Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ástin

Það er komið langt síðan maður settist niður og skrifaði nokkra punkta... 

Það er eitt sem maður veltir fyrir sér það er hlutur sem heitir ást..

Allir virðast vera leita eftir því að vera elskaðir. Sumir vaða sambandi úr sambandi og enda alltaf ílla, týndir og vita ekki hvað þeir vilja. Sumir leita í sambönd út af því að þeir eða þær geta ekki verið einir eða einar.

Maður velti því oft fyrir sér, ef ég eignast góða konu eða mann að þá verður lífið miklu betra. En sannleikurinn er sá að þetta er ekki satt. Maður þarf ekki maka til að vera elskaður. Uppspretta kærleikan er Guð sjálfur sem skapaði þig og mig...

Ég hef komist af því ef ég er upptekin að því að þakka Guði föður að ég sé hans elskaða barn að þá finn ég það að ég er elskaður og fæ þá ást sem ég þarf. En ég trúi því að öllum sé ætlað að verða hamingjusamir og geta átt gott líf.

En ef samband gengur ekki upp að þá er engin ástæða til að vera desperate til að ganga að þeim næsta sem er á lausu og enda svo alltaf í tómu tjóni aftur og aftur..

Orðskviðirnir koma með góðan punkt varðandi þetta, kveiktu ekki elskuna fyrr en hún sjálf vill... þetta þýðir það ekki búa eitthvað til sem á ekki að vera, þú munnt finna það þegar raunveruleg ást kviknar. En fyrst þarf maður að vera heill andlega og sálarlega til að vera hæfur til að eignast maka. Ég trúi þvi að þeir sem eru týndir og vita ekki hvað þeir vilja, geta leitað í uppsprettu kærleikans og fundið þá ást sem þeir eru að leyta að.. þetta byrjar allt hjá Guði, því Guð er kærleikur.. ef þú meðtekur þá muntu endurspegla þann kærleika sem Guð gefur þér og verða hæfari í að elska þá sem í kringum þig eru ;) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband