Hvað gerir tungutalsgjöfin fyrir þann sem talar?
31.12.2009 | 03:03
Lofgjörðin leysir hann á því sviði persónuleika hans, sem oftast þarfnast lausnar. Það hjálpar okkur að spurja?; Hver er munurinn á Pétri fyrir og eftir Hvítasunnu? Það var enginn munur á kenningunni; Hann hafði þegar játað að Jesús væri Kristur ( Matt. 16, 16). Það var enginn munur á vilja hans; hann hafði þegar tekið hina réttu ákvörðun að fara í fangelsi með Jesú og í dauðann ( Lúk. 22, 33 ). En það þurfti eina spurningu þjóns eins til að kollvarpa sannfæringu hans og viljaákvörðun vegna þess að í djúpi persónuleika síns, þá var hann ekki opinn fyrir Kristi og hafði ekki gefist af öllu hjarta. Andinn hafði þegar fyrir Hvítasunnu lýst upp huga Péturs og haft áhrif á vilja hans, en eftir Hvítasunnu leystist hann djúpt í hjarta sínu – í undirmeðvitund sinni – svo að hann var fær um að prédika Krist með stórkostlegum árangri án innri mótþróa ( ótta og aðrar innri baráttur ). Tungutal var tákn þess að þessi hluti persónuleika hans hafði verið leystur og hefði gefist upp fyrir Kristi.. Jesús segir "að frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns", hjá þeim sem trúa á hann ( Jóh. 7, 38 ). Tungutal kemur fram þannig og gefur til kynna lausn undirmeðvitundarinnar. Með öðrum orðum þá mun Heilagur Andi gefa okkur heilbrigðan huga og hreint hjarta. Hann er andi máttar, kærleiks og stillingar ( 2. Tím. 1, 7, ) og Hann mun koma jafnvægi á persónuleika okkar. Vegna trúarlegra erfðavenja hafa mörg okkar misst jafnvægið hvað snertir gáfur og vilja, þar sem of þung áhersla hefur verið lögð á þessa tvo þætti og þ.a.l. þá þörfnumst við að verða leyst á hinum frumstæðari og eðlislægari sviðum persónuleikans. Stundum markar tungutal byrjun á slíkri lausn þannig að viðbrögð okkar gagnvart Guði og öðrum verða betri og betri.
Athugasemdir
Góður pistill Sigvarður minn.
Gangi þér sem best og gleðilegt nýtt ár á morgun.
Megi nýja árið færa þér lukku og góða heilsu.
Með bestu kveðju.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 03:26
takk sömuleiðis vinur :)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.12.2009 kl. 04:41
Þú ert vitfirrtur, það er ekki spurning. Leitaðu læknis hið bráðasta.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.12.2009 kl. 05:32
Jón Steinar reyndu að þroskast :) ég mun alldrei hætta að trúa á Guð og það er ekkert sem þú getur skrifað sem mun breyta því:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.12.2009 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.