Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
stjórnmálakomplexar og skítlegt eðli ríkisstjórnarinnar...
16.4.2008 | 10:45
Það er eins og þeim sé skítsama um allmenning og hugsi bara um sitt. Ég hélt eimitt að samfylkingin myndi koma inn og gera góða hluti og bæta upp þá vitleysu sem framsóknarmenn gerðu.
En það virðist ekki skipta neinu máli hver er við völd þetta eru mest allt siðspilltir menn þegar þeir komast til valda. Reyndar var einn ráðherra í framsókn sem hætti vegna veikinda konu sinnar, hann var reyndar of heiðarlegur til að vera ráðherra að margra manna mati. En ég hélt eimitt að ráðamenn þjóðarinnar ættu að vera heiðarlegir.
matarvörur hefðu ekkert þurft að hækka vegna þess að þegar krónan styrktist að þá var alldrei lækkað neitt í búðunum og ég tel að við eigum það inni hjá stjórnvöldum og búðadúddum að matvöruverðið verði lækkað aftur.
Það sem veldur eflaust mönnum mestri reiði er græðgi manna í að hagnast á bensíni. Ég er svona á því að ríkið græði ekkert á því að vera alltaf að hækka gjöldin og hvað þá bensínfélögin að starfa í leyndum saman um að okra á landanum.
Að lokum er stefna ríkisins varðandi þeim sem þeir hleypa inn í landið til að vinna í landinu okkar. Ég hélt að það væri svona allmen skynsemi að kanna sakaskrá þeirra sem koma og það ætti að vanda valið svoldið betur. Það er til fullt af pólverjum sem er hið fínasta fólk en mafíósarnir setja svartan blett á hina sem reynda að standa sig og gera vel. Litháar eru verri en pólverjar að mínu mati. Það eru eitthvað um 10 stk Litháar á hrauninu núna. Bæði pólverjar og litháar kunna sér síðan sáralítið hóf þegar það kemur að því að bera virðingu fyrir hinu kyninu, konur eru áreittar og nauðgað, menn þeirra eru barðir og svo eru þessar innbyrðisdeilur á milli þessara þjóða.
Breiðholtið er orðin ein útlendingarnýlenda þar sem það er stórhættulegt að búa liggur við. Mér finnst allt í lagi að hleypa fólki inn í landið okkar til að vinna en mér finnst það samt að það ætti að fylgjast betur með því hverjum er hleypt inn í landið okkar. Tala ekki um nýliðið dæmi þar sem eftirlýstur morðingi var í landinu fyrir að hafa drepið 2 mafíósa og svo annar mafíósi á eftir honum og húmorinn í þessu öllu saman að báðir menniri fengu húsnæði og annað í gegnum Gulla Laufdal. Karlgreyið hafði ekki hugmynd hvað var í gangi.
Án þess að vera dæma fólk eða eitthvað í þessu málefni að þá finnst mér það ekki rétt að hleypa hverjum sem er inn í landið okkar. Afleiðingin á kæruleysi yfirvalda í þessu máli er sú að meira útlendingahatur er komið í landann og margir hafa fengið sig fullsadda á þessu rugli sem hefur riðið yfir síðustu mánuði og ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að fara út í öfgar...
10.4.2008 | 15:46
Ætti kynhneigð hvers og eins ekki að vera einkamál fólks?
Alla vegana að þá stendur ekki utan á fólki, bankastarfsmaður, eða forstjóri. Fólk er ýmislegt en er ekkert að auglýsa það. En ég fór svo að spá út í þessar öfgakenndu baráttu samkynhneigðra. Ég lít bara á þá sem einstaklinga en samþyki ekki líferni þeirra sem eðlilegan hlut. Það er mitt álit að bossinn sé bara exit only og svo annara álit að þetta sé eðlilegt.
En fyrir mér að þá eru fólk bara fólk og maður á að elska það sem slíkt óháð kynhneigð þeirra og ég er á móti´því að flokka fólk einhverja flokka líkt og oft er gert við samkynhneigða. Þau eru bara einstaklingar eins og aðrir. Flest allir hafa eitthvað óhreint í pokahorninu eða eiga við einhvern vanda að etja en eru samt einstaklingar fyrir það...
ég er alls ekki að reyna skapa einhver leiðindi, fólk má vera eins og það er fyrir mér, það er ekki mitt að dæma það en öllu má stilla í hóf...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pæling...
9.4.2008 | 10:42
Jeremia.30:8Þann dag, segir Drottinn hersveitanna, mun ég brjóta okið af hálsi hans og slíta hlekki hans. Þeir munu ekki lengur þræla fyrir framandi menn 9heldur þjóna Drottni, Guði sínum, og Davíð, konungi sínum, sem ég mun hefja upp þeirra vegna.
þarna talar Drottinn til Jeremía spámanns um að Ísraelsmenn muni ekki lengur þjóna eða vera undir oki erlendra konunga. Ég sé að nýja þýðingin setur framandi menn, en hvað er átt við því skil ég ekki allveg. En þarna segir Drottinn ég mun leysa ykkur undan þrældómi til þess að þið getið þjónað mér og Davíð, konungi sem hann muni reysa upp þeirra vegna. En að staðreyndum að þá var Jeremía svona sirka uppi 200 árum eftir Davíð konungi. Annað atriðið varðandi þetta er að menn gætu velt þungum þönkum yfir því hvort Drottinn ætlaði að reysa Davíð upp frá dauðum.
Ég fann fullt af versum sem vitna í þetta sama. Niðurstaðan var sú sem ég bjóst við að yrði. Að þarna ekki verið að tala um Davíð konung sjálfan, heldur Jesú krist. Út af ættlegg Davíðs konungs kæmi konungur konunga sem heitir Jesús. Nafnið Jesús þýðir sá sem frelsar sinn lýð. Þessi spádómur segir akkúrat fyrir um það hvað Jesús myndi gera er hann kæmi.
Allir þeir sem voru fjötraðir fengu lausn hjá Jesú. Þetta þýðir það að við munum ekki þurfa að vera undir oki óvinarins lengur. Heldur mun Jesús leysa okkur undan valdi syndarinnar svo við getum verið frjáls og þjónað Drottni, og fylgt konunginum sem er Jesús Kristur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hugurinnn eða hugsunarháttur
8.4.2008 | 11:57
Hugur okkar eða hugsunarháttur er svoldið merkilegur. Þú ert það sem þú hugsar er stundum sagt. En þegar ég spái betur í því að ef ég hugsa neikætt um sjálfan mig eða aðra að þá er það ekki sannleikurinn um mig eða þá sem ég hugsa um á neikvæðan hátt.
Ég er svona nokkurnvegin viss um það að fólk er duglegra að finna eitthvað að hjá öðrum eða sjálfum sér í stað þess að hugsa eitthvað jákvætt um sig og hrósa öðrum. Mér var einu sinni bennt á þetta. Það var sagt við mig, sérðu ekki alla jákvæðu hlutina sem eru að gerast hjá þér? þú ert að gera fullt af góðum hlutum en svo einn rangan sem þú svo brýtur þig niður fyrir og skyggir á hitt.
Fyrir mig að breyta því hvernig ég hugsa var og er tallsverð þjálfun. En það er samt þess virði að hugsa jákvætt um sig og horfa á kostina. Ég er alls ekki að segja að maður eigi að afneita brestum sínum eða takmörkunum í því sem maður getur gert. Ég trúi því að við séum öll sköpuð takmörkuð og með bresti. Ástæðan fyrir því að ég ´trúi þessu er tvennt. Sú fyrsta er að þegar við viðurkennum takmörk okkar að þá sjáum við að fólk í kringum okkur, vinir fjölskilda oflr skipta máli fyrir okkur. Annað atriðið er það að við erum sköpuð með bresti því að við þurfum á náð Guðs að halda. Það er mjög mikill léttir fyrir mig að þurfa ekki að geta gert allt rétt eða kunna allt.
Samt er einn jákvæður punktur sem ég vil skila eftir er að hver maður hefur 500-700 hæfileika... Þannig að enginn getur sagt að hann eða hún geti ekki neitt. Þínir hæfileikar skipta máli og það er góður punktur sem mér var kenndur. Ef þú prufar eitthvað og þú sérð að hæfileikar þínir liggja ekki á því sviði, ekki líta á það sem mistök heldur semt tilraun til að finna út hvar hæfileikar þínir liggja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
smá pása
4.4.2008 | 13:11
ég ætla að taka mér smá pásu hérna og færa mig aftur yfir á minnsirkus... http://sigvardur1.minnsirkus.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)