Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Pælingar á þungum tímum...

Þá er að rumpa einhverju út úr sér eftir góða bloggpásu.. En fall bankanna minnir mig óendanlega á eina sögu í Biblíunni. Þar leggur Jesús fram 2 grunna sem menn geta byggt líf sitt á. Annað er sandur sem eru leiðir manna. En hinn grunnurinn er bjarg sem er Kristur.

Einhvern tíman var það kennt í sunnudagaskólanum að syngja á sandi byggði heimskur maður hús. Án þess að dæma nokkurn mann að þá er þetta augljóst að útrás bankanna var ekki byggð á traustum grunni heldur á sandi. Hvað gerðist þegar stormurinn kom? Húsið á sandinum það féll.

Ein af þeim leiðbeinigum sem Biblían gefur manni er að skulda engum neitt nema að elska aðra. Síðan stendur í Orskviðum Biblíunar að maður eigi að lána án þess að leggja á vexti og vænta þess að fá til baka. En það gildir náttla ákveðið lögmál í bönkum, hver verður að taka ábyrgð á því sem hann eða hún fær lánað.

Mín skoðun er augljóslega að þarna var falsríkidæmi sem lenti í stormi og féll. Maður kannski gerir sér ekkert allmennilega grein fyrir því hvað er að gerast í heiminum. En Bretar hafa verið með hótanir og annað í garð Íslendinga. Við höfum farið í stríð við þá áður og unnum þá ( Þorskastríðið) Þannig að það má stríða þeim aðeins með það. En reiði þeirra er skiljanleg. En hver maður er ábyrgur fyrir því sem hann gerir.

Persónulega er engin kreppa hjá mér, ef eitthvað er , að þá er ég í útrás sem er byggð á traustum grunni. En það er eitt, þeir sem trúa þeir tilheyra ekki sama hagkerfi og heimurinn. Þetta endalausakrepputal er hættulegt... Kreppan tilheyrir mér ekki, ég er undir hagkerfi Guðs. Það er alldrei nein kreppa í Guðsríkinu. Guð sér til þess að manni skorti ekki neitt og hafi það sem maður þarf.

Ég sá það svona fyrir mér að þetta fall væri til að stöðva geðveikina og hraðan sem var komin í gang í landinu okkar. Menn ættu að líta yfir farin veg og sjá það að leiðir manna virka ekki. Menn vildu ýta Guði til hliðar og hans leiðbeiningum og fara sínar eigin leiðir. Og hvernig hefur það svo allt saman farið? Jú norður og niður...

En ég er bjartsýnn og bið fyrir þjóðinni að hún komist í réttan farveg og taki stefnu á þrönga veginn sem liggur til lífsins og velji það að skulda engum neitt nema að elska hvern annan. Lífsgæðakapphlaupið er vonandi komið á enda, þar sem menn ættu að fara sjá að hamingja er ekki fólgin í peningum eða eiga hitt og þetta. Sönn hamingja er að lifa með frelsaranum einn dag í einu og gera það besta úr deginum sem hægt er:)

Ég vona líka að núna verði stefnubreytingar í landinu okkar og að fjölskyldan fái meira svigrúm og löggð verði meiri áhersla á að vinna sig innan við svo við fáum hamingjusamari þjóð :) Guð blessi Ísland 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband