Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Svefnleysi

Það er kannski tilvalið að skrifa um svefnleysi núna þar sem ég get ekki sofið neitt núna.

En afhvejru svefnleysi eða vandamál með svefn? Reyndar er ég ekki heima hjá mér núna og vont veður úti. Ég er allavegana þannig að það tekur sinn tíma að venjast nýjum stað. En það er náttla alltaf best að sofa heima hjá sér.

En þegar ég spái í þvi afhverju maður getur stundum ekki sofnað að þá er það svo oft út af því að maður er spenntur. Jafnvel getur verið að maður sé svangur líka. Þess vegna finnst mér gott að borða á kvöldin upp á svefnin að gera. Ég sofna líka stundum ekki ef ég fer að hugsa of mikið.

En hvað er þá til ráða í svona tilvikum?

Mér var sagt að það væri gott að lesa í bók til að þreyta augun og það er satt. Maður sofnar þá,því að það kemur ró á hugan og hann er við það sem maður er að lesa. Ég má ekki taka svefnlyf þar sem ég er óvirkur alki og þau eru ávanabindandi. En einu sinni kom tímabil sem ég svaf ekki í mánuð. Þá varð ég að gefa mig og fara til læknis og fá eitthvað við þessu. Þá reyndar fékk ég töflur sem kallast amilin. Amilin er gamalt þunglyndislyf og hjálpar manni að sofna og er oft notað í dag í þeim tilgangi. Það sem þetta lyf gerir er að það slekkur þannig séð á hausnum á manni og maður nær hugarró og sofnar og spennist ekkert upp. En ég mæli samt bara með því að lesa eitthvað þangað til maður sofnar áður en eitthvað annað er reynt.

En hvað segir þú sem lest þetta, kannastu við það að geta ekki sofið? sumir reyndar geta ekki sofið út af áhyggjum af hinu og þessu en það liggja víst margar ástæður fyrir því í sumum tilvikum afhverju maður getur ekki sofið...


Hvað er friður?

Ég hef oft spáð í þessu hvað friður þýðir. Ég hélt fyrst að hafa frið Guðs yfir sér væri það að fá sálarró og verða slakur. En þegar ég fór að skoða betur hvað þetta þýðir að þá kom það mér á óvart.

Friður þýðir: Heilbrigð manneskja, velgengni og að finna fyrir öryggi í nærveru Drottins...

Þegar ég hugsa um þessi orð að þá kemur lag í huga minn sem Unnur og Simmi í Vestmanneyjum sömdu fyrir mörgum árum síðan. Lagið er svona:

Í faðmi þínum öryggis leita

Í faðmi þínum öryggið finn ég

Í faðmi þínum friðinn þinn finn ég

Í faðmi þínum Jesús ég er,

Jesús ég er...

Mig minnir að textinn sé svona orðrétt en einhver sem veit betur má leiðrétta það með glöðu geði enda skal rétt vera rétt..

En það sem ég er að spá núna eftir að hafa lesið um orðið friður er. Að þegar friður Guðs er beðin yfir líf okkar að þá er ekki bara verið að biðja um ró og öryggi, heldur heilbrigði og velgengni inn í líf okkar. Guð vill að við séum heilbrigð og að okkur gangi vel í því sem við erum að gera. Það er jú áætlun hans að við séum hamingjuöm og frjáls. Mér datt í hug áður en ég skoðaði orðið friður að það gæti þýtt kannski eitthvað tengt öryggi en núna veit maður betur hvað þetta þýðir. Ég get tekið undir þennan texta hér fyrir ofan því hann er það sem friður er.

Hver þráir ekki að finna fyrir öryggi í lífi sínu, ganga vel og vera heilbrigður? Ég trúi því að flest allir sækist eftir því...

Þannig að þegar þú biður um frið Guðs inn í líf þitt, þá veistu að þú ert að biðja um öryggi með því að finna fyrir nærveru Guðs, þú ert að biðja um heilbrigði inn í líf þitt og velgengni..

Þannig að friður Guðs sem er æðri öllum skilningi varðveiti þig sem lest þetta og opinberi meira fyrir þér hver hann er...


Peace

PEACE
Peace is total well-being, prosperity, and security associated with God’s presence among his people. Linked in the Old Testament with the covenant between God and Abraham’s descendants, the presence of peace was conditional, based on Israel’s obedience. In the prophetic writings, true peace was part of the end-time hope of God’s salvation. In the New Testament, this longed-for peace was understood as having come in Christ to be experienced by the believers.


IN THE OLD TESTAMENT
“Shalom,” the most prominent Old Testament term for “peace,” held a wide range of connotations (wholeness, health, security, well-being, and salvation) and could apply to an equally wide range of contexts: the state of the individual (Psalm 37:37; Proverbs 3:2), the relationship of person to person (Genesis 34:21; Joshua 9:15) or nation to nation (1 Kings 5:12; Psalm 122:6-7), and the relationship of God and people (Psalm 85:8; Jeremiah 16:5).
The presence of shalom in any of these contexts was not considered ultimately as the outcome of human endeavor but as a gift or blessing of God (Leviticus 26:6; 1 Kings 2:33; Job 25:2; Psalms 29:11; Psalms 85:8; Isaiah 45:7). It is not surprising, therefore, to find “peace” tied closely to the Old Testament notion of covenant. Shalom was the desired state of harmony and communion between the two covenant partners-God and his people (Numbers 6:26). Its presence signified God’s blessing in the covenant relationship (Malachi 2:5), and its absence signified the breakdown of that relationship due to Israel’s disobedience and unrighteousness (Jeremiah 16:5, Jeremiah 16:10-13).
Shalom becomes a pivotal term in the prophetic writings. The “false” prophets, forgetting the conditions for national well-being within the covenant relationship, assumed that God’s loyalty to Israel (Psalm 89:1) would guarantee political peace forever (Jeremiah 6:14; Jeremiah 8:15; Micah 3:5). Against such popular but false security, the prophets before the exile proclaimed the coming judgment precisely as a loss of this shalom due to Israel’s persistent disobedience and unrighteousness (Isaiah 48:18; Micah 3:4, Micah 3:9-12).
The prophets did, however, point beyond the crises of exile and the setbacks it caused to a time when shalom, characterized by prosperity and well-being (Isaiah 45:7), absence of conflict (Ezekiel 34:28-31), right relations (Micah 4:1-4), restoration of harmony in nature (Ezekiel 47:1-12), and salvation (Isaiah 60:17) would again return. Often this eschatological (or end-time) expectation of peace in the Old Testament was associated with a messianic figure, as in Isaiah 9:6, where the future Messiah is termed the “Prince of Peace.” Moreover, his reign would be one of “peace” not only for Israel but throughout the whole earth (Zechariah 9:9-10). The Old Testament ends with this hope of peace still unrealized in its full sense.


IN THE NEW TESTAMENT
The Greek term for “peace” used predominantly in the New Testament is eirene, a word expanded from its classical Greek connotation of “rest” to include the various connotations of shalom discussed above. As with shalom, eirene could be used as a greeting or farewell (as in “peace be with you”-Luke 10:5; Galatians 6:16), or could signify the end of conflict (national-Luke 14:32; or interpersonal-Ephesians 4:3), or the presence of domestic tranquillity.
The chief issue concerns how Jesus incorporated the Old Testament hope for the eschatological peace of God into his ministry. In the benediction of Zechariah in Luke 1:67-79, the coming of Jesus as the Messiah is expected to “guide our feet into the way of peace.” So also the angelic testimony to the shepherds proclaims Jesus as the bringer of God’s peace to people. That is, Jesus as the Messiah would usher in God’s reign of peace. Jesus’ self-understanding as expressed in the fourth Gospel corresponds to this association. This long-expected peace of God is Jesus’ farewell gift to the disciples (John 14:27); it is given to them when he breathed his Spirit into them (John 20:19-22).
The nature of this gift of peace brought by Jesus may be easier to explain by stating what it is not. It is not an end to tension or the absence of warfare. It is not domestic tranquillity nor anything like the worldly estimation of peace (Luke 12:51-53). Its presence may, on the contrary, actually disturb existing relations, being a dividing “sword” in family relations (Matthew 10:34-37). Jesus’ gift of peace is, in reality, the character and mood of the new covenant of his blood that reconciles God to people (Colossians 1:20) and forms the basis of subsequent reconciliation between divergent people (Ephesians 2:14-22).
The early church understood “peace” to be the final, end-time salvation of God given already through Jesus Christ (Philippians 4:7-9). This understanding of “peace” altered the content of the common greeting “go in peace” as it was taken up in the Christian community. In Paul’s common “grace and peace” greeting (1 Corinthians 1:3; 2 Corinthians 1:2; Galatians 1:3; Ephesians 1:2), it is no longer a mere wish for peace that Paul extends to his readers but is a reminder of the messianic gifts available in the present time through Christ to the man of faith. In accord with this, Jesus is described as “peace” itself (Ephesians 2:14), while God, too, because of his act of reconciliation through Christ, is known as a “God of peace” (Philippians 4:9; Colossians 3:15).
This gift of peace or reconciliation with God, made available through Christ, places an ethical demand on the Christian; it calls for the exercises of “peace” (as reconciliation between persons) within the church. Peace, as a fruit of the Spirit (Galatians 5:22), is to be the goal of the Christian’s dealings with others (Hebrews 12:14).


Hver er satan?

Satan er óvinur Guðs. Orðið satan þýðir andstæðingur Guðs. En hver var satan? hefur hann alltaf verið svona íllur?

Upphaflega hét Satan Lúsifer. Lúsifer var fallegasti engillinn á himnum og verndar kerúb þakin Gulli og dýrum steinum. Honum var gefin sú gjöf að stjórna lofgjörðinni á himnum. En það sem gerðist er að hann ofmetnaðist af fegurð sinni og vildi verða meira en Guð. Lúsifer gerði uppreisn á himnum ásamt 1/3 englum himins og ætlaði sér að steypa Skaparanum sjálfum af stóli. Lúsifer vildi reysa hásæti sitt ofar en Guð. En refsing Lúsifers og hina englana varð sú að þeim var varpað niður af himnum.

Lúsifer eða satan í dag er fallinn engill. Hann hefur fengið sinn dóm. Sá staður sem honum er búin kallast hel. Hel þýðir staður eilífrar kvalar og refsingar. Jóh.10:10 Lýsir áætlun satans með jörðina og gagnvart mönnum. Þar stendur að hann sé komin til að stela slátra og eyða. Besta vopn satans er að fá fólk til að trúa því að hann sé ekki til.

 En hvernig birtist satan okkur fyrst á jörðinni? Í aldingarðinum Eden. Þá birtis hann í líkingu höggorms. Ritningin talar um að hann geti birst í ljós engilsmynd. En þarna birtist hann sem höggormur. Á þessum tíma hafði satan ekkert vald yfir jörðinni. Því að þegar Drottinn Guð skapaði jörðina og allt sem á henni er, að þá gaf hann manninum vald til að drottna yfir jörðinni, þá sagði hann yfir gróðrinum, fuglum himins, dýrum jarðar og fiskum sjávar. Valdið var mannsins.

En hvað varð þá til þess að maðurinn missti valdið í hendurnar á satan? Í edengarðinum Eden var skilningstré góðs og ílls. Á þessum tíma þekktu Adam og Eva ekki hvað það væri að gera það sem rangt var. Enda gátu þau gengið um nakin án þess að það truflaði þau eða þau gerðu sér grein fyrir nekt sinni. Enda er talað um að dýrð Guðs hafi hulið nekt þeirra. Drottinn Guð sagði við Adam og Evu að þau mætu borða ávexti af öllum trjám nema þessu eina, sem var skilningstré milli góðs og ílls. Það sem gerist er að satan tælir Evu til að óhlýðnast Guði og hann notar þar aðferð sem hann reynir að nota gegn hinum trúuðu enþá daginn í dag og allmennt gagnvart Guði. Hann fær fólk til að efast um tilvist Guðs og það sem hann hefur sagt. Satan fer að tæla Evu, villir um fyrir henni en hún vissi a hún mætti ekki gera þetta. En hún valdi það að óhlýðnast Guði og tældi manninn sinn í leiðinni. Þar sem þau eru bundin hjónasáttmála samkvæmt Matt.19:6 að þá gat ekki myndast aðskilnaður á milli þeirra tveggja og því varð að vísa þeim báðum út úr Eden. Við það að óhlýðnast Guði að þá missa þau yfirráðin af jörðinni og jörðin því komin á vald satans.

Eins og ég ritaði hér aðeins ofar að þá er áætlun satans að stela slátra og eyða. Hann vill ekki að fólk fái það sem hann fór á mis við. satan fær alldrei að snúa aftur til himinsins. þess vegna hatar satan sköpun Guðs og vill skemma hana og eyðileggja eins og hann getur. Maðurinn er skapaður í Guðsmynd og skapaður til þess að eiga samfélag við Drottinn.

En áður en ég enda þetta er svoldið sem verður að fylgja með. Því að þarna í Eden myndast aðskilnaður milli Guðs og manna, því að syndin er búin að  fæðast inn í heiminn og jörðin komin á vald hins ílla. Guð setti strax fram áætlun í 1.Mós.3:15.. Fjandskapurinn milli hans og konunar er Jesús, konan er María móðir Jesú. Að sæðið skildi merja höfuð höggormsins, þýðir að Jesús kæmi og myndi afvopna hann á golgata eins og vitnað er í Kól.2:15. Áætlun Guðs var að koma á þessu nána samfélagi aftur á við mennina sem hafði glatast í Eden. Drottinn valdi að fara leið sem kallast blóðsáttmáli. Það að útskýra nánar blóðsáttmálan er bara efni í næstu bloggfærslu. En Drottinn náði samt sambandi við Abraham og gerði við hann blóðsáttmála. Biblían talar um að lífið er í blóðinu. Þess vegna varð að veita okkur líf með saklausu og lítalausu blóði. Þangað til Jesús kæmi að þá dugði dýrablóð til að hylja yfir syndir okkar og menn þurftu að færa fórnir árlega og minnast þess að þeir væru syngarar. En þegar Jesús kom, var hann hin fullkomna fórn og blóð hans hylur ekki syndir okkar. Það afmáir þær. Í gegnum fyrirgefningu Krists til okkar að þá komust við í þetta nána samfélag sem við erum sköpuð til að vera í. En ég skal útskýra þetta nánar í næsta bloggi. Aðeins í gegnum Jesú Krist getum við losnað undan áætlun satans og þeim dómi sem er yfir heiminum.

Satan blindar fólk og villir um fyrir þeim. Enda samkvæmt orðum Jesús að þá fer satan eftir eðli sínu þegar hann lýgur enda lýginar faðir. Jesús er dyrnar á himnaríki. Hafni menn þessari björg undan dómi heimsins að þá er ekki til nein önnur leið til að nálgast Guð eða vera hólpin og komast í himnaríki. Guð valdi þessa leið til að bjarga okkur og hann er ekki vondur ef við höfnun þessari björg. Það er okkar að velja og hafna hvaða leið við veljum. Ef við værum að drukkna og okkur bæðist hjálp til að losna frá drukknun, myndum við þá hafna hjálpinni? Það held ég ekki. Sálir mannana eru fastar í kvöl og pínu óvinarins. Jesús hef plan fyrir alla menn og vill leysa þá frá fjötrum og lygum satans. Enda lítið mál fyrir Jesús að leysa menn, enda búin að sigra satan og alla hans ára á golgata. Jesús er eina leiðin inn í himininn og til að komast í nálægð við Guð... 


Á að aðskilja ríki og kirkju

Finnst mönnum að það ætti að aðskija ríki og kirkju? Mér finnst það persónulega að það ætti að gerast. Tilhvers að eyða skattpeningum í þjóðkirkjuna sem er hundleiðinleg og föst í fornöld með messuhald sitt og hefðir.

Ég er á því að krikjan eigi að standa á eigin fótum. Ég hugsa þá líka að kirkjuhald myndi breytast eitthvað í leiðinni og prestar fengju meira sjálfræði með formið á messum sínum.

Eða hvað finnst fólki? Á það ekki að vera frjálst val hvers og eins hvaða afstöðu hann tekur gagnvart trú og þeirri stefnu sem hann tekur í lífinu? Fyrir mér mætti vera meira frjálsræði og umburðarlyndi, en því æfir maður sig betur í með degi hverjum...

En hérna á Íslandi væri þessi aðskilnaður aðeins of flókin, því að mikið af þeim jörðum sem ríkið hefur afnot af, eru í eigu kirkjunar sem er í staðin rekin af ríkinu. En vonandi mun hann eiga sér stað.. Því að boðun trúar í kærleika er alltaf jákvæð og komin tími á að hefðir frá fornöldum fari að víkja burt..

Jesús sagði að hann hefði áhuga á ´hjarta okkar en ekki hefðum okkar eða athöfnum.. Þess vegna fyndist mér þessi aðskilnaður milli ríkis og kirkju í anda þessara orða Frelsarans..


Er eitthvað sem óvinurin er hræddari við en annað hjá hinum Kristnu?

Það er mjög áhugavert að velta þessu fyrir sér. Hvað er svo óvinurinn hræddari við en annað hjá hinum kristnu? Svarið er í rauninni mjög einfalt. Óvinurinn er hræddastur við tungutalið.

Tungutalið er sú gjöf sem hann hefur lagt sig sem mest frammi við að koma út úr kirkjunni. En hvað er tungutal? Tungutal er bænamál sem Guð lánar okkur til að byggja okkur upp. Þetta er himneskt bænamál. Okkar mannlegi skilningur er of takmarkaður til að skilja áætlun og vilja Guðs með´líf okkar. Þess vegna lánar hann okkur þetta bænamál.

En afhverju er óvinurinn svona hræddur við tngutalið. Það er vegna þess að hann skilur ekki það sem er sagt. Þessi bæn er líka beintenging við Guð eða svona framhjátenging frá öllum skilningarvitum okkar. Það er Heilagur Andi sem biður í gegnum okkur.

Það eru til 4 tegundir tungutals.

1. Tungutal til persónulegrar uppbyggingar. Það tungutal er ætlað öllum. Þegar Heilagur Andi kom á Hvítasunnudag að þá kom hann yfir alla 120 ekki bara suma. Tungutal til persónulegrar uppbyggingar er tungutal sem við höldum út af fyrir okkur sjálf. Páll talar um það að það eigi ekki að tala upphátt tungum fyrir framan aðra nema það sé einhver til að útleggja. Þá á hann við þetta tungutal. Tungutal til persónulegrar uppbyggingar losar okkur við innsta mótþróan í hjarta okkar og gerir okkur djarfari. Við sjáum bara skýrt dæmi um Pétur. Fyrir Hvítasunnudag þegar hann stendur frammi fyrir þeirri raun að afneita Kristi og svo þegar hann stígur fram í krafti Heilags Anda á Hvítasunnudag. Hver er eiginlega munurinn á Pétri þarna? Fyrir Hvítasunnudag hafði Heilögum Anda ekki enþá verið úthelt yfir alla menn. Þann dag sem Pétur afneitar Jesú er hann í sínum eigin mætti. Hann hafði ekki kraft eða djörfung til að játa Jesú sem Drottinn í þessum raunum. En svo skeður það að Hvítasunnudagur kemur og Pétur sem hafði fengið lyklana af fagnarerindinu stígur fram í krafti Heilags Anda og predikar þar sem 3 þúsund manns gefa líf sitt til Krists. Þetta var ekki sami Pétur og var áður fyrr. Tungutalið gerir okkur líka hæfari í þjónustu í Guðsríkinu. Það er það sem gerðist nákvæmlega við Pétur tungutalið losaði um öll höft hjá honum. Hann var ekki lengur hræddur heldur djarfur í að vitna um Jesú Krist. Hann breyttist úr gungu í hugrakkan mann. Þetta er það sem tungutalið gerir við okkur. Það breytir okkur og gerir okkur hugrökk.

2. Tungutal sem birtist á jarðnesku tungumáli. Þetta tungutal kemur þegar útlendingar eru á safnaðarsamkomum og Guð þarf að koma skilaboðum til þeirra. Það hefur komið fyrir að Íslendingur hefur verið á safnaðarsamkomu í Bandaríkjunum. Þar var maður sem stóð upp á samkomunni og talaði reiprennandi íslensku. Íslendingurinn ætlaði svo að fara og tala við þann sem talaði tungum á íslensku. Íslendingurinn byrjar að tala við hann á íslensku en gaurinn skildi ekki upp né niður hvað hann var að segja. Síðan er annað dæmi um þetta tungutal. Einu sinni voru trúboðar í Afríku sem var búið að handtaka. Heilagur Andi sagði einum að tala í tungum og hann talaði í tungum. Síðan sagði Heilagur Andi honum að stoppa, hann stoppar og einn hermaður talar á móti, síðan talar hann aftur tungum og þeim er sleppt. Þarna varð tungutalið til þess að þessir trúboðar þurftu ekki að fara í fangelsi.

3. Tungutal til fyrirbæna. Að vera í fyrirbæn er ekki bara að leggja hendur yfir fólk heldur líka að vera í bæn fyrir fólki. Það getur verið að þú sért að biðja fyrir einhverjum og veist ekki allveg hvað þú átt að biðja fyrir þessu einstaklingi en Heilagur Andi veit það. Það hefur komið fyrir að ég hafi vaknað um nótt til að biðja fyrir fólki en ekki allveg vitað hvað það væri sem ég ætti að biðja fyrir. Þá hef ég beðið í tungum því Heilagur Andi veit alltaf hvers á að biðja hverju sinni. Eitt dæmið er að ég vaknaði 3 sinnum upp eina helgina til að biðja fyrir vini mínum. Ég spurði hann um þetta og sagði svo tímasetningarnar. Öll 3 skiptin var hann að taka inn dauðaskammta af eyturlyfjum en þau virkuðu ekki á hann. Annað skitpið er þegar ég var í Biblíuskóla og þetta var á mánudagsmorgni. Á mánudögum var frídagur og þennan morgun ætlaði ég sko að sofa út. En ég vaknaði upp til að biðja fyrir nemendum sem voru að koma frá vopnafirði. Eina sem ég vissi var að biðja um vernd Guðs yfir þau og notaði tungutalið. Ég hafði svo strax samband við þau hvort eitthvað hafði skeð. Það sem skeði var að það var hestur á veginum sem stefndi beint á bílinn en þau höfðu ekki hugmynd hvernig þau komust framhjá hestinum því þetta var á svona vegi sem er við fjall.

4. Spámannlegt tungutal. Það er tungutal þar sem einn kemur fyrir framan allan söfnuðinn og talar tungum og síðan annar kemur og útleggur. Biblían segir að ekki tala allir tungum að þá á hún við það í þessu samhengi. Þá á ég við að allir hafa tungutal til persónulegrar uppbyggingar en það er ekki öllum gefið að tala spámannlegt tungutal og útleggja. Spámannlegt tungutal er til að byggja upp söfnuðinn í heild sinni. Þá á ég við að tungutal til persónulegrar uppbyggingar er bara fyrir einstaklinginn sjálfan. En Spámannlega tungutalið til að byggja upp allan söfnuðinn.

Við sjáum það að tungutalið gerir gæfumunin í trúargöngu okkar. Þegar við göngum fram í þessari gjöf að þá verður óvinurinn hræddar við okkur. Þess vegna hefur hann haft sig allan við að koma þessu út úr kirkjunni svo að hún verði máttlausari. En ég nota tungutalið mikið og er bara ánægður með að óvinurinn skuli fá niðurgang þegar hinir kristnu ganga fram í þessari gjöf...


keyrt á lítið barn og stungið af

Manni finnst þetta svoldið allvarlegt að láta sig hverfa svona af vettvangi. Annað hvort hefur aðilinn verið í annarlegu ástandi eða haldið að hann hefði drepið barnið... maður er bara orðlaus yfir þessu
mbl.is Ók á barn og stakk af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband