi sívaxandi sprenging í þjóðfélaginu í dag, má rekja til hjónaskilnaða og aðskilnað heimila.
Ákveðin viðbrögð samtíma félagsfræðinga og sérfræðinga, hefur tekið stefnu af hjónaskilnaðir geti verið óumflýjanlegir. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að segja að hugtakið hjónaband sé mistök, í fyrstu og skipti ekki máli í nútímaþjóðfélagi.
Hvað sem því viðkemur að svo kallaðir sérfræðingar sem koma með slíkar ályktarnir. Eru sjálfir einstaklingar sem koma af brotnum heimilum. Sumir þeirra eiga líka misheppnað hjónaband að baki. Við ættum því að grennslast fyrir því hver bakgrunnur þeirra er í þessum málum. Þeir hafa eflaust reynt að sigrast á lostafullum hlutum en mistekist. Og því niðurstaða þeirra líklegast eftir því, og þeir súrir eða fúlir hvort sem er.
Þegar staðið er frammi fyrir aðstæðum sem valda ruglingi og þessum sorglegu skoðunum. Ég trúi að það er leyndarmál á bakvið hamingjusamt og árangursríkt hjónaband. Ég trúi því að þessi leyndardómur sé að finna í Orði Guðs Biblíunni. Biblían talar um 3 þráðin sem heldur saman hjónabandinu.
Þessi 3 þráður er Guð sjálfur. ef hjónaband er byggt á réttum grunni sem er Kristur að þá geta þau staðist hvaða óveður sem er. Það eru mörg hjón sem gengið hafa með Guði og eru enþá hamingjusamlega gift sem geta staðfest þetta.
Athugasemdir
Ég held bara að sumt fólk giftir sig of fljótt eða það koma bara brestir að þau ná ekki lengur saman. Það getur verið betra að skilja heldur enn að vera ósáttur.
Held ég. Ég hef ekki prófað þetta :)
Kv Ari
Ari Jósepsson, 30.11.2009 kl. 09:34
Það er reyndar rétt hjá þér, sumir gifta sig of fljótt en fólk lærir bara af því sem það gerir ...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 30.11.2009 kl. 10:11
Amen Hjónaband er elsta og heilagasta stofnun Guðs, Nokkur einföld atriði geta komið í stað hjónaskilnaðar og þau eru Fyrirgefning, þolinmæði, þrautsegja og Bæn.
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 30.11.2009 kl. 13:19
Amen, allgjörlega sammála þér :)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 30.11.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.