Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Að gefa dýrðina
7.7.2008 | 19:34
Ég hef verið að velta fyrir mér þegar ég skoða líf Jesú. Það er svoldið merkilegt að skoða líf hans út frá einu sjónarhorni og það er, hverjum hann gefur dýrðina. Hann var alltaf að leitast eftir því að gera Föðurinn dýrlegan og um það snérist hjá honum þegar hann gerði eitthvað að Faðirinn myndi vegsamast ávallt í öllu sem hann gerði.
En núna hefur Faðirinn gefið Jesú sínum eingetna syni alla dýrðina og gert hann vegsamlegan. Þannig að þegar við skoðum líf okkar, hverjum gefum við þá dýrðina á því sem er að gerast í okkar lífi, hvort sem það er velgengni í lífi okkar eða stórkostleg kraftaverk eiga sér stað? Sem synir og dætur Guðs ættum við að leitast eftir því að gefa Jesú alltaf dýrðina, fólk læknast ekki af því að við erum svo frábær, eða að við séum eitthvað betri en aðrir, fólk læknast því að Guð vill að það læknist og það er hann sem læknar það. En við fáum þau forréttindi að lyfta upp Jesú nafni þar sem við erum.
Ég veit það að þegar sá dagur kemur að við stöndum frammi fyrir Drottni að þú munu sumir falla niður sem jafnvel þjónuðu Guði. Þeir munu segja gerði ég ekki þetta og hitt í þínu nafni? En Jesús svarar farið frá mér íllgjörðarmenn því alldrei þekkti ég ykkur. Þetta eru menn sem þáðu heiður manna í stað þess að gefa Guði dýrðina á því sem gerðist í þjónustu þeirra. Meira segja varð þessi synd óvini okkar að falli því hann hætti að gefa Guði dýrðina og fór að segja sálum sem enn áttu eftir að koma á jörðina að tilbiðja sig í stað þess að tilbiðja Guð.
Gætum þess að falla ekki í sömu grifju og hann, Guð á alltaf alla dýrðina og það er hann sem á alla vegsemd heiður og lof skilið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
on the way
7.7.2008 | 07:34
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)